Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍR 25-28 Stefán Árni Pálsson í Mosfellsbæ skrifar 24. september 2012 15:25 ÍR-ingar komu sáu og sigruðu í Mosfellsbænum í kvöld þegar þeir unnu Aftureldingu, 28-25, í N1-deild karla en gestirnir léku sinn fyrsta leik í efstu deild í nokkur ár. Heimamenn byrjuðu leikinn mun betur og voru virkilega ákveðnir í sínum sóknaaðgerðum. Fljótlega var staðan orðin 8-4 fyrir Aftureldingu og útlitið gott fyrir þá rauðu. ÍR-ingar mættu hreinlega ekki til leiks til að byrja með og virkuðu stressaðir. Þegar leið á fyrri hálfleikinn komust ÍR-ingar meira í takt við leikinn og fóru að spila góðan sóknarleik með Björgvin Hólmgeirsson í farabroddi. Hann lék sérstaklega vel og skoraði mörk úr öllum regnbogans litum. Allt í einu var staðan orðin 10-8 fyrir ÍR og sex mörk frá gestunum í röð staðreynd. Leikurinn var nokkuð jafn næstu mínútur og var því staðan 13-13 í hálfleik. Heimamenn voru einnig sterkari í upphafi síðari hálfleiksins og náðu fljótlega tveggja marka forystu en aldrei voru ÍR-ingar langt undan. Þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir að ná fastari tökum á leiknum og voru á köflum að sýna frábæran sóknarleik. Vörnin small saman og markvarslan í leiðinni. Gestirnir enduðu með að vinna öflugan þriggja marka sigur 28-25 og koma sterkir til leiks í deildinni. Aftureldingarmenn þurfa alls ekki að skammast sín fyrir frammistöðu sína í leiknum og börðust allan leikinn alveg til loka. Þetta verður líklega sögulega jöfn úrvalsdeild í vetur. Björgvin Hólmgeirsson: Sóknin small alveg saman í kvöldmynd/vilhelm„Þetta gekk bara nokkuð vel í kvöld," sagði Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var mjög kaflaskiptur leikurinn í kvöld en við byrjuðum skelfilega. Það var líklega um smá stress að ræða hjá okkur í byrjun leiks og leikurinn var hálfgerður barningur allan tíman". „Við höfum spilað fullt af æfingaleikjum í sumar og erum núna loksins að ná vel saman. Sóknarleikurinn small algjörlega saman í kvöld," sagði Björgvin Hólmgeirsson, sem skoraði tólf mörk í leiknum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Örn Ingi: Ég á eftir að vinna gamla í veturmynd/vilhelm„Að tapa þessum leik eru mikil vonbrigði en spilamennskan var samt sem áður þokkaleg," sagði Örn Ingi Bjarkason eftir leikinn í kvöld. „Við vorum virkilega kærulausir í lokin og fengum fína möguleika á því að minnka muninn en menn klikkuðu á ögurstundu". „Það er auðvitað virkilega fúlt að tapa fyrir pappa sínum og maður hafði einmitt dreymt um að vinna hann hér í þessu húsi, en það koma aðrir leikir eftir þennan og við eigum eftir að mæta honum á ný í vetur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að klikka hér. Bjarki: Við höfum verið að bæta okkur gríðarlega síðustu tvær vikurmynd/vilhelm„Það er að sjálfsögðu virkilega sterkt að vinna Aftureldingu sem hefur verið á miklu flugi að undanförnu," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Við verðum samt að halda okkur niðri á jörðinni en ÍR er bara nýtt lið í efstu deild. Liðið er enn að reyna koma sér saman og menn að kynnast hvor öðrum". „Ég hef fundið það síðustu tvær vikur að liðið er að smella alltaf betur og betur saman og það er gríðarlega jákvætt". „Ég lagði þennan leik bara upp eins og hvern annan leik þrátt fyrir að vera mæta liði þar sem synir mínir eru leikmenn, þetta var samt sem áður nokkuð skrítinn tilfinning," sagði Bjarki að lokum.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
