Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Fram fær liðstyrk í handboltanum

    Ægir Hrafn Jónsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Fram. Ægir Hrafn sem lék með Gróttu á síðasta tímabili var valinn besti varnarmaður 1. deildar síðasta vetur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sebastian Alexanderson í Fram

    Markvörðurinn Sebastian Alexanderson hefur samið við handknattleiksdeild Fram um að leika með karlaliði félagsins á komandi leiktíð. Sebastian, sem verður 42 ára í haust, hefur undanfarin ár þjálfað og leikið með Selfossi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Oddur fer ekki til Wetzlar

    Ekkert verður af því að landsliðsmaðurinn Oddur Gretarsson gangi í raðir þýska úrvalsdeildarfélagsins Wetzlar sem Kári Kristján Kristjánsson leikur með.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ragnar samdi við FH - Ásbjörn og Ólafur framlengdu

    Íslandsmeistarar FH í handbolta karla gengu frá samningum við fimm leikmenn í gær, fjórir leikmenn framlengdu samning sinn við félagið og þá gerði Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson, markahæsti leikmaður N1 deildar karla á síðustu leiktíð, eins árs samning við FH.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Tveir efnilegir til HK í handboltanum

    HK fékk til sín tvo efnilega handboltamenn um helgina þegar Stjörnumaðurinn Tandri Már Konráðsson og ÍR-ingurinn Arnór Freyr Stefánsson ákváðu að semja við HK. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ingimundur líklega á leið til Akureyrar

    Samkvæmt heimildum Vísis eru talsverðar líkur á því að landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson gangi í raðir Akureyrar fyrir næsta tímabil. Hann hefur síðustu ár leikið með danska liðinu AaB.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Magnús Stefánsson til ÍBV

    Magnús Stefánsson, sem leikið hefur með Fram undanfarin ár, hefur ákveðið að söðla um og ganga til liðs við 1. deildarlið ÍBV.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron segist ekki tekinn við Haukaliðinu

    Handboltaþjálfarinn Aron Kristjánsson segist ekki vera tekinn aftur við Haukum eins og fullyrt er á fréttamiðlinum sport.is í dag. Haukar eru að leita sér að nýjum þjálfara eftir að hafa misst af úrslitakeppni N1 deildar karla í vetur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Framarar harma ummæli Reynis

    Stjórn handknattleiksdeildar Fram hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ummæli fráfarandi þjálfara, Reynis Þórs Reynissonar, eru hörmuð. Þeim var þó ekki svarað með beinum hætti.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ætla ekki að munnhöggvast við Reyni

    Reynir Þór Reynisson, sem hætti sem þjálfari Fram í gær, segir að taka þurfi til í leikmannamálum félagsins og bar leikmennina þungum sökunum í viðtali við Fréttablaðið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Leikmenn með slæmt hugarfar

    Reynir Þór Reynisson, sem þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fram í vetur, er hættur hjá félaginu eftir að hafa komist að samkomulagi þess efnis við stjórn handknattleiksdeildar Fram. "Það má segja að leið mín og leikmanna hafi ekki legið saman,“ segir Reynir í samtali við Fréttablaðið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Reynir Þór hættur hjá Fram

    Handknattleiksdeild Fram hefur komist að samkomulagi við Reyni Þór Reynisson, þjálfara meistaraflokks karla, að hann láti af störfum hjá félaginu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ásbjörn skoraði flest mörk í úrslitaeinvíginu

    FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson var markahæsti leikmaðurinn í úrslitaeinvígi FH og Akureyrar í N1 deild karla í handbolta sem lauk með sigri FH í gær. Ásbjörn skoraði einu marki meira en Ólafur Guðmundsson og Akureyringurinn Oddur Grétarsson.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Myndasyrpa af fögnuði FH-inga

    FH varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í handbolta karla í fyrsta sinn í nítján ár eftir 3-1 sigur á Akureyri í úrslitarimmu liðanna í úrslitakeppni N1-deild karla.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Eyðimerkurgöngu FH-inga lokið

    Einbeittir, grimmir og sterkir FH-ingar lögðu Akureyri, 28-24, í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. FH vann rimmuna 3-1 og er vel að titlinum komið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Atli: Ég er stoltur af strákunum

    „Þetta er mjög sárt. Sérstaklega þar sem við vorum alltaf inni í leiknum og mér fannst við síst vera lakara liðið,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, og vonbrigðin leyndu sér ekki á andliti hans.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ólafur: Þetta var fullkomið

    Stórskyttan unga í liði FH, Ólafur Guðmundsson, fór mikinn í liði FH í gær og ljóst var að hann vildi klára dæmið á heimavelli. Ólafur var að leika sinn síðasta leik fyrir FH í bili en hann spilaði sem lánsmaður frá danska liðinu AGK, sem keypti hann síðasta sumar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Einar Andri: Við erum besta lið á Íslandi

    "Það er vonlaust að lýsa því. Það er frábært að ná að vinna þetta eftir nítján ár,“ sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfara FH, eftir að hans lið vann Akureyri 3-1 í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Bið FH-inga á enda

    FH-ingar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í handbolta í fyrsta skipti í 19 ár þegar þeir unnu sigur á Akureyri, 28-24, í hreint út sagt frábærum handboltaleik fyrir framan 3.000 áhorfendur í Kaplakrika. FH vann úrslitarimmu liðanna 3-1.

    Handbolti