Rakel Dögg samdi við Stjörnuna Rakel Dögg Bragadóttir er aftur gengin til liðs við Stjörnuna en þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu í dag. Handbolti 11. febrúar 2012 17:59
Ágúst útilokar ekki að koma heim „Ég er með tilboð frá Odense í Danmörku að þjálfa kvennaliðið þar og verð að svara því fljótlega. Það er ágætlega spennandi og svo hafa verið fyrirspurnir frá karla og kvennaliðum í Skandinavíu. Það er samt ekkert sem ég er hoppandi spenntur fyrir," sagði Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna og þjálfari norska liðsins Levanger. Handbolti 9. febrúar 2012 06:30
Eyjastúlkur á leið í Höllina eftir auðveldan sigur á FH ÍBV tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna er liðið vann afar öruggan sigur, 24-13, á FH í Vestmannaeyjum. Handbolti 8. febrúar 2012 21:02
Búið að fresta undanúrslitaleiknum í Eyjum Nú síðdegis var ákveðið að fresta undanúrslitaleik ÍBV og FH í Eimskipsbikar kvenna í handbolta vegna veðurs. Handbolti 7. febrúar 2012 17:30
KA/Þór vann óvæntan sigur á HK og komst af botninum KA/Þór, botnliðið í N1-deild kvenna í handbolta, vann mjög óvæntan 23-22 sigur á HK í KA-húsinu í kvöld. KA/Þór komst þar með úr botnsæti deildarinnar og sendi FH-konur þangað í staðinn. Handbolti 4. febrúar 2012 18:25
Sunna María með tíu mörk í sigri Gróttu Sunna María Einarsdóttir og félagar hennar í Gróttu eru aðeins einu stigi á eftir Haukum í baráttunni um sjötta sætið í N1 deild kvenna í handbolta eftir 24-19 sigur í innbyrðisleik liðanna í dag. Gróttuliðið hefur þar með unnið tvo sigra á nýja árinu en liðið náði ekki að vinna leik fyrir jól. Handbolti 4. febrúar 2012 17:12
Valskonur skoruðu 39 mörk í Eyjum Valur vann 39-32 sigur á ÍBV í N1 deild kvenna í handbolta í dag en leikurinn fór fram í Vestmannaeyjum. Eyjastúlkur voru fyrsta liðið sem nær að skora 30 mörk á Val í vetur en það dugði þó ekki til sigurs. Handbolti 4. febrúar 2012 15:07
Stórsigur Fram á FH Fram vann í kvöld yfirburðasigur á FH í N1-deild kvenna, 35-15, og styrkti þar með stöðu sína á toppnum. Handbolti 3. febrúar 2012 22:12
Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 20-23 Fram fengu í kvöld tvö mikilvæg stig í toppbaráttunni úr baráttuleik við HK í N1-deild kvenna í handbolta en leiknum í Digranesi lauk með 23-20 sigri gestanna. Handbolti 31. janúar 2012 18:21
Haukar og ÍBV unnu leiki sína í N1-deild kvenna Haukar unnu öruggan sigur á grönnum sínum í FH í viðureign liðanna í N1-deild kvenna í Schenkerhöllinni í dag. Þá vann ÍBV góðan sigur á Gróttu á Seltjarnarnesi. Handbolti 28. janúar 2012 18:25
Birna Berg spilar ekki í sumar - meinað að spila með landsliðum Íslands Hand- og knattspyrnukonan Birna Berg Haraldsdóttir spilar ekki í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Birna Berg meiddist í viðureign Fram gegn Val fyrr í janúar og nú er ljóst að fremra krossband er slitið og liðþófi rifinn. Þetta kemur fram í viðtali Birnu við fréttasíðuna sem fotbolti.net. Íslenski boltinn 28. janúar 2012 14:07
Leik lokið: Valur - Stjarnan 24-15 | Valskonur aftur á toppinn Valskonur náðu aftur toppsætinu í N1 deild kvenna eftir öruggan níu marka sigur á Stjörnunni, 24-15, í Vodafone höllinni í dag. Stjarnan hékk í Valsliðinu í fyrri hálfleik en í þeim seinni áttu Stjörnukonur engan möguleika. Valur er þar með tveggja stiga forskot á Fram en Framliðið á leik inni á móti HK á þriðjudagskvöldið. Handbolti 28. janúar 2012 13:30
Dagný best í fyrsta hlutanum Dagný Skúladóttir er besti leikmaður N1-deildar kvenna í fyrstu níu umferðunum en tilkynnt var um valið í dag. Þrír leikmenn Vals og þrír Framarar eru í úrvalsliðinu. Handbolti 27. janúar 2012 12:49
Frábær byrjun Valskvenna vó þungt - myndir Valskonur tryggðu sér sæti í undanúrslitum Eimskipsbikars kvenna í handbolta í kvöld eftir 24-21 sigur á erkifjendunum í Fram í leik liðanna í átta liða úrslitum keppninnar. Handbolti 25. janúar 2012 23:20
Stjarnan og FH í undanúrslitin Stjarnan og FH komust í kvöld í undanúrslit Eimskipsbikars kvenna í handbolta en þau verða í pottinum ásamt Val og ÍBV. Stjarnan vann þriggja marka sigur á HK í Digranesi en FH vann fimm marka sigur á Gróttu á heimavelli. Handbolti 25. janúar 2012 21:56
