Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Ný stefna var tekin á aðalfundi Pírata í gær þegar tillaga um að taka upp formanns- og varaformannsembætti í flokknum var samþykkt. Enginn hefur stigið fram og sagst vilja leiða flokkinn. Innlent 21. september 2025 15:38
„Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sveitarstjóri í Skorradal segir leiðinlegt að fólk sem ekki búi í sveitarfélaginu hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður sameiningarkosninga Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að Skorradalur verði útundan í nýju og stærra sveitarfélagi. Innlent 21. september 2025 13:31
Þorgerður Katrín endurkjörin Þorgerður Katrín var endurkjörin formaður Viðreisnar á landsþingi þeirra í dag. Hún var ein í framboði og því sjálfkjörin. Innlent 21. september 2025 13:28
Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Tillaga Jóns Gnarr á landsþingi Viðreisnar um að breyta ætti nafni flokksins var felld með miklum meirihluta. Innlent 21. september 2025 12:51
Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Varaformaður Framsóknarflokksins segist telja að breytingar þurfi að eiga sér stað innan flokksins. Hún hafi ekki tekið ákvörðun um hvort hún vilji leiða flokkinn. Innlent 21. september 2025 11:50
Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Guðveig Eyglóardóttir, forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð, segir ánægjulegt að sameining Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hafi verið samþykkt með meirihluta í atkvæðagreiðslu í gær. Praktísk vinna við sameiningu hefst núna en formlega tekur sameiningin gildi eftir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Innlent 21. september 2025 10:26
Telur áform ráðherra vanhugsuð Skólastjóri Borgarholtsskóla furðar sig á fyrirhuguðum breytingum sem menntamálaráðherra hefur boðað á framhaldsskólastigi. Þær séu vanhugsaðar og beri með sér litla þekkingu á menntamálum. Innlent 21. september 2025 07:44
Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Talsverður meirihluti íbúa Skorradalshrepps og Borgarbyggðar greiddu atkvæði með sameiningu sveitarfélaganna í íbúakosningu sem lauk í dag. Innlent 20. september 2025 20:49
Píratar taka upp formannsembætti Píratar samþykktu á aðalfundi flokksins í dag að taka upp bæði formanns- og varaformannsembætti. Meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins segir að tillagan felist í að skilgreina ákveðið vald og ákveðna ábyrgð, sem annars eigi til með að lenda óformlega annars staðar. Innlent 20. september 2025 19:55
Frelsi til sölu Við höfum heyrt mikið um frelsi upp á síðkastið. Sérstaklega eru Samtök ungra sjálfstæðismanna, SUS, búin að vera tala um það í kjölfar dráps Charlie Kirks. Charlie Kirk var þekktastur fyrir að tala gegn minnihlutahópum, stjórn kvenna á þeirra eigin líkama og styðja þjóðarmorð Ísraels gegn Palestínu. Skoðun 20. september 2025 18:01
Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Vegna framkvæmda hafa Veitur lokað annari akrein Hálsabrautar við Hestháls. Þar með fækkar útgönguleiðum úr Árbænum næstu fjórar vikurnar, og fleiri þurfa að aka um gatnamót Höfðabakka þar sem umdeildar framkvæmdir fóru fram í sumar. Innlent 20. september 2025 16:22
Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu fram tillögu í vikunni um að kanna hvort stytta ætti sumarfrí grunnskólabarna um allt að tvær vikur. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist til í að taka umræðuna um málið. Innlent 20. september 2025 14:49
„Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Formaður Viðreisnar fór um víðan völl í ræðu sinni á landsþingi Viðreisnar sem er um helgina. Á milli þess sem hún hvatti flokksmennina áfram fór hún yfir mikilvægi frelsis, störf hennar sem utanríkisráðherra og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið. Innlent 20. september 2025 14:45
Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Jóhann Páll Jóhannsson, loftslags-, orku- og umhverfisráðherra, hefur dregið til baka þátttöku sína á haustfundi SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, í ljósi áskorunar stéttarfélagsins Eflingar frá því í gær þar sem þau hvöttu ráðherrann til að mæta ekki. Viðskipti innlent 20. september 2025 14:13
Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu Sniðgangan 2025 verður gengin í dag á bæði höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Sniðgangan fer fram í annað sinn en tilgangur hennar er að vekja athygli á sniðgönguhreyfingunni og til að sýna samstöðu með Palestínu. Skipuleggjandi segir þetta friðsæla leið til að sýna samstöðu og taka afstöðu gegn Ísrael. Innlent 20. september 2025 13:46
