Anna: Vonandi jafn skemmtilegt fyrir áhorfendur og okkur "Þetta var algjör snilld og ég vona að þetta hafi verið jafn skemmtilegt fyrir áhorfendur og okkur leikmennina,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, eftir að hún hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna. Handbolti 13. apríl 2011 23:17
Jenný: Aldrei upplifað svona spennu "Þetta var hörku leikur og gríðarleg spenna,“ sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, eftir magnaðan sigur á Fram en leikur fór í vítakastkeppni þar sem Jenný varði eitt víti. Handbolti 13. apríl 2011 23:11
Einar: Stoltur af stelpunum "Þetta var alveg hreint frábær handboltaleikur,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. Fram tapaði fyrir Val í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn , en Valsstúlkur tryggðu sér titilinn eftir vítakastkeppni. Handbolti 13. apríl 2011 22:55
Stefán: Ekkert sem toppar þetta Það getur fátt toppað svona leik,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir að lið hans varð Íslandsmeistari í N1-deild kvenna eftir ótrúlegan þriðja leik sem endaði í vítakastkeppni“. Handbolti 13. apríl 2011 22:46
Valskonur meistarar eftir vítakastkeppni Valur er Íslandsmeistari í handbolta kvenna 2011 eftir hreint ótrúlegan þriðja leik við Fram í einvíginu um titilinn. Valskonur unnu einvígið 3-0 og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld eftir að hafa lagt Fram í sjaldséðri vítakastkeppni að loknum tvíframlengdum leik. Handbolti 13. apríl 2011 21:44
Verður krökkunum hans Baldurs bongó bannað að tromma í kvöld? Baldur Orri Rafnsson, tónlistarkennari í Grundarfirði, betur þekktur sem „Baldur bongó“, hefur boðað komu sína á þriðja leik Vals og Fram um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild kvenna í handbolta. Leikurinn hefst klukkan 19.30 í kvöld í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda og með sigri tryggir Valur sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Handbolti 13. apríl 2011 13:00
Fylkismenn búnir að finna arftaka Guðrúnar Óskar Heiða Ingólfsdóttir, sem stóð sig frábærlega með ÍBV í N1 deild kvenna í handbolta, hefur gert þriggja ára samning við Fylki. Heiða leysir þar með af Guðrúnu Ósk Maríasdóttur sem er á leiðinni til Fram. Handbolti 12. apríl 2011 11:30
Guðný fór á kostum gegn Fram - myndir Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, er á góðri leið með að tryggja sínu liði Íslandsmeistaratitilinn í handbolta en hún hefur farið algjörlega á kostum í fyrstu leikjum úrslitaeinvígisins gegn Fram. Handbolti 11. apríl 2011 06:00
Stefán: Höfum ekki unnið eitt né neitt „Að sigra þennan leik var virkilega mikilvægt og við erum komnar í þægilega stöðu,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í dag. Handbolti 10. apríl 2011 19:00
Einar: Lykilmenn þurfa að stíga upp Fram tapaði, 20-19, í dag gegn Val í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna. Staðan er því 2-0 í einvíginu og útlitið orðið virkilega dökkt fyrir Safamýrastúlkur. Handbolti 10. apríl 2011 18:44
Jenný: Þetta er langt frá því að vera búið „Ég er ofboðslega fegin að hafa náð að landa þessu í lokin,“ Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, eftir sigurinn í dag. Guðný gerði sér lítið fyrir og varði 28 skot í leiknum í dag. Valsstúlkur unnu leikinn 20-19 og leiða einvígið um Íslandsmeistaratitilinn 2-0. Handbolti 10. apríl 2011 18:32
Valur kominn í 2-0 gegn Fram Kvennalið Vals er aðeins einum sigri frá því að verja Íslandsmeistaratitil sinn í handbolta. Valur vann annan leik sinn í úrslitum gegn Fram, 19-20, í dag og leiðir einvígið, 2-0. Handbolti 10. apríl 2011 17:32
Einar Jónsson: Stelpurnar eru klárar í slaginn Fram tekur í dag á móti Val í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn, en leikurinn fer fram kl 16:00 í Safamýrinni. Valur bar sigur úr býtum á föstudagskvöldið 24-20 og leiðir einvígið 1-0. Þetta er því gríðarlega mikilvægur leikur fyrir Safamýrastúlkur. Handbolti 10. apríl 2011 14:30
Einar: Margt jákvætt í okkar leik „Það er alltaf hundfúlt að tapa svona leik,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir tapið gegn Val í kvöld. Handbolti 8. apríl 2011 23:33
Stefán: Frábær vörn og markvarsla skilaði sigrinum "Það er gríðarlega mikilvægt að byrja einvígið vel,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í kvöld. Handbolti 8. apríl 2011 23:01
