Reynir: Kortlögðum Akureyringa mjög vel Reynir Þór Reynisson var stoltur af strákunum sínum eftir góðan sigur á Akureyri í dag. Góður undirbúningur skipti sköpum að hans sögn en Fram vann leikinn 30-34. Handbolti 12. desember 2010 18:48
Atli: Spilamennskan var léleg Atli Hilmarsson var eðlilega ekki ánægður með leik sinna manna í Akureyri í dag. Það tapaði fyrsta leik sínum í vetur, fyrir Fram, 30-34. Handbolti 12. desember 2010 18:43
Kristinn: Eins og hrunin spilaborg „Valsmenn ætluðu sér bara sigurinn í dag en við vorum ekki ákveðnir í hvað við ætluðum að gera,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK, eftir að liðið tapaði fyrir Val í dag með tíu marka mun. Handbolti 12. desember 2010 18:42
Haraldur: Stefnum á titilinn Haraldur Þorvarðarson, línumaður og fyrirliði Fram, átti góðan leik þegar liðið vann Akureyri 30-34 í N1-deild karla í dag. Hann segir að liðið stefni á titil og ekkert annað. Handbolti 12. desember 2010 18:34
FH-ingar unnu örugglega á Selfossi FH-ingar unnu öruggan sex marka sigur á Selfossi, 38-32 í N1 deild karla í handbolta í dag og eru því með jafnmörg stig og Hk og Haukar í 3. til 5. sæti deildarinnar. FH voru með fjögurra marka forskot í hálfleik, 20-16. Handbolti 12. desember 2010 17:51
Umfjöllun: Framarar fyrstir til að leggja Akureyringa Fram varð fyrsta liðið til að vinna Akureyri í N1-deild karla þegar liðið vann góðan fjögurra marka sigur í dag, 30-34. Handbolti 12. desember 2010 17:45
Valsmenn burstuðu HK-inga í Digranesinu Valsmenn unnu tíu marka stórsigur á HK, 32-22, í N1 deild karla í handbotla í Digranesi í dag. Valsmenn hafa þar með unnið alla þrjá leiki sína síðan að Óskar Bjarni Óskarsson og Heimir Ríkarðsson tóku við liðinu af Júlíusi Jónassyni. Handbolti 12. desember 2010 17:22
Afturelding auðveld bráð Hauka Haukar unnu sigur á Aftureldingu 28-24 í fyrsta leik 10. umferðar N1-deildar karla í kvöld. Heimamenn voru með leikinn í sínum höndum allan tímann og voru með forystu frá upphafi til enda. Handbolti 10. desember 2010 21:17
Ísland tapaði fyrir Svíþjóð og mætir Noregi á morgun Svíþjóð vann Ísland 31-26 í Heimsbikarnum í handbolta í kvöld. Sænska liðið var 19-14 yfir í hálfleik. Það er því ljóst að Ísland mun leika gegn Noregi um þriðja sætið á mótinu á morgun en heimamenn í Svíþjóð leika gegn Dönum í úrslitum. Handbolti 7. desember 2010 20:59
FH naumlega í undanúrslitin með sigri á ÍR FH-ingar eru komnir í undanúrslit Eimskips-bikars karla í handbolta en þeir lentu í kröppum dansi gegn ÍR í íþróttahúsinu Austurbergi í kvöld. FH vann á endanum sigur 24-23. Handbolti 6. desember 2010 21:05
Akureyri í undanúrslit - myndir Topplið N1-deildar karla, Akureyri, komst auðveldlega í undanúrslit Eimskipsbikarsins er Norðamenn völtuðu yfir Víkinga í Víkinni. Handbolti 6. desember 2010 07:00
Valdimar skaut Valsmönnum í undanúrslit Valur komst í kvöld í undanúrslit Eimskipsbikars karla er liðið lagði Selfoss, 25-29, á Selfossi. Heimamenn voru yfir í hálfleik, 14-12. Handbolti 5. desember 2010 20:54
Oddur: Mjög spennandi verkefni sem tekur nú við „Það er frábært að vera komnir svona langt," sagði Akureyringurinn Oddur Gretarsson eftir að liðið vann Víking örugglega og tryggði sér sæti í undanúrslitum bikarsins. Handbolti 5. desember 2010 18:37
Róbert eftir tapið gegn Akureyri: Þetta var bara gaman fyrir okkur Róbert Sighvatsson, þjálfari Víkinga, segist taka jákvæðu punktana úr leiknum gegn Akureyri í dag. Norðanmenn unnu stórsigur. Handbolti 5. desember 2010 18:35
Akureyri komið í undanúrslit Akureyri, topplið N1-deildarinnar, átti ekki í vandræðum með að leggja Víking, sem er við botninn í 1. deildinni, í Fossvoginum í dag. Lokatölur urðu 18-34 og eru norðanmenn því komnir áfram í bikarnum. Handbolti 5. desember 2010 17:19
Reynir: Hrikalega flottur karakter Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, var að vonum kátur eftir að hans menn höfðu tryggt sér sæti í undanúrslitum Eimskipsbikarsins með sigri á bikarmeisturum Hauka. Handbolti 4. desember 2010 17:27
