Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Fórnar­lömb fals­frétta?

Einn þekktasti bloggari landsins er án efa Þórður Snær Júlíusson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Nefndin ein­róma um kosningarnar

Undirbúningsnefnd Alþingis er einróma um að niðurstöður Alþingiskosninganna 30. nóvember standa. Formaður nefndarinnar segir fulltrúa allra flokka hafa verið málefnalega við vinnuna og tekið hlutverk sitt af mikilli ábyrgð.

Innlent
Fréttamynd

Ekki van­hæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strand­veiðar

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ekki rétt, eins og kom fram í frétt á Vísi og viðtali við Sigurjón Þórðarson, þingmann Flokks fólksins, að það varði brot á siðareglum Alþingis að Sigurjón fjalli um málaflokkinn sjávarútveg í heild sinni sem formaður atvinnuveganefndar, en það geti mögulega varðað brot á siðareglum Alþingis fjalli hann um strandveiðar sem formaður nefndarinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Segir úlfalda gerðan úr mý­flugu

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, segir að hagsmunir sínir af strandveiðibáti í hans eigu séu óverulegir. Hann efast stórlega um að hann sé vanhæfur til að setja lög um sjávarútveg, en hann verður tilnefndur sem formaður atvinnuveganefndar þegar þing kemur saman, þar sem til stendur að semja löggjöf um eflingu strandveiða. Þá segir hann ekkert rangt við hagsmunaskráningu sína sem hafi verið fyllt út árið 2023.

Innlent
Fréttamynd

Góð sam­skipti við Banda­ríkin gríðar­lega mikil­væg

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að sagan sýni að tollastríð séu aldrei af hinu góða og gagnist engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún segir að gott samband okkar við Bandaríkin hafi verið okkur gríðarlega dýrmætt og mikilvægt sé að samskipti þar á milli séu góð. Ekkert bendi enn til þess að Ísland lendi í tollaálögum Trumps.

Innlent
Fréttamynd

Segir ljóst að Sigur­jón skorti hæfi

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ljóst að siðareglur fyrir alþingismenn hindri aðkomu Sigurjóns Þórðarsonar að vinnu við lagabreytingar á strandveiðikerfinu, vegna eignarhlutar hans í strandveiðibáti.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingar fá leið­beiningar um við­brögð við stríði

Stefnt er að því að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra gefi út leiðbeiningar til þjóðarinnar brjótist út stríðsátök eða í tilfelli stóráfalla. Utanríkisráðherra segir ekki verið að mála skrattann á vegginn en undirstrikar mikilvægi þess að vera viðbúinn.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að Evrópu­för ríkis­stjórnarinnar endi sem bjölluat

Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra vill að flokksþingi Framsóknarflokksins verði flýtt og útilokar ekki að að hún bjóði sig fram til formanns. Þrátt fyrir stórt fylgistap bjóði staða flokksins upp á tækifæri í þeim miklu breytingum sem væru að eiga sér stað í innaríkis- og utanríkismálum. Þá óttast hún að ný aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu endi sem bjölluat og ferlið reynast nýrri ríkisstjórn fjötur um fót.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsti full­trúi Ís­lands á minningar­at­höfninni í Auschwitz

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, var fyrsti fulltrúi íslenskra stjórnvalda til þess að sækja alþjóðlega athöfn til minningar um fórnarlömb helfararinnar í Auschwitz. Fyrrverandi utanríkisráðherra gagnrýndi forsætisráðherra harðlega fyrir að sækja ekki minningarathöfnina, einn norrænna leiðtoga.

Innlent
Fréttamynd

Janúarblús vinstristjórnarinnar

Ljóst er orðið að tveir vinstri flokkar ásamt félagasamtökum mynda vinstristjórn þá sem tók við stjórnartaumunum fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Þótt þing hafi ekki enn komið saman hefur margt drifið á daga ríkisstjórnarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Tíu þúsund til­lögur í 3.985 um­sögnum

Alls bárust 3.985 umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda um hagræðingu í ríkisrekstri. Karlar sendu inn fleiri umsagnir en konur en áætlað er að í umsögnunum sé að finna um tíu þúsund tillögur. Gervigreindarforrit hefur verið notað til að taka saman tillögurnar í fyrsta kasti en fjögurra manna hagræðingarhópur á að skila forsætisráðherra skýrslu um tillögurnar í síðasta lagi við lok næsta mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki ljóst hvort skýringar Sjálf­stæðis­manna haldi vatni

Fjármálaráðuneytið hefur staðfest að Sjálfstæðisflokkur og Píratar uppfylltu ekki skilyrði laga til úthlutunar framlaga úr ríkissjóði þegar úthlutun fór fram árið 2022. Ekki hefur verið tekin afstaða til þýðingar þess að breyta skráningu eftir úthlutun. Allir flokkar, þeirra á meðal Flokkur fólksins, hafi aftur á móti uppfyllt önnur skilyrði. Sjálfstæðismenn fengu fréttabréf í fyrrakvöld þar sem sagði að fréttaflutningur um styrkjamál flokksins væri úr lausu lofti gripinn og í besta falli byggður á misskilningi.

Innlent
Fréttamynd

Um kjara­deilu sveitar­fé­laga og kennara

Fyrir meira en 10 árum skrifaði ég meistararitgerð þar sem ég m.a. tók saman nýlegar rannsóknir á stöðu grunnskóla á Íslandi. Á þeim tíma blasti við hræðileg staða í grunnskólanum sem afar brýnt var að bregðast við, það var ekki gert.

Skoðun