Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ „Rannsóknin er enn á frumstigi. Það er mikil gagnaöflun í gangi og mikið um skýrslutökur. En í þeirri vinnu er að verða skýrari og skýrari mynd. En ég tek aftur fram að við erum á frumstigi,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi um rannsókn á manndrápi. Innlent 13. mars 2025 11:02
Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Maður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær er kominn í leitirnar. Um var að ræða karlmann á þrítugsaldri. Innlent 13. mars 2025 10:38
Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að maður fannst illa haldinn í Gufunesi. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Alls voru átta manns handteknir en fimm þeirra hafa verið látnir lausir. Rannsókn lögreglu beinist að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Innlent 12. mars 2025 21:32
Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi hefur verulegar áhyggjur af því hvað ekið er mikið á búfé í umdæminu með tilheyrandi skemmdum á bílum og dauðum skepnum, aðallega sauðfé. Á árunum 2014 til 2024 var ekið 1550 sinnum á búfé með tilheyrandi tjónum. Innlent 12. mars 2025 21:05
Lögregla lýsir eftir manni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Jakup Chojnowski, 27 ára pólskum ríkisborgara. Innlent 12. mars 2025 13:40
Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Yfirlögregluþjónn segir rannsókn lögreglunnar á manndrápi, fjárkúgun og frelsissviptingu á frumstigi. Átta hafa verið handtekin og þremur sleppt úr haldi. Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn segir ekki liggja fyrir hvort lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim fimm sem eftir sitja í haldi. Málið vekur óhug en Jón Gunnar segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur. Hann hvetur fólk til að fara varlega í öllum sínum samskiptum. Innlent 12. mars 2025 11:36
Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Lögreglan á Suðurlandi framkvæmir nú rannsókn á bíl sem, samkvæmt heimildum, er talinn hafa verið notaður til að ferja mann á sjötugsaldri frá Þorlákshöfn og til Reykjavíkur þar sem gengið var í skrokk á honum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn leitað sönnunargagna í málinu. Innlent 12. mars 2025 10:06
Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Nokkrir þeirra sex sem lögregla hefur handtekið vegna rannsóknar á manndrápi í nótt tengjast svokölluðum tálbeituhópum samkvæmt heimildum fréttastofu. Einhverjir þeirra hafa áður verið dæmdir fyrir ljót ofbeldisbrot. Innlent 11. mars 2025 19:57
Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Lögregla handtók í gær átta manns vegna gruns um að tengjast andláti karlmanns sem fannst látinn í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þremur var sleppt að yfirheyrslum loknum sem stóðu fram á nótt. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag. Innlent 11. mars 2025 17:41
Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talin tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi. Innlent 11. mars 2025 17:01
Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar andlát karlmanns sem lést snemma í morgun í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi. Áverkar á hinum látna benda til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Innlent 11. mars 2025 15:40
Stúlkan er fundin Lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir ellefu ára stúlku úr Reykjanesbæ í hádeginu. Stúlkan fannst nokkruð síðar. Innlent 11. mars 2025 12:12
Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin eru ákærðir ásamt fjórtán öðrum fyrir skjalafals, þjófnað, fíkniefnalagabrot og fleiri brot. Á meðal ákærðu í málinu er móðir bræðranna. Innlent 10. mars 2025 15:54
Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrír hafa látið lífið í umferðarslysum á síðustu fjórum dögum, þar á meðal barn á öðru aldursári. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aðdraganda banaslyss sem varð í Berufirði í dag enn til rannsóknar. Innlent 9. mars 2025 19:01
Hrækti framan í lögregluþjón Lögregla var kölluð til vegna óláta og ofbeldistilburða í miðbæ Reykjavíkur í nótt, en við komu á vettvang tók einn maðurinn sig til og hrækti framan í lögreglumann. Maðurinn var færður í lögreglutök og handtekinn vegna óspekta og ofbeldis, og var vistaður í fangaklefa. Innlent 9. mars 2025 07:51
Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Einn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt umferðarslys við Flúðir. Innlent 8. mars 2025 10:50
Húsbrot og rán í Hlíðunum Tilkynnt var um húsbrot og rán í íbúð í hverfi 105 í Reykjavík í nótt. Gerandinn var handtekinn skömmu síðar og færður til fangaklefa vegna málsins. Innlent 8. mars 2025 08:46
Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Eftirlit Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Skattsins á veitingastöðum höfuðborgarsvæðisins leiddi í ljós að einhverjir veitingastaðir eru með starfsfólk sem eru án réttinda til vinnu hérlendis og sumsstaðar var skattaskilum ábótavant. Á flestum stöðum var vel haldið utan um starfsmannamál, skattskil og brunavarnir. Innlent 7. mars 2025 15:40
Hafði verið veðurtepptur á Sprengisandsleið í þrjá daga Landhelgisgæslan, lögreglan á Suðurlandi og björgunarsveitir voru kallaðar út vegna manns sem var í vanda á Sprengisandsleið milli Þórisjökuls og Hofsjökuls á þriðjudaginn. Hann hafði verið veðurtepptur á staðnum í þrjá daga og sendi því frá sér neyðarboð. Innlent 7. mars 2025 12:57
Árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi til móts við Össur á álagstíma skömmu fyrir klukkan níu í morgun. Innlent 6. mars 2025 09:52
Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Bráðalæknir sem tók á móti konu sem Kristján Markús Sívarsson er sakaður um að hafa beitt margvíslegu ofbeldi segist varla hafa séð annað eins dæmi um áverka í starfi sínu sem læknir. Áverkarnir sem konan var með voru að sögn læknisins óteljandi og mjög umfangsmiklir. Innlent 6. mars 2025 07:02
Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Átta ungmenni voru handtekinn í Seljahverfi í gærkvöldi eða nótt í tveimur aðskildum málum. Innlent 6. mars 2025 06:30
Bílarnir dregnir upp úr sjónum Búið er að draga á land bílana tvo sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í óveðrinu á mánudagsmorgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Tveir menn fóru einnig í sjóinn og liggur annar þeirra þungt haldinn á gjörgæslu. Innlent 5. mars 2025 16:35
Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Þrír voru handteknir fyrir líkamsárás á höfuðborgarsvæðinu í nótt, í þremur aðskildum málum. Innlent 5. mars 2025 06:59
„Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra „Ég er ekki að skilja hvernig ég á að geta misþyrmt manneskju dögum saman, án þess að lögreglan komi. Ég er þekktur og er undir eftirliti,“ sagði Kristján Markús Sívarsson við aðalmeðferð sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Kristján er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa um nokkurra daga skeið beitt konu miklu ofbeldi á heimili hans í nóvember síðastliðnum. Innlent 4. mars 2025 09:01
Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sérsveit Ríkislögreglustjóra viðhafði nokkurn viðbúnað í Kópavogi eftir að útkalla barst um klukkan 13:30. Innlent 3. mars 2025 14:39
Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Lögregla var kölluð til í Breiðholti um hádegisbil í dag vegna konu sem féll niður af svölunum í fjölbýlishúsi. Um var að ræða konu á sextugsaldri sem er látin. Ekki er grunur um refsiverða háttsemi. Innlent 3. mars 2025 12:48
Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. Innlent 3. mars 2025 10:27
Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Björgunarsveitir á Austurlandi og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út eftir boð bárust frá manni sem hafði lent í ógöngum á Hólmatindi um klukkan 20:30 í gærkvöldi. Innlent 3. mars 2025 08:12
Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt þar sem starfsmenn höfðu komið að manni inni á afgirtu svæði í Hafnarfirði. Innlent 3. mars 2025 06:39