Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Mál lögreglu um þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ telst upplýst. Karlmaður á fimmtugsaldri hefur játað sök en fleiri eru með réttarstöðu sakborninga en enginn situr í gæsluvarðhaldi. Hraðbankinn fannst lasakaður en enn voru milljónirnar 22 þar inni. Innlent 27. ágúst 2025 19:00
Hraðbankaþjófur játar sök Karlmaður á fimmtugsaldri, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku, hefur játað sök og hefur hann verið úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu til 24. september að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 27. ágúst 2025 16:06
Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Gæsluvarðhaldið yfir leiðbeinandanum á Múlaborg sem grunaður er um kynferðisbrot í starfi hefur verið framlengt um fjórar vikur, til 24. september, á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 27. ágúst 2025 15:57
Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Maður sem er bæði grunaður um stuld á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku og í Hamraborgarmálinu svokallaða gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað við aðalmeðferð Gufunesmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hann sagði að honum hefði verið boðið með til Þorlákshafnar kvöldið fyrir nóttina örlagaríku þegar atburðir málsins áttu sér stað. Innlent 27. ágúst 2025 15:04
Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Gæsluvarðhald yfir frönsku konunni, sem grunuð er um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana, hefur verið framlengt um fjórar vikur. Að þeim tíma liðnum mun hún hafa mátt dúsa í gæsluvarðhaldi lengur en lög gera almennt ráð fyrir. Innlent 27. ágúst 2025 13:33
Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manni sem grunaður er um kynferðisbrot í starfi sínu sem leiðbeinandi á leikskólanum Múlaborg. Lögregla rannsakar nú ábendingar um brot gegn fleiri börnum á leikskólanum og segir rannsókn miða vel. Innlent 27. ágúst 2025 10:01
„Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sviðsstjóri ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ekki hefði verið ákært fyrir netverslun með áfengi nema lögregla væri fullviss um að salan væri ólögmæt. Engu máli skipti þótt áfengi sé í eigu erlends fyrirtæki ef það er ekki erlendis þegar það er selt. Viðskipti innlent 27. ágúst 2025 06:45
Innbrot og slagsmál í miðborginni Fjórir gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun en alls voru 55 mál bókuð í gærkvöldi og nótt. Verkefni næturinnar voru fjölbreytt. Innlent 27. ágúst 2025 06:04
Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Talskona Stígamóta segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í morgun vera áfangasigur fyrir brotaþola á Íslandi. Hún segir hann áfellisdóm yfir kerfinu og seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum en fagnar viðbrögðum dómsmálaráðherra. Innlent 26. ágúst 2025 23:30
Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Svikahrappar hafa haft að minnsta kosti hálfan milljarð af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum það sem af er ári. Fjöldi fjársvikamála hefur ríflega tvöfaldast á milli ára en óttast er að tilfellin séu mun fleiri en lögreglu er kunnugt um. Innlent 26. ágúst 2025 22:57
Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Karl og kona, sem eru talin hafa brennt íþróttatösku sem innihélt sönnunargögn í Gufunesmálinu svokallaða, báru vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Svo virðist sem grunur sé um að þau hafi tekið við töskunni frá Stefáni Blackburn, einum sakborningi málsins. Innlent 26. ágúst 2025 21:03
Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Maður sem er bæði grunaður um stuld á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku og í Hamraborgarmálinu svokallaða er meðal þeirra sem áætlað er að gefi skýrslu við aðalmeðferð Gufunesmálsins í Héraðsdómi Suðurlands á næstu dögum. Innlent 26. ágúst 2025 19:08
Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Hraðbankinn sem hvarf úr verslunarkjarna í Mosfellsbæ á dögunum fannst við hitaveitutanka á Hólmsheiði síðdegis í gær samkvæmt heimildum fréttastofu. Peningarnir voru enn í honum; alls tuttugu og tvær milljónir króna. Innlent 26. ágúst 2025 19:03
„Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Stöðva þarf áfengissölu á netinu að mati formanns foreldrasamtaka sem fagnar því að ákært hafi verið fyrir netsölu áfengis á Íslandi. Þetta hafi mikla þýðingu sér í lagi nú þegar unglingadrykkja er að aukast. Innlent 26. ágúst 2025 19:00
Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Ungur maður sem heimsótti foreldra Matthíasar Björns Erlingssonar, sakbornings í Gufunesmálinu, í sömu viku og hann var handtekinn, sagðist aðeins hafa gert það til að vera góður vinur. Það hafi verið hans eigin hugmynd að segja foreldrunum að Matthías þyrfti að skipta um lögfræðing. Foreldrarnir segja hann hins vegar hafa vísað til „þeirra“. Innlent 26. ágúst 2025 15:00
Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fundið hraðbanka Íslandsbanka sem stolið var úr verslunarkjarna í Mosfellsbæ á dögunum. Ásamt hraðbankanum hefur lögreglan endurheimt 22 milljónir króna. Innlent 26. ágúst 2025 14:39
„Stórsigur fyrir réttlæti“ Drífa Snædal, talskona Stígamóta segir dóma Mannréttindadómstóls Evrópu vera stórsigur fyrir réttlæti og gagnvart vinnubrögðum lögreglu. Innlent 26. ágúst 2025 12:46
Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Foreldrar Matthíasar Björns Erlingssonar, eins sakbornings Gufunesmálsins svokallaða, gáfu skýrslu við aðalmeðferðmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Móðir hans lýsti honum sem blíðum og góðum dreng sem hefði aldrei sýnt af sér ofbeldishegðun. Innlent 26. ágúst 2025 11:36
Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Íslenska ríkið gerðist brotlegt við mannréttindasáttmála Evrópu, með því að lögregla hafi látið tilkynningu konu um heimilisofbeldi á hendur fyrrverandi kærasta sínum fyrnast. Maðurinn var ekki yfirheyrður fyrr en eftir að málin voru fyrnd. Önnur kona tapaði sambærilegu máli fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í morgun. Innlent 26. ágúst 2025 10:21
Byssan reyndist leikfang Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt eftir að sást til þriggja drengja með byssu. Lögregla fann drengina og byssan reyndist leikfang. Innlent 26. ágúst 2025 06:27
„Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Nítján ára karlmaður sem ákærður er fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán í Gufunesmálinu svokallað gerði afar lítið úr sínum þætti úr málinu. Hann sagði meðákærðu mála mun verri mynd af þætti hans en raunin væri. Hann væri einfaldlega ökumaður sem hefði ekki þorað að gera neitt af ótta við að verða sjálfur beittur ofbeldi. Innlent 25. ágúst 2025 14:43
Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Tvítug kona mætti með grímu, derhúfu og sólgleraugu í Héraðsdóm Suðurlands í morgun og svaraði til saka. Hún er ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni sem leiddi til þess að karlmaður á sjötugsaldri með heilabilun lést af áverkum sínum eftir ofsafengið ofbeldi. Hún segist áður hafa aðstoðað í tálbeituaðgerðum með því að hringja í fullorðna karlmenn og þykjast vera stúlka undir lögaldri. Innlent 25. ágúst 2025 13:57
Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér „Það eina sem gerðist þarna var að þarna hitti maður sem var að fara fremja glæp mann sem var í glæpum,“ sagði Stefán Blackburn í aðalmeðferð Gufunesmálsins svokallaða sem hófst í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Innlent 25. ágúst 2025 11:28
Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór á vettvang eftir að tilkynnt var um einstaklinga sem höfðu tjaldað í skógarrjóðri en viðkomandi voru vinsamlegast beðnir um að færa sig á tjaldsvæði. Innlent 25. ágúst 2025 06:19
Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Tveir karlmenn sem ákærðir eru fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán í mars síðastliðnum játuðu frelssviptingu og rán við upphaf aðalmeðferðar í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Alls eru fimm ákærð og gætu átt yfir sér þunga dóma en lýsingar á ofbeldisverkum í ákæru eru hrottafengnar. Vísir mun fylgjast með því sem fram fer í dómssal. Innlent 24. ágúst 2025 23:46
Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á menningarnótt og nokkuð var um minni pústra. Sjö gistu í fangaklefa og voru um 140 mál skráð í kerfi lögreglu. Sérstakt eftirlit var haft með unglingadrykkju og voru ríflega tuttugu ungmennum undir lögaldri færð í unglingaathvarf. Innlent 24. ágúst 2025 13:12
„Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Menningarnótt gekk „heilt yfir“ friðsamlega fyrir sig en samt sinnti lögregla þónokkrum málum og hafði afskipti af nokkrum mönnum í annarlegu ástandi sem veittust ýmist að vegfarendum eða lögreglu. Þá var maður tilkynntur „til ama“ við félagslegt úrræði sem reyndist vera góðkunningi lögreglu og var með tvo hnífa í fórum sínum. Innlent 24. ágúst 2025 07:39
Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Rúða var brotin í Þjóðleikhúsinu seint í kvöld með þeim afleiðingum að glerbrotum rigndi yfir gólf og gesti. Að sögn sjónarvotts kastaði einhver járnstöng inn um rúðuna með þeim afleiðingum að hún mölbrotnaði. Innlent 23. ágúst 2025 23:51
Grunur um brot gegn fleiri börnum Foreldri annars barns á leikskólanum Múlaborg hefur tilkynnt grun um kynferðisbrot gegn barni sínu til lögreglu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Innlent 23. ágúst 2025 18:54
Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsókn lögreglunnar á þjófnaði hraðbanka í Mosfellsbæ miða vel. Rannsókn sé viðamikil og lögregla á fullu. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins og eru grunaðir um aðild að þjófnaðinum og á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Innlent 23. ágúst 2025 14:41