Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Brynja og Sara semja við Universal: „Okkur dreymir um að vera fyrirmyndir“

„Þetta gaf mér heimsathygli, frábæra lífsreynslu og æðislegt að fá að kynnast íslensku tónlistarfólki,“ segir Brynja Mary sem er nýorðin sautján ára og stundar nám við Wisseloord Academy í heimsfrægu stúdíoi í Amsterdam. Hún tók þátt í Söngvakeppninni á síðasta ári þá aðeins 16 ára gömul og var töluvert fjallað um hennar þátttöku þá.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnurnar mættu á Hatrið

Heimildamyndin A Song Called Hate, Hatrið á íslensku, var forsýnd með pompi og prakt í Háskólabíói í gærkvöld og mættu þónokkuð margir á sýninguna. Myndin segir frá Eurovisiongjörningi Hatara árið 2019 og því sem gerðist á bak við tjöldin í Ísrael og Palestínu.

Lífið
Fréttamynd

Má ég gista? Má ég sofa hjá þér?

Hringja þessar línur einhverjum bjöllum? Á tíunda áratugnum var varla til sá unglingur sem ekki kunni viðlagið í laginu Grandi Vogar II með rokkhljómsveitinni Soma. Lagið kom út árið 1997 og vakti strax mikla athygli. Texti lagsins þótti ögrandi en á sama tíma einhvern veginn krúttlega saklaus.

Tónlist
Fréttamynd

I Care a Lot: Sturluð amerísk siðblinda

Kvikmyndin I Care a Lot hefur nú verið tekin til sýningar í íslenskum kvikmyndahúsum. Hún fjallar um Mörlu Grayson (Rosamund Pike) sem starfar sem umsjónaraðili fyrir fólk sem getur ekki hugsað um sig sjálft.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hámhorfið fyrir Golden Globes er á Stöð 2+

Golden Globes-hátíðin verður haldin með pompi og prakt næsta sunnudagskvöld. Nokkrar þáttaraðir á streymisveitunni Stöð 2+ eru tilnefndar og tilvaldar til hámhorfs fyrir hátíðina. Til dæmis hreppir The Undoing fjórar tilnefningar og Schitt's Creek hlýtur fimm.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Skyndilegt hlé í beinni hjá Sóleyju vegna skjálftans

Tónlistarkonan Sóley kom fram ásamt fullskipaðri sveit á Háskólatónleikum Háskóla Íslands í hádeginu í dag. Þegar tónleikarnir voru um það bil hálfnaðir dundi jarðskjálfti yfir. Um er að ræða enn einn skjálftann á suðvesturhorninu sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu.

Lífið
Fréttamynd

Síðasta styttan af Franco tekin niður

Síðasta styttan af fasíska einræðisherranum Franco sem enn var að finna á spænskri grundu, hefur nú verið tekin niður. Styttuna var að finna á Melilla, litlu spænsku landsvæði á norðvesturströnd Afríku, og var tekin niður eftir ráðamenn þar samþykktu að taka hana niður.

Erlent
Fréttamynd

„Við erum að byrja byltingu“

Tónlistin sem við erum að gera er frekar áköf og okkur langaði að finna nafn sem passaði við þetta allt. Red - rauður er litur eldsins, Riot – uppreisn/bylting, er einmitt það sem við erum að gera með þessari tónlist. We are starting a riot.

Tónlist
Fréttamynd

„Myndin af Kára seldist á núll einni“

„Ég sagði alltaf að þegar ég væri orðinn eldri að þá myndi ég leggja listina fyrir mig, svo er það spurning hvort að þetta „eldri“ sé komið núna?“, segir bakarinn og listamaðurinn Jói Fel í samtali við Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Harry Shear­er hættur að ljá Dr Hibbert rödd sína

Bandaríski leikarinn Harry Shearer er hættur að ljá lækninum Dr. Julius Hibbert rödd sína í þáttunum um Simpsons-fjölskylduna. Shearer hefur talað fyrir Dr. Hibbert í þáttunum í rúma þrjá áratugi, en aðstandendur þáttanna hafa nú tilkynnt að leikarinn Kevin Michael Richardson muni framvegis tala fyrir lækninn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sjáðu næntísstjörnur Íslands flytja lagið What's Up

Sannkölluð næntís nostalgía og partýstemning var í nýjasta þætti Í kvöld er gigg sem var á dagskrá Stöðvar 2 síðasta föstudagskvöld. Gestirnir voru óskabörn tíunda áratugarins, þau Svala Björgvins, Villi Naglbítur og Heiðar úr Botnleðju. 

Lífið
Fréttamynd

Hvur fjárinn er í gangi í WandaVision?

Holskefla sjónvarpsþáttaraða sem byggja á ofurhetjuheimi Marvel er nú að skella á áskrifendur Disney+ streymisveitunnar. Það er WandaVision sem ríður á vaðið, en von er á fjölmörgum seríum í kjölfarið. Marvel-aðdáendur ráða sér vart fyrir kæti, en er eitthvað varið í þetta fyrsta áhlaup Disney+? Inniheldur spilla.

Gagnrýni