Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Á­hrif far­sótta á skóla­starf

Fyrir einu ári blómstraði skólastarf í landinu og var fjarri þeim veruleika sem við þekkjum í dag. Nemendur fengu að mæta í skólann og hitta vini og félaga og kennarar fengu að hitta nemendur og samstarfsfólk án hindrana.

Skoðun
Fréttamynd

Deilur milli ríkis og höfuð­borgar á Spáni

Höfuðborgin Madríd og níu aðliggjandi borgir og bæir hafa fengið fyrirskipun um að grípa til harðra aðgerða til að sporna við útbreiðslu veirunnar en hún er í mikilli útbreiðslu á þessu svæði um þessar mundir.

Erlent
Fréttamynd

Skotið fram hjá

Mér finnst stundum eins og stjórnvöld geri eins lítið og þau komast upp með. Og þegar þau gera eitthvað þá missir það oft marks. Það er svo hættulegt í svona djúpri kreppu.

Skoðun