Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Gullnir dagar í Safamýrinni

    Framarar fögnuðu Íslandsmeistaratitli annan daginn í röð í gærkvöldi þegar karlalið félagsins vann 22-20 sigur á Haukum í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi N1-deildar karla í handbolta. Fram vann einvígið því 3-1.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Þær þrjár markahæstu framlengdu hjá Haukum

    Haukar hafa framlengt samninga sína við þrjá markahæstu leikmenn liðsins frá síðustu leiktíð í N1 deild kvenna í handbolta. Marija Gedroit, markahæsti leikmaður deildarinnar, hefur skrifað undir nýjan samning sem og hinar efnilegu Viktoría Valdimarsdóttir og Karen Helga Díönudóttir.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Kvaddi með langþráðu gulli

    Stella Sigurðardóttir átti stórleik þegar Framkonur tryggðu sér fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn í 23 ár. Stella fæddist þremur dögum eftir að síðasti titillinn kom í hús. Stella var búin að vinna silfur fimm ár í röð.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sjöundi oddaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn

    Fram og Stjarnan spila í dag hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta en bæði lið hafa unnið tvo leiki í úrslitaeinvígi N1 deildar kvenna. Þetta verður í sjöunda sinn í sögu úrslitakeppni kvenna þar sem Íslandsmeistaratitilinn vinnst í oddaleik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fer bikarinn á loft í kvöld?

    Stjarnan úr Garðabæ hefur komið allra liða mest á óvart í vetur. Síðustu ár hefur N1-deild kvenna verið tveggja hesta hlaup á milli Vals og Fram. Stjarnan hefur breytt því.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Brynja og Ramune söðla um

    Brynja Magnúsdóttir, leikstjórnandi HK, er á leið til Noregs og þá er landsliðskonan Ramune Pekarskyte að bætast í leikmannahóp Íslendingaliðsins SönderjyskE.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Var röng ákvörðun

    Í ágúst árið 2011 gaf handknattleiksdeild Stjörnunnar út tilkynningu um að draga kvennalið sitt úr N1-deild kvenna. Nú, innan við tveimur árum síðar, er liðið komið í lokaúrslit um Íslandsmeisatratitilinn eftir fjögurra ára fjarveru.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Framkonur í úrslitin

    Fram tryggði sér sæti í úrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik með 21-17 sigri á ÍBV í Eyjum í dag. Fram mætir Val eða Stjörnunni í úrslitaeinvíginu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stella fer með til Eyja

    Stella Sigurðardóttir mun ferðast með liði Fram til Vestmannaeyja í dag en liðið mætir þá ÍBV í úrslitakeppni N1-deildar kvenna. Fram er yfir, 2-1, og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Kári tekur aftur við kvennaliði Gróttu

    Kári Garðarsson mun þjálfa kvennalið Gróttu næstu tvö árin en hann skrifaði í gær undir tveggja ára samning og mun taka við liðinu af fráfarandi þjálfara, Ómari Erni Jónssyni. Kári tekur því aftur við kvennaliði Gróttu sem hann þjálfaði síðast 2005-2006.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stella spilaði og Fram vann stórsigur

    Fram er komið með annan fótinn í úrslitarimmu N1-deildar kvenna eftir sigur, 28-18, gegn ÍBV í Eyjum í dag. Staðan í einvígi liðanna er 2-0 fyrir Fram sem kemst í úrslit með sigri í næsta leik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 28-24

    Stjarnan vann magnaðan sigur, 28-24, á Val í undanúrslitum N1-deildar kvenna í handknattleik og jöfnuðu þar með einvígið 1-1. Stjarnan hafði yfirhöndina nánast allan leikinn og áttu sigurinn fyllilega skilið. Rakel Dögg Bragadóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna í leiknum en Þorgerður Anna Atladóttir var með tíu hjá Val.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stella er ekki brotin

    Besti leikmaður kvennaliðs Fram, Stella Sigurðardóttir, meiddist í leiknum gegn ÍBV í gær og var óttast að hún væri alvarlega meidd.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur í undanúrslitin

    Nú er ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar kvenna. Valur tryggði sæti sitt þar eftir sigur á Haukum í Hafnarfirði í dag, 32-21.

    Handbolti