Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Búið að fresta kvennaleik Aftureldingar og ÍBV

    Mótanefnd Handknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að fresta leik Aftureldingar og ÍBV í Olís deild kvenna í handbolta vegna ófærðar frá Vestmannaeyjum. Það er enn óvissa um hvort að leikur ÍBV og FH í Olís deild karla fari fram í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ásta Birna sá um að afgreiða HK

    Einn leikur fór fram í Olís-deild kvenna í kvöld. Þá tók HK á móti Fram í Digranesi. Heimastúlkur í HK höfðu lítið í Fram að gera í kvöld. Munurinn sjö mörk í hálfleik og Fram gaf það forskot aldrei eftir.

    Handbolti
    Fréttamynd

    FH-stelpur stóðu í meisturunum

    Fram hóf titilvörnina í kvennahandboltanum á því að sækja tvö stig í Kaplakrika í kvöld en Framkonur unnu þá 21-18 marka sigur á FH. Þetta var fyrsti leikurinn í Ólís-deild kvenna í vetur en fyrsta umferðin klárast síðan á morgun.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Framkonur í vandræðum með Fylki

    Íslandsmeistarar Fram lentu í vandræðum í gær á móti ungu og efnilegu Fylkisliði í Subway-æfingamóti kvenna í handbolta sem haldið er í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. Fram vann að lokum með einu marki en heimastúlkur í Gróttu unnu HK í hinum leik kvöldsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á risasigri

    Ragnheiður Júlíusdóttir, sextán stelpa úr Fram, skoraði ellefu mörk þegar Íslandsmeistararnir hófu tímabilið á 31 marks sigri á Víkingi í Reykjavíkurmóti kvenna í handbolta í gær.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hafnarfjarðarstelpurnar á sigurbraut

    Hafnarfjarðarliðin unnu bæði sína leiki á fyrsta kvöldi UMSK-móts kvenna í handbolta sem fer fram í Digranesi um helgina. Konurnar byrjuðu í kvöld en karlarnir hefja síðan leik á morgun. Handboltinn er að byrja aftur eftir sumarfrí og er þetta eitt af undirbúningsmótunum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Guðrún Ósk samdi við FH

    Handknattleiksmarkvörðurinn Guðrún Ósk Maríasdóttir snýr aftur á handboltavöllinn í vetur en hún er búin að semja við FH.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stórvinkonur í Stjörnunni

    Línumaðurinn Elísabet Gunnarsdóttir mun í dag skrifa undir samning við uppeldisfélag sitt, Stjörnuna í Garðabæ. Þetta hefur Fréttablaðið eftir áreiðanlegum heimildum. Elísabet varð Íslandsmeistari með Fram í vetur en heldur nú á heimaslóðir.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Missti vitið og brotnaði niður

    Einn besti markvörður landsins, Sunneva Einarsdóttir, hefur rift samningi sínum við Stjörnuna sem er að fá Florentinu Stanciu til sín. Sunneva er sár og svekkt út í stjórn handknattleiksdeildar. Hún ætlar ekki að spila áfram á Íslandi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ekkert HM fyrir stelpurnar

    HM-draumur íslenska kvennalandsliðsins dó endanlega í dag er liðið tapaði öðru sinni, 26-21, fyrir Tékkum. Það eru Tékkar sem fara á HM í Serbíu en tékkneska liðið vann einnig fyrri leikinn, 17-29.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Framtíð mín er á Íslandi

    Florentina Stanciu, landsliðsmarkvörður í handbolta, er með tilboð frá liði í heimabæ sínum í Rúmeníu, SCM Craiova. Hún hefur í hyggju að semja við liðið til eins árs en snúa svo aftur til Íslands.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Dröfn í ÍBV

    ÍBV hefur fundið arftaka Florentinu Stanciu því Dröfn Haraldsdóttir, leikmaður FH, samdi við liðið í fyrradag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sú efnilegasta fyrir fimmtán árum er sú besta í ár

    Framarinn Jóhann Gunnar Einarsson og Valskonan Dagný Skúladóttir voru valin Handknattleiksfólk ársins á Lokahófi HSÍ um helgina en bæði voru þau að fá þessi verðlaun í fyrsta sinn. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir frá Selfossi og Bergvin Þór Gíslason frá Akureyri voru kosin efnilegust.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ágúst velur stóran æfingahóp

    Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, hefur valið 22 manna æfingahóp til að taka þátt í undirbúningi fyrir umspilsleikina gegn Tékkum sem fara fram í júní.

    Handbolti