NBA: Lebron með stórleik í sigri á OKC - Clippers burstaði Lakers LeBron James hitti "bara" úr 58 prósent skota sinna í nótt og gat því ekki bætt við metið sitt (30 stig og 60 prósent skotnýting í sex leikjum í röð) en það var samt ekki mikið hægt að kvarta yfir frammistöðu hans. Los Angeles Clippers fór afar létt með nágrana sína í Los Angeles Lakers í hinum leik næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Þetta voru síðustu leikirnir fyrir Stjörnuhelgina sem er framundan. Körfubolti 15. febrúar 2013 09:00
Magic: Jordan myndi alltaf vinna Lebron 1 á 1 Lebron James, leikmaður með Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, verður alltaf borinn saman við goðið sitt Michael Jordan og aldrei meira en þegar James er í stuði eins og í undanförnum sex leikjum. Körfubolti 14. febrúar 2013 23:30
Turkoglu í 20 leikja bann fyrir steranotkun Tyrkneski NBA-leikmaðurinn Hedo Turkoglu hjá Orlando Magic hefur verið dæmdur í 20 leikja bann fyrir ólöglega steranotkun en tók út fyrsta leikinn í banninu á móti Atlanta Hawks í nótt. Körfubolti 14. febrúar 2013 09:30
NBA: Boston vann Chicago - Carmelo meiddist Boston Celtics vann baráttusigur á Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þetta var áttundi sigur liðsins í níu leikjum síðan að liðið missti leikstjórnandann Rajon Rondo. Los Angeles Clippers er búið að endurheimta Chris Paul og er um leið búið að hefja nýja sigurgöngu en liðið vann sinn þriðja leik í röð í nótt. Tim Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili voru allir með á ný þegar San Antonio Spurs vann dramatískan sigur. Körfubolti 14. febrúar 2013 09:00
Sá besti verður betri og betri LeBron James setti magnað NBA-met í fyrrinótt þegar hann náði því í sjötta leiknum í röð að skora yfir 30 stig jafnframt því að nýta skotin sín 60 prósent eða betur. Miami Heat liðið hefur unnið alla leikina sex. Körfubolti 14. febrúar 2013 07:00
Sonur Larry Bird handtekinn - reyndi að keyra yfir gamla kærustu Sonur körfuboltagoðsagnarinnar Larry Bird er kominn í vandræði því hinn 21 árs gamli Connor Bird var handtekinn síðastliðinn sunnudag eftir að hann reyndi að keyra yfir gamla kærustu í Bloomington í Indianapolis. Körfubolti 13. febrúar 2013 23:30
NBA: Kobe bara með 4 stig en Lakers vann samt - Met hjá Lebron Kobe Bryant átti furðulegan leik í nótt þegar lið hans Los Angeles Lakers vann sinn áttunda sigur í ellefu leikjum í NBA-deildinni í körfubolta. LeBron James var hinsvegar áfram sjóðandi heitur og setti nýtt NBA-met, Oklahoma City Thunder steinlá í Utah og Rudy Gay skoraði aðra sigurkörfu sína á stuttum tíma fyrir sitt nýja lið Toronto Raptors. Körfubolti 13. febrúar 2013 09:00
Tveggja troðslu sókn hjá Clippers Það er alltaf von á tilþrifun á leikjum Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta og það sannaðist heldur betur síðastliðna nótt í sigri Clippers á Philadelphia 76ers. Blake Griffin og DeAndre Jordan tróðu þá báðir með tilþrifum í sömu sókninni. Körfubolti 12. febrúar 2013 23:30
NBA: Charlotte stöðvaði sigurgöngu Boston Charlotte Bobcats endaði sjö leikja sigurgöngu Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, San Antonio Spurs vann Chicago Bulls án þriggja stærstu stjörnuleikmanna liðsins, Washington Wizards vann sinn fjórða leik í röð, Los Angeles Clippers vann Philadelphia og Indiana Pacers tapaði í framlengingu í öðrum heimaleiknum í röð. Körfubolti 12. febrúar 2013 09:00
LeBron með 71 prósent skotnýtingu í síðustu fimm leikjum LeBron James hefur verið algjörlega óstöðvandi í síðustu leikjum með Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta eins og áhorfendur Stöðvar 2 Sport fengu að sjá í gær þegar James fór fyrir sigri Miami á móti Kobe Bryant og félögum í Los Angeles Lakers. Körfubolti 11. febrúar 2013 17:45
NBA: Boston vann í þríframlengdum leik, Miami vann Lakers Boston Celtics hélt sigurgöngu sinni áfram án Rajon Rondo í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami Heat vann Los Angeles Lakers og tvö bestu lið deildarinnar, San Antonio Spurs og Oklahoma City Thunder unnu bæði sína leiki. Körfubolti 11. febrúar 2013 09:00
Chris Paul hyggst framlengja við Clippers Talið er að leikstjórnandinn Chris Paul muni semja við NBA-lið Los Angeles Clippers næsta sumar þegar hann verður samningslaus. Paul leikur með Clippers sem leikið hefur mjög vel í vetur. Körfubolti 10. febrúar 2013 22:15
