NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Curry skoraði 54 stig gegn Knicks

Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, er sjóðheitur þessa dagana. Hann skoraði 38 stig gegn Indiana í fyrrinótt og bætti svo um betur í nótt er hann skoraði 54 stig gegn NY Knicks.

Körfubolti
Fréttamynd

James og Wade með samtals 79 stig

Meistarar Miami Heat lentu heldur betur í kröppum dansi er Sacramento kom í heimsókn í nótt. Tvíframlengja varð frábæran leik og höfðu meistararnir betur að lokum.

Körfubolti
Fréttamynd

Rodman lentur í Norður-Kóreu

Það er ekki daglegt brauð að þekktir einstaklingar ferðist til hins einangraða lands, Norður-Kóreu. Það vekur því eðlilega athygli að skrautfuglinn Dennis Rodman sé farinn þangað.

Körfubolti
Fréttamynd

Parker leyndi meiðslum fyrir Popovich

Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta, hikar ekki við að hvíla stjörnuleikmenn sína þegar þeir glíma við smámeiðsli eða að honum þykir álagið vera of mikið. Tony Parker veit það manna best en vill eins og flestir spila alla leiki. Hann ákvað því að leyna meiðslum fyrir Popovich.

Körfubolti
Fréttamynd

Morris-tvíburarnir nú í sama liði í NBA

Tvíburabræðurnir Marcus og Markieff Morris eru orðnir liðsfélagar á nýjan leik eftir að Houston Rockets sendi Marcus Morris til Phoenix Suns í nótt fyrir valrétt í annarri umferð nýliðavalsins í sumar.

Körfubolti
Fréttamynd

Chuck er fimmtugur í dag

Hinn litríka körfuboltagoðsögn og mikli skemmtikraftur Charles Barkley heldur upp á fimmtugsafmæli sitt í dag en hann er fæddur 20. febrúar 1963 eða aðeins þremur dögum á eftir Michael Jordan sem hélt einmitt upp á fimmtugsafmælið sitt á sunnudaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Eigandi Lakers látinn

Jerry Buss, eigandi körfuboltaliðsins Los Angeles Lakers, lést í dag. Hann var 80 ára gamall. Lakers vann tíu NBA-titla í eigendatíð hans.

Körfubolti
Fréttamynd

Michael Jordan er fimmtugur í dag

Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan er fimmtugur í dag. Þessi ótrúlegi leikmaður er talinn besti körfuboltamaður allra tíma og er án efa sá allra frægasti.

Körfubolti
Fréttamynd

Jordan tekur Kobe fram yfir LeBron

Ein lífseigasta umræðan í NBA-deildinni er um hvort Kobe Bryant eða LeBron James sé betri leikmaður. Sá besti allra tíma, Michael Jordan, hefur nú ákveðið að taka þátt í umræðunni.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Lebron með stórleik í sigri á OKC - Clippers burstaði Lakers

LeBron James hitti "bara" úr 58 prósent skota sinna í nótt og gat því ekki bætt við metið sitt (30 stig og 60 prósent skotnýting í sex leikjum í röð) en það var samt ekki mikið hægt að kvarta yfir frammistöðu hans. Los Angeles Clippers fór afar létt með nágrana sína í Los Angeles Lakers í hinum leik næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Þetta voru síðustu leikirnir fyrir Stjörnuhelgina sem er framundan.

Körfubolti
Fréttamynd

Magic: Jordan myndi alltaf vinna Lebron 1 á 1

Lebron James, leikmaður með Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, verður alltaf borinn saman við goðið sitt Michael Jordan og aldrei meira en þegar James er í stuði eins og í undanförnum sex leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Boston vann Chicago - Carmelo meiddist

Boston Celtics vann baráttusigur á Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þetta var áttundi sigur liðsins í níu leikjum síðan að liðið missti leikstjórnandann Rajon Rondo. Los Angeles Clippers er búið að endurheimta Chris Paul og er um leið búið að hefja nýja sigurgöngu en liðið vann sinn þriðja leik í röð í nótt. Tim Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili voru allir með á ný þegar San Antonio Spurs vann dramatískan sigur.

Körfubolti