

Stjórnmál
Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni
Siðfræðingur segist ekki muna eftir máli þar sem minni vafi lék á um hvort ráðherra ætti að segja af sér eður ei, það hafi verið það eina í stöðunni. Barnamálaráðherra hafi verið búinn að missa allan trúverðugleika í embætti, best hefði verið að taka ekki við embættinu.

Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi
Konan sem vildi ræða við forsætisráðherra um mennta- og barnamálaráðherra segir að forsætisráðherra hafi brotið trúnað með því að láta barna- og menntamálaráðherra vita af erindi hennar.

Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi
Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og fjölmiðlamaður, kveðst „býsna hugsi“ yfir því hvernig sumt fólk hefur tekið fram „heykvíslarnar og grjótið“ gagnvart Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Hann segir pólitíska andstæðinga hennar hafa gusað út úr sér andstyggilegan óhróðri og skemmt sér með meinfýsnum og ósmekklegum orðaleikjum.

Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins
Mikið hefur gustað um Flokk fólksins á fyrstu þremur mánuðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Aðeins vika er síðan fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra baðst afsökunar á ummælum um íslenska dómstóla.

„Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“
Forsætisráðherra segist ekki telja eðlilegt að fráfarandi barna- og menntamálaráðherra hafi farið heim til konu sem óskaði eftir fundi með forsætisráðherra vegna máls ráðherrans.

Ekki skárra fyrir 35 árum
Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir að þó því sé haldið fram að það hafi verið alsiða að fullorðið fólk hafi verið í sambandi við unglinga á níunda áratug síðustu aldar sé það ekki endilega skárra.

„Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa fengið að vita af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, um tvöleytið í gær, nokkrum klukkutímum áður en hún tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi. Að mati Ingu er það Ásthildar að meta og ákveða það hvort hún haldi áfram á þingi.

Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar
Stjórnmálafræðingur telur mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur ólíklegt til að leiða til falls ríkisstjórnarinnar. Vandræðagang þingflokks Flokks fólksins megi að miklu leyti rekja til reynsluleysis.

Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr.

Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn
Ný ríkisstjórn röggsamra kvenna fer örlítið höktandi af stað og ekki alveg án ágalla. Það vitum við líka öll sem ekki stingum höfði í stein að þegar kemur að konum í stjórnmálum þá má hvergi falla á því afleiðingarnar eru oftast yfirgripsmeiri en þegar kemur að teflonstrákunum okkar.

Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“
Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu.

Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu
Karlmaður á sextugsaldri sem eignaðist barn með fráfarandi barna- og menntamálaráðherra þegar hann var á sautjánda ári og ráðherra 23 ára, segir erindi fyrrverandi tengdamóður til forsætisráðuneytisins hafa verið án hans vitneskju. Hann hafi sogast inn í málið líkt og ráðherra.

Vannýttur vegkafli í G-dúr
Það var mikið ánægjuefni árið 2021 þegar opnaður var hinn nýi og glæsilegi Dettifossvegur sem tengir saman Mývatnsöræfi og Ásbyrgi.

Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gaf sér tíma til að ræða við stuðningsfólki Palestínu fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Hópurinn mótmælti líka þegar ríkisstjórnin fundaði á þriðjudaginn og kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna sprengjuárása Ísraela með tilheyrandi mannfalli á Gasa.

Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, hafnar því að hafa verið leiðbeinandi unglingspilts sem hún eignaðist barn með og varð til þess að hún sagði af sér sem ráðherra í gærkvöldi.

Misþyrming mannanafna
Á Vísi birtist í gær grein eftir mann sem titlaður er „formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins“. Greinin heitir „Misskilningur frú Sæland“ og fjallar um svör Ingu Sæland félags- og húsnæðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi.

Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns
Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafnar því að hún hafi verið leiðbeinandi unglingsdrengs sem hún eignaðist barn með og varð til þess að hún sagði af sér sem ráðherra í gær. Hún segir að maðurinn hafi setið um sig og hún ekki höndlað aðstæður á sínum tíma.

Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda
Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis.

Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu
Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðarbyggð, hefur tekið við sem nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann var kjörinn á fundi stjórnar Sambandsins í kjölfar landsþings í gær.

„Þetta er auðvitað alvarlegt mál“
„Þetta er auðvitað alvarlegt mál en ég verð að segja að ég auðvitað veit ekkert meira en hinn almenni maður. Það er að segja ég var ekki viðstödd þegar þessi samskipti áttu sér stað fyrir rúmlega þrjátíu árum síðan.“

Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 21. desember 2024 segir að sérstök áhersla verði lögð á að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og að áfram verði stuðst við fjölbreytt rekstrarform. Þetta loforð hefur nú verið svikið með því að stjórnvöld hyggjast skera niður endurhæfingu fyrir ungt fólk með geðræna erfiðleika.

Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins hefur sagt af sér ráðherraembætti. Fyrr í kvöld var greint frá því að hún hefði átt í sambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilti sem hún leiðbeindi í trúarsöfnuði. Þau eignuðust svo barn saman ári síðar.

Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við fimmtán ára pilt þegar hún var sjálf 22 ára og eignaðist með honum son einu ári síðar. Faðirinn sakar hana um tálmun en segist samt hafa verið rukkaður um meðlag. Barnið fæddist fyrir rúmlega þremur áratugum.

Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra!
Við hjá Þroskahjálp höfum fylgst glöð með langþráðri umræðu á Alþingi um frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra, Ingu Sæland, um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur
Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hótaði í gær íbúum Gaza með orðunum „Þetta er lokaviðvörun“. Orð varnarmálaráðherrans koma eftir að Ísrael rifti vopnahléssamningnum með grimmilegum árásum á Gaza.

Hersir til Símans
Hersir Aron Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Steindór Emil Sigurðsson hafa verið ráðnir til Símans. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Símanum

Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir Flokk fólksins ekki hafa breytt afstöðu sinni til sölunnar á Íslandsbanka, þó svo að fjármálaráðherra hafi í vikunni mælt fyrir frumvarpi þess efnis í vikunni. Það sem hafi hins vegar breyst sé að flokkurinn sé kominn í ríkisstjórn.

Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35
Bókun 35 er til umfjöllunar á Alþingi. Hér eru nokkur atriði sem vert er að rifja upp.

„Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna
Fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis segir það reginhneyksli að Sádi-Arabía gegni nú formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna í ljósi mannréttindabrota landsins á konum. Hann saknar þess að íslensk stjórnvöld láti í sér heyra.

Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla
Það er kominn tími til að hugsa upp á nýtt hvernig við stuðlum að nýsköpun og nýliðun á landsbyggðinni. Hugmyndin um „Nýjar rætur“ er liður í þessu.