Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Victor Wembanyama, leikmaður San Antonio Spurs í NBA-deildinni, átti stund milli stríða í dag og nýtti hana til að tefla við fólk úti á götu í New York. Körfubolti 28. desember 2024 23:32
Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Pat Riley, forseti Miami Heat, segir ekkert hæft í fréttum þess efnis að félagið ætli að skipta Jimmy Butler í burtu. Körfubolti 27. desember 2024 16:16
Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Jimmy Butler er talinn vilja fara frá Miami Heat áður en félagaskiptagluggi NBA deildarinnar lokar þann 6. febrúar. Körfubolti 26. desember 2024 20:17
„Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ LeBron James hefur unnið flesta leiki á jóladag í sögu NBA deildarinnar. Ellefti sigurinn skilaði sér gegn Golden State Warriors þegar Los Angeles Lakers unnu 115-113 í gær en þá fóru einnig leikir fram í NFL deildinni. Körfubolti 26. desember 2024 11:23
76ers sóttu sigur úr Garðinum Boston Celtics tóku á móti Philadelphia 76ers í TD Garden í stórleik jóladags í austurdeildinni. 76ers sluppu með 114-118 sigur eftir stórkostlegan leik, þar sem þeir leiddu framan af en voru hársbreidd frá því að missa leikinn frá sér. Körfubolti 26. desember 2024 01:05
Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Franski körfuboltamaðurinn Victor Wembanyama átti sannkallaðan risaleik fyrir San Antonio Spurs er liðið heimsótti New York Knicks í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Það dugði þó ekki til og liðið þurfti að sætta sig við þriggja stiga tap, 117-114. Körfubolti 25. desember 2024 22:00
Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Halda þurfti aftur af Joel Embiid, sem brjálaðist út í dómara og var rekinn af velli eftir að hafa stjakað við Victori Wembanyama í 111-106 sigri Philadelphia 76ers gegn San Antonio Spurs í nótt. Körfubolti 24. desember 2024 09:49
Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Þýski miðherjinn Moritz Wagner mun ekki leika meira með Orlando Magic í NBA deildinni þetta tímabilið en hann er með slitið krossband. Körfubolti 22. desember 2024 21:32
Versta frumraun í úrvalsdeild? Fyrrum NBA leikmönnum fjölgar ört í íslenskum körfubolta þessa dagana en þessir leikmenn virðast þó ekki allir vera mættir í NBA-formi í íslenska boltann ef eitthvað er að marka tölfræðina. Körfubolti 22. desember 2024 08:02
Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Joe Mazzulla, þjálfari Boston Celtics, þarf að greiða 35.000 dollara í sekt fyrir hegðun sína í garð dómara en hann var rekinn út úr húsi þann 19. desember þegar Celtics töpuðu gegn Chicago Bulls 117-108. Körfubolti 21. desember 2024 23:32
Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Selfoss hefur samið við bandaríska bakvörðinn Tony Wroten og hann mun leika með liðinu seinni hluta tímabilsins í næstefstu deild. Körfubolti 21. desember 2024 07:00
„Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltastjarnan óútreiknanlega, Dennis Rodman, hefur brugðist við ummælum dóttur hans, fótboltakonunnar Trinity, um að hann sé ekki faðir hennar, nema kannski blóðfaðir. Körfubolti 20. desember 2024 15:46
Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka NBA-liðið Charlotte Hornets hefur beðist afsökunar á að hafa gefið ungum stuðningsmanni PlayStation 5 leikjatölu en tekið hana síðan til baka. Körfubolti 19. desember 2024 11:00
Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Scottie Pippen er löngu hættur að spila í NBA deildinni í körfubolta en hann náði samt að hafa áhrif á NBA leik á dögunum. Körfubolti 18. desember 2024 23:02
Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Kevin Durant, leikmaður Phoenix Suns, er ekki hrifinn af nýju fyrirkomulagi Stjörnuleiksins í NBA svo vægt sé til orða kveðið. Körfubolti 18. desember 2024 13:33
Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Bandaríska fótboltakonan Trinity Rodman segir að Dennis Rodman sé ekki pabbi hennar, nema að nafninu til. Fótbolti 18. desember 2024 12:03
Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Hver einasti leikmaður Milwaukee Bucks er rúmum 70 milljónum króna ríkari eftir að liðið vann Oklahoma City Thunder af öryggi í úrslitaleik NBA-deildarbikarsins í nótt, 97-81. Körfubolti 18. desember 2024 07:32
Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Dennis Schröder er nýjasti leikmaður Golden State Warriors í NBA deildinni í körfubolta en kappinn gekk frá samningi við liðið um helgina. Körfubolti 16. desember 2024 23:01
Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Justin James er nýr leikmaður Álftnesinga í Bónus deild karla í körfubolta en um leið hefur félagið látið annan Bandaríkjamenn fara. Körfubolti 16. desember 2024 21:33
Ræddu stóra LeBron James og P. Diddy málið Körfuboltagoðsögnin LeBron James hefur verið fjarverandi í átta daga í NBA deildinni. Hann mætti aftur til leiks í nótt með liðinu. Sport 16. desember 2024 15:46
Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? LeBron James er kominn í leyfi hjá liði Los Angeles Lakers af persónulegum ástæðum. Ummæli James um margfrægar veislur rapparans Diddy hafa verið rifjuð upp í tengslum við fjarveru hans. Körfubolti 14. desember 2024 22:32
Bronny með persónulegt stigamet Sonur LeBrons James, Bronny, skoraði þrjátíu stig þegar South Bay Lakers tapaði fyrir Valley Suns, 106-100, í G-deildinni í körfubolta. Körfubolti 13. desember 2024 12:00
„Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ Farið var yfir stöðu Los Angeles Lakers í NBA deildinni í nýjasta þætti af Lögmáli leiksins sem verður frumsýndur á Stöð 2 Sport 2 klukkan átta í kvöld. Körfubolti 9. desember 2024 17:01
Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Nikola Jokic setti persónulegt stigamet þegar Denver Nuggets tapaði fyrir Washington Wizards, 122-113, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 8. desember 2024 12:33
LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Ekkert gengur hjá Los Angeles Lakers en í nótt tapaði liðið enn einum leiknum í NBA-deildinni í körfubolta, þrátt fyrir að stórstjörnurnar LeBron James og Anthony Davis hafi skorað næstum því áttatíu stig samtals. Körfubolti 7. desember 2024 12:45
Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Nikola Jokic hjá Denver Nuggets komst í nótt upp fyrir Magic Johnson á listanum yfir flestar þrennur í sögu NBA deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 6. desember 2024 16:45
Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Íslendingur að nafni Már Óskar Þorsteinsson lék heldur betur lykilhlutverk í aðdraganda leiks Washington Wizards og Milwaukee Bucks í NBA deildinni í körfubolta á dögunum. Körfubolti 2. desember 2024 15:46
Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Strákarnir í Lögmáli leiksins fóru í skemmtilegan samkvæmisleik í þætti kvöldsins. Þar áttu þeir að giska á treyjunúmer stjarnanna í NBA. Körfubolti 25. nóvember 2024 16:32
Kallaði dómarann tík og rúmlega það Fred VanVleet, leikmaður Houston Rockets, er væntanlega á leiðinni í bann eftir að hafa látið dómara leiksins heyra það í gær þegar hann var sendur í sturtu undir lok leiks. Körfubolti 24. nóvember 2024 23:01
LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn LaMelo Ball, leikmaður Charlotte Hornets, komst í nótt í hinn eftirsótta 50-stiga klúbb og varð um leið þriðji yngsti leikmaður í sögu NBA deildarinnar til að skora 50 stig eða meira í leik, en Ball er fæddur 2001 og er því 23 ára. Körfubolti 24. nóvember 2024 18:02