Fram sló út bikarmeistarana Fram er komið í undanúrslit í Eimskipsbikar karla eftir sigur á bikarmeisturum Hauka, 32-31, í Safamýrinni í dag. Þetta var fyrsti leikurinn í átta liða úrslitum keppninnar. Handbolti 4. desember 2010 17:16
Sveinbjörn: Óbilandi trú og sigurvilji Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar, var ánægður með sigurinn á Aftureldingu í N1-deild karla í gær. Handbolti 3. desember 2010 12:45
Hafþór: Fleiri sigurleikir framundan Hafþór Einarsson, markvörður Aftureldingar, segir að það séu fleiri sigurleikir framundan hjá Mosfellingum þó svo að liðið hafi aðeins unnið einn leik af níu til þessa í N1-deild karla. Handbolti 3. desember 2010 12:00
Nýju þjálfararnir komu Valsliðinu af botninum - myndir Valsmenn unnu 26-25 sigur á Selfossi í botnslag í N1 deild karla í gær og komust með því úr botnsæti deildarinnar þar sem þeir hafa verið nær allt tímabilið til þessa. Handbolti 3. desember 2010 08:45
Níu sigrar í röð hjá Akureyri - myndir Topplið Akureyrar hélt sigurgöngu sinni áfram í N1 deild karla í gærkvöldi með 25-24 sigri á Aftureldingu í Mosfellsbænum. Akureyri hefur nú fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar en norðanmenn eru búnir að vinn fyrstu níu leiki sína í N1 deildinni. Handbolti 3. desember 2010 08:30
Hlynur: Mikilvægur sigur fyrir okkur í botnbaráttunni „Ég er ánægður en alveg gjörsamlega búinn á því,“ sagði Hlynur Morthens, markvörður Vals, eftir sigurinn á Selfyssingum í kvöld. Valur vann mikilvægan sigur á Selfyssingum 26-25 í sannkölluðum botnslag. Hlynur átti frábæran leik og varði 21 skot en mörg þeirra voru algjör dauðafæri. Handbolti 2. desember 2010 22:34
Sebastian: Hlynur var okkur of erfiður Sebastian Alexandersson, þjálfari Selfyssinga, hafði blendnar tilfinningar í lokin eftir að hafa tapað gegn Valsmönnum í kvöld en Selfyssingar léku sennilega sinn besta leik á tímabilinu. Valur bar sigur úr býtum gegn Selfoss, 26-25, í 9.umferð N1-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram að Hlíðarenda. Handbolti 2. desember 2010 22:29
Óskar Bjarni: Höfðum alltaf góð tök á leiknum Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfari Valsmanna, var sáttur með stigin í kvöld og ánægður með leik sinna manna. Valur landaði mikilvægum sigri í botnbaráttunni í kvöld en þeir báru sigur úr býtum gegn Selfyssingum 26-25 í 9.umferð N1-deildar karla en leikurinn fór fram að Hlíðarenda. Handbolti 2. desember 2010 22:12
Umfjöllun: Valur vann botnslaginn gegn Selfossi Valur bar sigur úr býtum gegn Selfoss 26-25 í botnslagnum á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn var æsispennandi í lokin en reynsla Valsmanna skilaði þeim sigrinum að lokum. Valsliðið heldur áfram að bæta leik sinn og náði í gríðarlega mikilvæg stig. Hlynur Morthens fór hamförum í marki heimamanna og varði 21 skot,en Selfyssingar voru í stökustu vandræðum með að koma boltanum framhjá honum. Handbolti 2. desember 2010 21:03
Guðlaugur: Tæpt en góður sigur Guðlaugur Arnarsson, leikmaður Akureyrar, segir að liðið hafi oft spilað betur en gegn Aftureldingu í kvöld. Akureyri vann nauman sigur, 25-24. Handbolti 2. desember 2010 20:58
Gunnar: Vantar smá lukku í Mosfellsbæinn Gunnar Andrésson, þjálfari Aftureldingar, segir það skelfilegt að hafa tapað enn einum heimaleiknum í N1-deild karla. Handbolti 2. desember 2010 20:44
Umfjöllun: Akureyri vann nauman sigur í Mosfellsbænum Akureyri er enn ósigrað á toppi N1-deildar karla eftir sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í æsispennandi leik í kvöld, 25-24. Handbolti 2. desember 2010 20:01
Framarar með sex sigra í röð eftir stórsigur á HK - myndir Framarar eru á mikill siglingu í N1 deild karla þessa daganna en liðið vann sinn sjötta leik í röð í gærkvöldi þegar liðið skellti HK-ingum með tíu marka mun í Safamýrinni, 36-26. Handbolti 2. desember 2010 08:30
Halldór Jóhann: Nýt þess að spila handbolta Halldór Jóhann Sigfússon átti frábæran leik þegar að Fram vann tíu marka stórsigur á HK í N1-deild karla í kvöld. Handbolti 1. desember 2010 22:34
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti