Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Nor­rænu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú tvö stór fíkniefnamál sem tengjast komu Norrænu til Seyðisfjarðar í september. Alls varða málin 27 kíló af kókaíni, ketamíni og MDMA. Aldrei hefur meira magn ketamíns verið haldlagt í einu.

Innlent
Fréttamynd

Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísaði einstaklingi á brott sem hafði komið sér fyrir í gámi og fannst þar sofandi miðsvæðis í Reykjavík í dag. Ekki fylgdi sögunni hvers vegna viðkomandi hafi lagst þar til hvílu eða hvert hann hélt eftir að lögregla vísaði viðkomandi á brott. Þá hefur einn verið vistaður í fangaklefa í dag eftir að veitast að starfsmanni verslunar í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Mætti með hníf í sund og var vísað út

Manni var vísað út úr sundhöll fyrr í dag og á daginn kom að hann var með hníf í fórum sínum. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð en látinn laus að skýrslutöku lokinni.

Innlent
Fréttamynd

Sendir Svein Andra í mál við ríkið

Sverrir Einar Eiríksson eigandi B Reykjavík ehf., sem rak skemmtistaðina Bankastræti Club og B5, segist ætla í skaðabótamál við ríkið vegna tjóns og misréttis sem hann segir sig og staðinn hafa orðið fyrir vegna ítrekaðs áreitis lögreglu meðan hann starfaði. Hann segir gjaldþrot B5 beina afleiðingu fordæmalauss eineltis eins lögreglumanns á hendur honum og staðnum og afskiptaleysis yfirmanna lögreglumannsins. 

Innlent
Fréttamynd

Tapsárir ung­lingar lofuðu að lækka

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um hávaðasamt unglingasamkvæmi í gærkvöldi. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að um þrjá vini var að ræða sem sögðust tapsárir vegna taps fótboltalandsliðsins gegn Úkraínu. 

Innlent
Fréttamynd

Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum

Móðir ungs manns sem ók aftan á kyrrstæðan bíl sem lagt var í kanti Reykjanesbrautar að næturlagi segir mikla mildi að ekki hafi farið verr. Bíllinn hafi staðið á sama staðnum í nokkrar vikur, en lögregla segir enga tilkynningu hafa borist og bíllinn því ekki verið fjarlægður. Bíll mannsins og kyrrstæði bíllinn gjöreyðilögðust við áreksturinn.

Innlent
Fréttamynd

Leit að meintum brennuvargi engu skilað

Leit lögreglu á Suðurlandi að meintum brennuvargi á Selfossi hefur engu skilað. Rannsókn lögreglunnar á endurteknum eldsvoða í fjölbýlishúsi á Selfossi í lok september er í fullum gangi og rannsakað sem íkveikjur. Íbúar hafa sagst dauðhræddir um líf sitt og heilsu.

Innlent
Fréttamynd

Á­kærður fyrir stunguárás á Sel­tjarnar­nesi

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að stinga mann við íþróttahús á Seltjarnarnesi og fyrir að ráðast á annan mann á sama stað skömmu áður. Atvikin sem málið varðar munu hafa átt sér stað aðfaranótt sunnudagsins 29. ágúst 2021.

Innlent
Fréttamynd

Far­þegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu

Alls voru tíu fluttir á sjúkrahús eftir rútuslys á Snæfellsnesi í gær. 44 voru um borð í rútunni sem valt en enginn slasaðist alvarlega.  Einn farþega var farinn af vettvangi þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Betur fór en á horfðist en töluverður bratti er niður af veginum þar sem rútan fór útaf. Lögreglan hvetur vegfarendur til að keyra sérstaklega varlega um vegi Snæfellsness, sem séu víða slæmir.

Innlent
Fréttamynd

Skorið á hjól­barða og spreyjað á bif­reiðar

Óskað var eftir aðstoð viðbragðsaðila í gærkvöldi eða nótt vegna einstaklings sem var sagður með blæðandi sár á höfði á bar í miðborg Reykjavíkur. Í ljós kom að um slys var að ræða en viðkomandi fékk aðhlynningu sjúkraliðs.

Innlent
Fréttamynd

Rúða brotin og flug­eld kastað inn

Lítill eldur kviknaði í húsi á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar rúða á hurð þar var brotin og flugeldi kastað inn. Óskað var eftir aðstoð lögreglu en búið var að slökkva eldinn þegar lögregluþjóna bar að garði.

Innlent
Fréttamynd

Á­kærðar fyrir að aug­lýsa vændi en kaup­endurnir ekki

Tvær konur voru nýlega ákærðar af Lögreglunni á Norðurlandi eystra fyrir að auglýsa vændi á heimasíðunni City of Love. Konurnar eru báðar kólumbískar og á fertugs- og fimmtugsaldri. Rökstuddur grunur er um kaup á vændi í kjölfar auglýsingar en enginn kaupandi er ákærður. Samtök kynlífsverkafólks segja tímabært að endurskoða „sænsku leiðina“ á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Gekk ber­serks­gang og beraði sig

Maður í annarlegu ástandi vegna áfengisneyslu var handtekinn í Breiðholti í gærkvöldi eða nótt. Hann mun hafa valdið eignaspjöllum og síðan berað sig fyrir framan nágranna sína.

Innlent
Fréttamynd

Rann­saka mögu­lega stunguárás

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi tilkynnt um líkamsárás í Reykjavík. Talað var um árásina sem hnífstungu.

Innlent