Níundi sigur Nuggets í röð | Dallas skellti Golden State Fimm leikir voru í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Denver Nuggets vann níunda sigur sinn í röð þegar liðið lagði Cleveland Cavaliers að velli 111-103 í Cleveland. Körfubolti 10. febrúar 2013 11:30
Auðvelt hjá Miami | Frábær endurkoma hjá Lakers NBA-meistarar Miami Heat unnu frekar auðveldan sigur á LA Clippers í stórleik næturinnar í NBA-deildinni. Svo auðveldur var sigurinn að LeBron James og Dwyane Wade gátu hvílt sig nánast allan fjórða leikhlutann. Körfubolti 9. febrúar 2013 11:04
Langar þig að lykta eins og Chris Paul? Atvinnuíþróttamenn svitna gríðarlega í vinnunni og lyktin af þeim eftir leiki er ekki beint til útflutnings. Menn verða því að beita öllum ráðum til þess að lykta almennilega þess á milli. Körfubolti 8. febrúar 2013 23:30
Garnett vill klára ferilinn hjá Boston Það hefur verið talsvert talað um að Boston ætli sér að skipta út þeim Kevin Garnett og Paul Pierce. Danny Ainge, yfirmaður íþróttamála hjá Boston, þvertekur fyrir það. Körfubolti 8. febrúar 2013 19:30
Þessir taka þátt í troðslukeppninni NBA-deildin hefur gefið út hvaða leikmenn muni taka þátt í troðslukeppni deildarinnar í Stjörnuleiknum sem fer fram um næstu helgi. Körfubolti 8. febrúar 2013 18:15
Boston fór illa með Lakers Boston Celtics er að pluma sig vel án Rajon Rondo og liðið vann í nótt sinn sjötta leik í röð er meiðslum hrjáð lið LA Lakers kom í heimsókn í Garðinn. Körfubolti 8. febrúar 2013 08:56
Gasol frá í sex vikur Tímabilið hefur verið eintómt basl hjá LA Lakers. Um leið og það fer að birta til þá hefur liðið orðið fyrir áfalli. Þeirri óheppni er ekki lokið því Pau Gasol verður frá næstu sex vikurnar. Körfubolti 7. febrúar 2013 10:15
Ellefu sigrar í röð hjá Spurs San Antonio Spurs hóf í nótt útileikjaferðalag sitt en liðið mun spila níu útileiki í röð á næstunni. Ferðalagið byrjaði með góðum sigri á Minnesota og það án Tim Duncan og Manu Ginoboli. Þetta var ellefti sigurleikur liðsins í röð. Körfubolti 7. febrúar 2013 09:03
Kobe heitur | Þriggja stiga met hjá Houston LA Lakers er að rétta smám saman úr kútnum í NBA-deildinni og liðið vann fínan sigur í Brooklyn í nótt með Kobe Bryant fremstan í flokki. Körfubolti 6. febrúar 2013 09:02
Lakers ætlar ekki að losa sig við Howard Það gustar um körfuboltaliðið LA Lakers þessa dagana enda hefur gengi liðsins í vetur valdið gríðarlegum vonbrigðum. Liðið ætlaði sér stóra hluti með nýjum mönnum. Körfubolti 5. febrúar 2013 13:45
LeBron í stuði í nótt | Fimm í röð hjá Knicks Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. LeBron James fór á kostum í sigri Miami Heat á Charlotte og skoraði 31 stig ásamt því að taka átta fráköst og gefa átta stoðsendingar. Körfubolti 5. febrúar 2013 08:45
Heimsfriður kýldi mig Brandon Knight, bakvörður Detroit Pistons, segir að sjálfur Heimsfriðurinn, Metta World Peace, leikmaður LA Lakers, hafi kýlt sig í leik liðanna í gær. Körfubolti 4. febrúar 2013 16:45
Lakers slapp með skrekkinn í Detroit Aðeins þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í gær enda snérist gærdagurinn í bandarísku íþróttalífi um Super Bowl-leikinn. Bæði Los Angeles-liðin voru þó á ferðinni sem og meistarar Miami Heat. Körfubolti 4. febrúar 2013 08:59
NBA í nótt: Irving fór á kostum Kyrie Irving var í aðalhlutverki þegar að Cleveland vann afar óvæntan sigur á Oklahoma City í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 3. febrúar 2013 09:13
Sonur Nick Van Exel dæmdur í 60 ára fangelsi Nickey Van Exel, 22 ára gamall sonur fyrrum NBA-leikmannsins Nick Van Exel, var dæmdur í 60 ára fangelsi fyrir morð á dögunum. Körfubolti 2. febrúar 2013 23:30
NBA í nótt: Góð frumraun hjá Gay í Toronto Rudy Gay skoraði 20 stig í sínum fyrsta leik með Toronto Raptors í NBA-deildinni í körfubolta. Alls fóru tólf leikir fram í deildinni í nótt. Körfubolti 2. febrúar 2013 11:00
NBA í nótt: Góður sigur Golden State Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar unnu Golden State og Oklahoma City góða sigra. Körfubolti 1. febrúar 2013 09:00
NBA í nótt: Phoenix stöðvaði Lakers Steve Nash spilaði sinn fyrsta leik í Phoenix síðan hann fór frá liðinu til LA Lakers fyrir núverandi tímabil. Það reyndist sneypuför en Lakers tapaði, 92-86. Körfubolti 31. janúar 2013 09:02