Viðreisn lætur verkin tala Sá tími kemur í lífum okkar allra að við höfum náð markmiði sem við settum okkur. Prófgráðan er komin í hús, þú kemur í mark í langhlaupinu eða starfið sem var fjarlægur draumur er nú þitt. Mörg okkar upplifa að ánægjan er skammvinn og við setjum þegar í stað nýtt, erfiðara markmið. Skoðun 20. september 2025 12:02
Vill breyta nafni Viðreisnar Þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram tillögu um að breyta heiti flokksins á landsþingi. Hann telur nýja nafnið skerpa ímynd og skýra grunngildi flokksins um frelsi og lýðræði. Innlent 20. september 2025 11:41
Sterkara framhaldsskólakerfi Nýverið kynnti ég hugmyndir um að styrkja framhaldsskólakerfið okkar. Þær byggja á þeirri hugmynd að við getum gert betur, bæði faglega og félagslega, fyrir nemendur og starfsfólk. Þetta snýst um að efla stuðning við alla framhaldsskóla landsins, ekki síst þá minni. Skoðun 20. september 2025 11:00
Landsþing Viðreisnar hafið Landsþing Viðreisnar hófst í morgun og stendur yfir um helgina á Grand hótel. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, er sjálfkjörin formaður, Daði Már Kristófersson sjálfkjörinn varaformaður og Sigmar Guðmundsson sjálfkjörinn ritari. Innlent 20. september 2025 10:04
Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Meðal áherslumála minna sem ráðherra atvinnumála er að einfalda regluverk og stjórnsýslu, atvinnulífi og neytendum til hagsbóta. Skoðun 20. september 2025 07:00
Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu um að hefja innkaupaferli og framkvæmdir við hina svokölluðu Hlöðu í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum og breyta henni í sérstakt fræðslurými. Eftir „rýni í framkvæmdaáætlun“ er heildarkostnaður við verkið nú áætlaður 88 milljónir í stað 115 milljóna. Borgarfulltrúar meirihlutans fagna framkvæmdinni á meðan borgarfulltrúar í minnihluta telji hana vart geta talist forgangsverkefni í núverandi árferði. Innlent 20. september 2025 07:00
Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson greiddi fyrir umdeilda boli sem Samband ungra Sjálfstæðismanna hyggst gefa þeim sem skrá sig á sambandsþing þeirra í október. Bolirnir eru vísun í bolinn sem Charlie Kirk, hægrisinnaður áhrifavaldur, klæddist er hann var skotinn til bana. Innlent 19. september 2025 17:16
Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Fulltrúi Miðflokksins í byggðaráði Múlaþings vildi að guð gamla testamentsins deildi við félaga hans í ráðinu eftir að þeir lögðust gegn tillögu hans um að fækka sveitarstjórnarmönnum. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem hann vísar til almættis á sveitarstjórnarfundum. Innlent 19. september 2025 14:22
Innviðaráðherra á von á barni Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra á von á barni með norskri barnsmóður sinni en fyrir eiga þau þriggja ára barn saman. Lífið 19. september 2025 13:55
Agaleysi bítur „Það er mikilvægt að barn komi vel sofið, búið að borða og í ró í skólann.“ Þetta sagði við mig kennari sem hefur langa reynslu af skólastofunni. Þetta er forsenda þess að hægt sé að hefja kennslu og nýta tímann til náms. Skoðun 19. september 2025 09:02
Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Áætlað er að um tvö hundruð manns á ári þurfi gjörgæslumeðferð á Íslandi vegna sýklasóttar. Sýkingin getur verið alvarleg og dánartíðni er há sem undirstrikar mikilvægi þess að berjast gegn sýklalyfjaónæmi að sögn heilbrigðisráðherra. Innlent 19. september 2025 08:27
Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Bókun 35 verður aftur tekin fyrir í utanríkismálanefnd Alþingis eftir að fyrstu umræðu um frumvarp utanríkisráðherra lauk í kvöld. Líklega fer það óbreytt í aðra umræðu en spurning er hvort ríkisstjórnin muni aftur finna sig knúna til að beita „kjarnorkuákvæðinu“ til að þvinga það í gegnum aðra umræðu, sem stjórnarliðar hafa ekki útilokað. Innlent 18. september 2025 20:18
BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Stjórn BSRB fordæmir áform ríkisstjórnarinnar um að skerða réttindi starfsfólks í almannaþjónustu með afnámi áminningarskyldu. Í ályktun stjórnar BSRB segir að ríkisstjórnin ætli sér að gera þetta án samráðs við heildarsamtök launafólks og án þess að meta áhrifin með nokkrum hætti. Innlent 18. september 2025 15:46
Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, harma ákvörðun stjórnvalda um að heimila opinberum háskólum að innheimta hærri skrásetningargjöld. Í tilkynningu frá samtökunum er þess getið að gjaldið hafi verið úrskurðað ólögmætt árið 2023 og að enn sé beiðið eftir niðurstöðu áfrýjunarnefndar vegna málsins. Innlent 18. september 2025 14:19
Grímulaus aðför að landsbyggðinni Ríkisstjórnin hefur að undanförnu boðað breytingar sem munu markvisst fækka störfum æðstu embættismanna á landsbyggðinni. Þetta er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að hlutfall opinberra starfa á landsbyggðinni er nú þegar lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Skoðun 18. september 2025 14:15