Umfjöllun: Valur leiðir einvígið 1-0 eftir sigur á Fram Valsstúlkur unnu virkilega mikilvægan sigur, 24-20, í kvöld gegn Fram í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn var jafn stóra part af leiktímanum en Valur sleit sig frá gestunum undir lokin og unnu flottan sigur. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, var hreint út sagt stórkostleg en hún varði 23 skot og lagði grunninn af sigri Vals í kvöld. Handbolti 8. apríl 2011 22:32
Valur vann fyrstu orrustuna Valur er kominn í 1-0 í úrslitaeinvíginu gegn Fram í handbolta kvenna. Valur vann nokkuð sannfærandi sigur, 24-20, í Vodafonehöllinni í kvöld. Valsstúlkur voru lengstum með frumkvæðið í leiknum þó afar litlu hefði munað á liðunum í hálfleik. Handbolti 8. apríl 2011 21:46
Kristín: Ætlum að taka titilinn aftur Kristín Guðmundsdóttir, skytta Vals, hefur marga fjöruna sopið á sínum ferli og hún segir að Valsliðið mæti vel stemmt til leiks í úrslitaeinvígið við Fram um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Handbolti 8. apríl 2011 15:45
Marthe: Kominn tími á að klára dæmið "Þetta leggst mjög vel í okkur. Við erum bara spenntar að spila þessa leiki enda búnar að bíða lengi," sagði Marthe Sördal, hornamaður Fram, um rimmuna sem fram undan er gegn Val í úrslitum N1-deildar kvenna. Fyrsti leikur liðanna er í kvöld. Handbolti 8. apríl 2011 14:30
Þjálfari Fram tók armbeygjur á blaðamannafundi Einar Jónsson, þjálfari kvennaliðs Fram í handknattleik, var tekinn á teppið á blaðamannafundi HSÍ í dag vegna úrslitarimmu Fram og Vals í N1-deild kvenna. Handbolti 7. apríl 2011 15:15
Finnbogi: Markmiðið verður að stíga næsta skref að ári „Þetta eru mikil vonbrigði, en við ætluðum okkur í oddaleik,“ sagði Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson, þjálfari Fylkis, eftir ósigurinn í dag. Fylkir tapaði gegn Val, 28-20, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar kvenna og eru því úr leik. Handbolti 2. apríl 2011 19:04
Stefán: Höfðum ákveðið frumkvæði allan tíman „Ég er virkilega ánægður með það að vera komin í úrslit,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn gegn Fylki í dag. Með sigrinum komst Valur í úrslitaeinvígið gegn Fram annað árið í röð. Leikurinn var aldrei spennandi og lauk með sigri Vals 28-20. Handbolti 2. apríl 2011 18:36
Umfjöllun: Valur í úrslit eftir öruggan sigur gegn Fylki Valur komst í dag í úrslitaeinvígið eftir sigur á Fylki, 28-20, og unnu því einvígið 2-0. Þetta er annað árið í röð þar sem Valur og Fram mættast í úrslitaeinvíginu en á síðustu leiktíð þurfti fimm leiki til að krýna Íslandsmeistarana. Handbolti 2. apríl 2011 17:21
Íris Björk: Sýndum frábæran karakter Íris Björk Símonardóttir markvörður kvennaliðs Fram í handknattleik átti glimrandi leik í dag og varði 17 skot í sigurleik gegn Stjörnunni 21-22. Fram tryggði sér þar með sæti í lokaúrslitum N1-deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í undanúrslitum. Handbolti 2. apríl 2011 17:11
Gústaf Adolf: Vorum grátlega nálægt því Gústaf Adolf Björnsson þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í handbolta var niðurlútur eftir æsispennandi leik gegn Fram í Mýrinni í Garðabæ í dag þar sem Fram fór með sigur af hólmi 21-22. Handbolti 2. apríl 2011 16:47
Umfjöllun: Fram í úrslitin eftir sigur á Stjörnunni Fram er komið í úrslit N1-deildar kvenna í handknattleik eftir sigur á Stjörnunni, 21-22, í Mýrinni í Garðabæ í dag. Stjarnan var tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum en Framarar jöfnuðu leikinn og náði Karen Knútsdóttir að tryggja Fram sigur með marki af vítalínunni undir lok leiksins. Handbolti 2. apríl 2011 15:32
Sannfærandi hjá Framstúlkum - myndir Fram vann frekar fyrirhafnarlítinn sigur á slökum Stjörnustúlkum er liðin mættust í Safamýri í gær. Þetta var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum N1-deildar kvenna. Handbolti 31. mars 2011 07:00
Karen: Átti ekki von á svona stórum sigri Karen Knútsdóttir fór á kostum með Fram í kvöld er liðið vann stórsigur á Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar kvenna. Karen skoraði 10 mörk í leiknum og lék á alls oddi. Handbolti 30. mars 2011 22:17
Einar: Spiluðum frábærlega í seinni hálfleik Einar Jónsson, þjálfari Fram, var að vonum ánægður með stórsigur á Stjörnunni í kvöld en leikurinn endaði 38-30. Fram því einum sigri frá því að komast í úrslit í N1-deild kvenna. Handbolti 30. mars 2011 22:10
Umfjöllun: Öruggt hjá Fram gegn Stjörnunni Framarar sigruðu Stjörnuna auðveldlega í Safamýrinni í kvöld, 38-30, en þetta var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum N1-deildar kvenna. Handbolti 30. mars 2011 21:31