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 24-21 | Bikarmeistararnir úr leik Sigurganga Framkvenna í bikarnum er á enda eftir að þær féllu út fyrir Íslandsmeisturum Vals í átta liða úrslitum Eimskipsbikars kvenna í handbolta í kvöld. Valur hafði mikla yfirburði framan af í leiknum en vann á endanum þriggja marka sigur, 24-21. Handbolti 25. janúar 2012 17:34
ÍBV, Stjarnan og HK unnu í dag Þrír leikir fóru fram í N1-deild kvenna í dag og voru úrslitin öll eftir bókinni. HK er í þriðja sæti með tólf stig eftir sigur á FH en ÍBV og Stjarnan koma næst með tíu stig. Bæði lið unnu sína leiki í dag. Handbolti 21. janúar 2012 18:10
Grótta vann fyrir norðan og komst af botninum - úrslit dagsins Grótta vann sinn fyrsta sigur í N1 deild kvenna á tímabilinu í dag þegar Gróttukonur fóru norður og lönduðu 26-25 sigri á móti KA/Þór. Grótta komst fyrir vikið upp fyrir KA/Þór og sendi norðanstúlkur niður í botnsæti deildarinnar. Þetta var einn af þremur leikjum dagsins. Handbolti 14. janúar 2012 18:45
Ásta Birna: Alltaf sérstaklega sætt að vinna Val "Við erum ótrúlega ánægðar með þennan sigur, við vorum einbeittar og spiluðum hörku vörn hérna í dag," sagði Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyrirliði Fram eftir 26-21 sigur á Val í toppslag N1 deildar kvenna í dag. Framliðið komst með því að topp deildarinnar. Handbolti 14. janúar 2012 17:19
Valskonur búnar að vinna Framliðið sex sinnum í röð Það verður risaslagur í kvennahandboltanum í dag þegar Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Fram mætast í Framhúsinu í Safamýri en leikurinn hefst klukkan 13.30. Handbolti 14. janúar 2012 10:30
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-21 | Framkonur á toppinn Góður varnarleikur Fram skapaði 5 marka sigur þeirra á Val í Safamýrinni í dag en með þessum sigri tylla þær sér á topp N1-deildar kvenna. Þær höfðu undirtökin nánast allann leikinn og náðu Valsstúlkur aðeins einu sinni forystunni í leiknum. Handbolti 14. janúar 2012 00:01
Eyjastúlkur gerðu góða ferð í Garðabæinn ÍBV vann sigur á Stjörnunni í fyrsta leik N1-deildar kvenna eftir jólafrí, 26-24, í Garðabænum í kvöld. Handbolti 13. janúar 2012 20:00
Öruggt hjá Val gegn Fram Valskonur lyftu deildarbikar HSÍ í Strandgötunni í gær. Þær unnu þá fyrirhafnarlítinn sigur á Fram. Handbolti 29. desember 2011 06:00
Valur og Fram mætast í úrslitum deildarbikarsins Kvennalið Vals komst í kvöld örugglega í úrslit deildarbikarsins er liðið vann sex marka sigur á HK, 33-27. Staðan í hálfleik var 17-9. Handbolti 27. desember 2011 21:11
Auðvelt hjá Fram gegn Stjörnunni Fram er komið í úrslit deildarbikars HSÍ, Flugfélags Íslands bikarsins, eftir öruggan ellefu marka sigur, 36-25, á Stjörnunni í dag. Handbolti 27. desember 2011 17:58
Ljóst hvaða lið mætast í Flugfélags Íslands Deildarbikarnum HSÍ hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram hvaða fjögur karlalið og fjögur kvennalið munu taka þá í Deildarbikar HSÍ sem fer fram eins og áður á milli jóla og nýárs. Í ár líkt og í fyrra ber keppnin heitið Flugfélags Íslands Deildarbikarinn. Handbolti 16. desember 2011 15:45
Ágúst vill að liðið spili enn hraðari bolta Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik sigraði Tékkland í tvígang um helgina en leikirnir voru hluti af undirbúningi liðsins fyrir heimsmeistaramótið í Brasilíu sem hefst í lok þessara viku. Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari Íslands, er nokkuð bjartsýnn á framhaldið. Handbolti 28. nóvember 2011 07:00
Anna Úrsula meidd og spilar ekki í dag Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, verður ekki með gegn Tékkum í dag en hún varð fyrir smávægilegum meiðslum á auga í leiknum í gær. Handbolti 26. nóvember 2011 13:54
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Tékkland 33-30 Ísland vann ágætan sigur á Tékklandi, 33-30, í vináttulandsleik í Vodafonehöllinni í dag, en þetta var í annað sinn á tveimur dögum sem liðin mættust. Handbolti 26. nóvember 2011 11:17