ÍR-ingar komu sáu og sigruðu í Mosfellsbænum í kvöld þegar þeir unnu Aftureldingu, 28-25, í N1-deild karla en gestirnir léku sinn fyrsta leik í efstu deild í nokkur ár. Heimamenn byrjuðu leikinn mun betur og voru virkilega ákveðnir í sínum sóknaaðgerðum. Fljótlega var staðan orðin 8-4 fyrir Aftureldingu og útlitið gott fyrir þá rauðu. ÍR-ingar mættu hreinlega ekki til leiks til að byrja með og virkuðu stressaðir. Þegar leið á fyrri hálfleikinn komust ÍR-ingar meira í takt við leikinn og fóru að spila góðan sóknarleik með Björgvin Hólmgeirsson í farabroddi. Hann lék sérstaklega vel og skoraði mörk úr öllum regnbogans litum. Allt í einu var staðan orðin 10-8 fyrir ÍR og sex mörk frá gestunum í röð staðreynd. Leikurinn var nokkuð jafn næstu mínútur og var því staðan 13-13 í hálfleik. Heimamenn voru einnig sterkari í upphafi síðari hálfleiksins og náðu fljótlega tveggja marka forystu en aldrei voru ÍR-ingar langt undan. Þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir að ná fastari tökum á leiknum og voru á köflum að sýna frábæran sóknarleik. Vörnin small saman og markvarslan í leiðinni. Gestirnir enduðu með að vinna öflugan þriggja marka sigur 28-25 og koma sterkir til leiks í deildinni. Aftureldingarmenn þurfa alls ekki að skammast sín fyrir frammistöðu sína í leiknum og börðust allan leikinn alveg til loka. Þetta verður líklega sögulega jöfn úrvalsdeild í vetur. Björgvin Hólmgeirsson: Sóknin small alveg saman í kvöldmynd/vilhelm„Þetta gekk bara nokkuð vel í kvöld," sagði Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var mjög kaflaskiptur leikurinn í kvöld en við byrjuðum skelfilega. Það var líklega um smá stress að ræða hjá okkur í byrjun leiks og leikurinn var hálfgerður barningur allan tíman". „Við höfum spilað fullt af æfingaleikjum í sumar og erum núna loksins að ná vel saman. Sóknarleikurinn small algjörlega saman í kvöld," sagði Björgvin Hólmgeirsson, sem skoraði tólf mörk í leiknum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Örn Ingi: Ég á eftir að vinna gamla í veturmynd/vilhelm„Að tapa þessum leik eru mikil vonbrigði en spilamennskan var samt sem áður þokkaleg," sagði Örn Ingi Bjarkason eftir leikinn í kvöld. „Við vorum virkilega kærulausir í lokin og fengum fína möguleika á því að minnka muninn en menn klikkuðu á ögurstundu". „Það er auðvitað virkilega fúlt að tapa fyrir pappa sínum og maður hafði einmitt dreymt um að vinna hann hér í þessu húsi, en það koma aðrir leikir eftir þennan og við eigum eftir að mæta honum á ný í vetur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að klikka hér. Bjarki: Við höfum verið að bæta okkur gríðarlega síðustu tvær vikurmynd/vilhelm„Það er að sjálfsögðu virkilega sterkt að vinna Aftureldingu sem hefur verið á miklu flugi að undanförnu," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Við verðum samt að halda okkur niðri á jörðinni en ÍR er bara nýtt lið í efstu deild. Liðið er enn að reyna koma sér saman og menn að kynnast hvor öðrum". „Ég hef fundið það síðustu tvær vikur að liðið er að smella alltaf betur og betur saman og það er gríðarlega jákvætt". „Ég lagði þennan leik bara upp eins og hvern annan leik þrátt fyrir að vera mæta liði þar sem synir mínir eru leikmenn, þetta var samt sem áður nokkuð skrítinn tilfinning," sagði Bjarki að lokum.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira