Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Félagsmenn verkalýðsfélagsins Hlífar sem starfa á leikskólum Hafnarfjarðar greiða ný atkvæði um verkfall. Verði tillagan samþykkt fara starfsmenn í verkfall í tvo sólarhringa á tímabilinu 21. nóvember til 5. desember. Innlent 9. nóvember 2024 15:20
Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Miðflokkurinn hefur boðað til fundar þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, kynnir áherslumál flokksins fyrir komandi þingkosningar. Innlent 9. nóvember 2024 13:52
Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Velferðarnefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um sjötíu þúsund króna skattfrjálsa eingreiðslu til öryrkja. Samkvæmt fjáraukalagafrumvarpi er gert ráð fyrir 1,7 milljörðum í eingreiðsluna. Innlent 9. nóvember 2024 13:38
Frelsi til að búa þar sem þú vilt Áður en tæknin og aukning í notkun fjarvinnutækni varð gat fólk tæplega flutt innanlands nema því stæði til boða atvinna á nýja staðnum. Í dag er komin upp allt önnur staða, góð nettenging er eina sem þarf til að geta sinnt atvinnu hvort sem það er á Siglufirði eða á Djúpavogi. Skoðun 9. nóvember 2024 13:02
Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Það er margt sem fara má betur á Íslandi í dag. Síðustu ár hafa verðbólga og vextir yfirtekið samtöl yngri kynslóða og hversu erfitt, og jafnvel óraunhæft það virkar að eignast eigið húsnæði í slíkum aðstæðum. Geðheilsa landsmanna fer versnandi, tímafrekt er að fá tíma í heilsugæslu og ekki lækkar verð á vörum og þjónustu. Skoðun 9. nóvember 2024 12:17
Kæra unga móðir Frá einni nýbakaðri móður til annarrar móður: Ég held með þér og vona að það gangi allt vel. Það er þó sjaldnast alveg þannig, hvort sem það er svefnleysi, brjóstagjöfin, kveisa, erfiðleikar við þyngdaraukningu hjá litla krílinu, fæðingarþunglyndi eða hvaðeina. Skoðun 9. nóvember 2024 12:02
Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Þingmaður Vinstri grænna og meðlimur í fjárlaganefnd segir óábyrgt af formanni nefndarinnar að lýsa yfir því að honum þyki það ólíklegt að frumvarp um kílómetragjald nái í gegn fyrir kosningar. Umræðu um málið sé hvergi nærri lokið. Neytendur 9. nóvember 2024 12:00
Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025. Skoðun 9. nóvember 2024 11:32
Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Unnið er að því að fá Söndru Sigrúnu Fenton, sem er búin að afplána ellefu ár af 37 ára fangelsisdómi í Bandaríkjunum, framselda til Íslands. Hún framdi tvö bankarán á einum degi árið 2013 í Virginíuríki og var sakfelld fyrir það. Innlent 9. nóvember 2024 10:03
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins hluti af arfleifð okkar heldur einnig ómissandi þáttur í framtíð landsins, sjálfstæði og fæðuöryggi þjóðarinnar. Hann er grunnstoð blómlegrar byggðar og efnahagslegs stöðugleika fyrir komandi kynslóðir, auk þess að vera burðarás í sjálfbærni og loftslagsaðgerðum. Skoðun 9. nóvember 2024 09:01
Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Ný könnun sýnir að 51 prósent landsmanna teldi óeðlilegt ef matvælaráðherra gæfi út leyfi til veiða á hvölum á meðan hann situr í starfsstjórn. Innlent 9. nóvember 2024 08:45
Vítahringur ofbeldis og áfalla Ofbeldi meðal barna og ungmenna hefur farið vaxandi í íslensku samfélagi og er mikið áhyggjuefni. Mikil gagnrýni hefur verið á þá aðstoð og þjónustu sem er í boði fyrir börn og unglinga með fjölþættan vanda og fjölskyldur þeirra. Skoðun 9. nóvember 2024 08:02
Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Þingflokksformaður Pírata telur að boða ætti til þjóðaratkvæðagreiðslu sem fyrst um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram. Ríkisstjórnin hafi með ósanngirni búið til flóttamannavandamál úr hælisleitendum frá Venesúela sem hún hafi fyrst boðið til landsins og svo ákveðið að reka á brott með ærnum tilkostnaði. Píratar stefni að því að komast í ríkisstjórn að loknum kosningum. Innlent 9. nóvember 2024 08:02
Heilbrigð sál í hraustum líkama Grundvallar þörf hverrar fjölskyldu frá vöggu til grafar er traust aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Það vill Flokkur fólksins tryggja. Skoðun 9. nóvember 2024 08:02
Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Svandísi Svavarsdóttur formanni Vinstri grænna finnst sorglegt að sjá að „ungur maður eins og Snorri Másson“ ali á ótta og fordómum með orðræðu sinni í forystu Miðflokksins. Orðræða flokksins sé til þess fallin að sundra samfélaginu. Innlent 8. nóvember 2024 22:06
Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Ísland er meðal þeirra landa sem er með hlutfallslega flest lyfjatengd andlát í Evrópu samkvæmt tölum frá Evrópusambandinu. Formaður samtaka um skaðaminnkun segir brýnt að stjórnvöld bregðist við. Lyfjafræðingar berjast fyrir því að fá að selja nefúða í lausasölu sem er mótefni við of stórum skammti ópíóðalyfja. Innlent 8. nóvember 2024 20:01
Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Mikill meirihluti fyrirtækja á Íslandi hefur starfsmannafjölda undir 10 starfsmönnum. Þessi minni fyrirtæki eru bakbein hins íslenska efnahagskerfis og samanstanda af vinnandi fólki á einkamarkaði sem drífur áfram verðmætasköpunina. Skoðun 8. nóvember 2024 17:45
Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Kæri lesandi.Þann 30. nóvember göngum við að kjörborðinu og veljum okkur fólk til að vera í forystu fyrir íslenskt samfélag næstu fjögur ár. Í þessum kosningum leggjum við í Framsókn þann árangur sem flokkurinn hefur náð í dóm kjósenda og leggjum fram stefnu okkar og framtíðarsýn fyrir íslenskt samfélag. Í þessari grein fjalla ég um hugmyndir okkar um heimilin. Skoðun 8. nóvember 2024 17:01
Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Raforka er ein af grunnþörfum okkar samfélags og er afhendingaröryggi raforku ekki aðeins grundvallarþjónusta heldur einnig lykilþáttur í daglegu lífi landsmanna og í efnahagslegum vexti og velferð landsins. Skoðun 8. nóvember 2024 16:46
Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Ekki liggur fyrir hvort umsókn Hvals hf. um leyfi til hvalveiða verði afgreitt fyrir alþingiskosningar en það er ekki útilokað. Bjarni Benediktsson starfandi matvælaráðherra segir málið vera í eðlilegu ferli innan ráðuneytisins og það verði að koma í ljós hvað verður. Innlent 8. nóvember 2024 16:07
Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Starfshópur sem var skipaður eftir banaslys á Breiðamerkurjökli í sumar leggur til að auknar kröfur verði gerðar um menntun og reynslu leiðsögumanna. Mörg fyrirtæki sem bjóða upp á jöklaferðir hafi ekki leiðsögumenn með nauðsynlega menntun. Innlent 8. nóvember 2024 15:09
„Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var gestur Brennslunnar í morgun. Í þættinum var hann látinn lesa upp neikvæð ummæli um sjálfan sig og var hann meðal annars kallaður „dumb ass röflari.“ Lífið 8. nóvember 2024 15:00
Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Formaður fjárlaganefndar telur mjög ólíklegt að umdeilt frumvarp um kílómetragjald á bensín- og dísilbíla verði samþykkt fyrir þinglok. Mikil óeining er um frumvarpið bæði í samfélaginu og innan Alþingis. Neytendur 8. nóvember 2024 14:38
Ný gömul menntastefna Sjálfstæðisflokkurinn var að gefa út nýja menntastefnu þar sem settar eru fram 21 tillögur sem reynast við frekari athugun frekar innihaldslausar og skorta nánari útlistun. Réttara væri að tala um gamla menntastefnu þar sem um er að ræða töluvert afturhvarf sem minnir á stöðu menntamála um síðustu aldamót. Skoðun 8. nóvember 2024 14:32
Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Um fimm hundruð manns fögnuðu útkomu ævisögu Geirs H. Haarde í anddyri Háskólabíós á dögunum. Ljóst er að mikill áhugi er á bókinni en hún rauk beint í efsta sætið á metsölulistanum í Eymundsson. Menning 8. nóvember 2024 14:01
„Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Katrín Ingvadóttir, móðir Geirs Arnar Jacobsen sem lést þann 19. október í eldsvoða á Stuðlum, segir andlát hans á ábyrgð ráðamanna landsins. Geir hefði orðið átján ára og þar með lögráða. Innlent 8. nóvember 2024 13:53
Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Samfylkingin gerir kröfu um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Fólk í landinu vill öryggi í samgöngum og öflugt atvinnulíf um land allt. Öruggar samgöngur eru lífæð samfélagsins. Fólk sækir vinnu og þjónustu á milli byggðarlaga og gerir þá sjálfsögðu kröfu að komast öruggt á milli staða. Það er á ábyrgð stjórnmálafólks að þessir innviðir séu í lagi. Skoðun 8. nóvember 2024 13:31
Viðreisn fjölskyldunnar Sem ung kona með stóra fjölskyldu og fimm börn á breiðu aldursbili þá finn ég mikið fyrir því sem betur má fara í kerfinu okkar og það liggur í augum uppi að breytinga er þörf. Skoðun 8. nóvember 2024 13:16
Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Fyrir nokkrum dögum birtist aðsend grein á Vísi frá Guðmundu G. Guðmundsdóttur þar sem hún lýsir á hjartnæman hátt hvernig skaðaminnkandi úrræði hefðu átt þátt í því að styðja son hennar til heilsu. Skoðun 8. nóvember 2024 13:02
Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Hvernig gengur fólki í skóla sem er með les-, skrif- eða reikningsblindu? Er horft á styrkleika þeirra eða veikleika? Hefur verið gerð könnun á því hve margir í fangelsum landsins eru skaddaðir eftir skólagöngu, þar sem þeir hvorki fengu að njóta sannmælis, né nota sína styrkleika? Skoðun 8. nóvember 2024 12:47