Samkvæmislífið

Samkvæmislífið

Fréttir af fólki að gera sér glaðan dag við hin ýmsu tilefni.

Fréttamynd

Fögur fljóð og töfrandi stund í Hauka­dal

Tæplega hundrað konur komu saman á Hótel Geysi um síðustu helgi til að taka þátt í sólarhrings heilsuferð, þar sem áhersla var lögð á hreyfingu, slökun og nærandi upplifun í fallegu umhverfi.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hönnunarunnendur skáluðu í Kópa­vogi

Húsfyllir var í hönnunarversluninni Vest á miðvikudagskvöld þegar danska hönnunarmerkið Bolia var kynnt með glæsilegum viðburði. Meðal gesta var Mie Bækgaard Nielsen frá Bolia, sem mætti sérstaklega til landsins og deildi áhugaverðum sögum um hönnunarferlið og stefnu merkisins með viðstöddum. 

Lífið
Fréttamynd

Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki

Sérstök forsýning á þáttaröðinni Reykjavík 112 fór fram í Smárabíói síðastliðinn þriðjudag. Þættirnir byggja á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur, DNA, og verða frumsýndir í Sjónvarpi Símans Premium um páskana.

Lífið
Fréttamynd

Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu

Heitustu skvísur landsins komu saman í Höfuðstöðinni síðastliðinn þriðjudag til að fagna nýrri jóga-fatalínu frá sænska tískurisanum Gina Tricot. Allar mættu í samstæðum jógafatnaði úr línunni, sem gerði viðburðinn einstaklega myndrænan.

Lífið
Fréttamynd

Gærurnar verða að hátísku

Sýningin Þraut // Leiðin frá gæru til vöru var opnuð með pompi og prakt í síðustu viku í verslun Felds Verkstæðis að Snorrabraut 56, sem hluti af Hönnunarmars. Tískuunnendur flykktust að en sýningin verður opin almenningi til og með 3. ágúst næstkomandi.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Gellurnar fjöl­menntu á gugguvaktina

Hin svokallaða gugguvakt sem næturklúbburinn Auto stendur fyrir hefur vakið mikla athygli í skemmtanalífinu frá því hún fór fyrst af stað fyrir ári síðan. Gugguvaktin var haldin í þriðja skipti síðastliðinn föstudag og var mikið líf og fjör á klúbbnum. 

Lífið
Fréttamynd

Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konung­lega

Það var margt um manninn í Smárabíói síðastliðið fimmtudagskvöld þegar finnska rómantíska gamanmyndin Fimmtudagurinn langi var frumsýnd. Mika Kaurismaki, leikstjóri myndarinnar, lét sig ekki vanta og var viðstaddur frumsýninguna.

Lífið
Fréttamynd

For­seta­hjónin, Elísa­bet Jökuls og Hug­leikur létu sig ekki vanta

Prúðbúnir listunnendur fjölmenntu í Borgarleikhúsinu í vikunni þegar nýjasta verk Íslenska dansflokksins, Hringir Orfeusar og annað slúður, var frumsýnt. Auk frumsýningarinnar tók Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, nýskipaður listdansstjóri, formlega við embætti af Ernu Ómarsdóttur sem er jafnframt höfundur verksins.

Lífið
Fréttamynd

Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak

Það var líf og fjör á frumsýningu í Borgarleikhúsinu þar sem sjóðheitar stjörnur landsins komu saman á frumsýningu Fjallabaks þar sem Björn Stefánsson og Hjörtur Jóhann Jónsson fara með hlutverk kúreka sem verða óvænt ástfangnir. 

Menning
Fréttamynd

Svona var stemningin á Nasa

Það voru bros á hverju einasta andliti þegar Hlustendaverðlaunin voru afhent á Nasa síðastliðið fimmtudagskvöld. Hulda Margrét ljósmyndari fangaði stemninguna í salnum og smellti af trylltum myndum af gestum sem skemmtu sér konunglega.

Lífið
Fréttamynd

Tíðarhringstakturinn magnaður upp á Kjarvals­stöðum

Fríður hópur kvenna mættu á Kjarvalsstaði í gærkvöldi og áttu notalega og nærandi stund saman. Markmið kvöldsins var að vekja athygli á kröftum og töfrum kvenlíkamans þar sem hugað var að líkama og sál með fræðslu, hreyfingu og gefandi vellíðunarstund.

Lífið
Fréttamynd

Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt

Verðlaunahátíð Lúðursins var haldin með pompi og prakt síðastliðið föstudagskvöld í Háskólabíó þar sem auglýsingastofur landsins komu saman til að fagna vinnu og uppskeru auglýsingaherferða á liðnu ári.

Lífið
Fréttamynd

Skálað fyrir skíthræddri Unni

Það var blásið til heljarinnar teitis í Þjóðleikhúskjallaranum síðastliðið laugardagskvöld þegar uppistandið Skíthrædd, í söngleikjaformi, eftir Unni Elísabetu var loksins frumsýnt. Salurinn var í trylltu stuði.

Menning
Fréttamynd

Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóð­minja­safninu

Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari sem opnaði í gær sýninguna Samtal við Sigfús í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Á sýningunni er sýnt úrval samtalsverka Sigfúsar Eymudssonar og Einars Fals, að hluta ný prent eftir glerplötum Sigfúsar en einnig valin frumprent frá 19. öld, þegar myndirnar voru teknar. 

Lífið