Stjörnulífið

Stjörnulífið

Fréttir af því helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að deila á samfélagsmiðlum síðustu daga.

Fréttamynd

Stjörnu­lífið: Verð­laun, skíði og lúxus

Lóan er komin að kveða burt snjóinn. Í síðustu viku nýttu því margir tækifærið og skelltu sér á skíði áður en snjórinn kveður endanlega. Þá er verðlaunavertíðin ennþá í fullum gangi og voru Íslensku tónlistarverðlaunin veitt nú í vikunni. 

Lífið
Fréttamynd

Febrúarspá Siggu Kling - Bogmaðurinn

Elsku Bogmaðurinn minn, síðustu þrír mánuðir hafa verið eins og veðurfarið á Íslandi. Nóvember var heitasti mánuðurinn síðan 1950, desember sá kaldasti síðan mælingar hófust og núna er bara allskonar.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Chicago, útskrift og Alparnir

Það var nóg um að vera um helgina. Þorrablót voru haldin víða um landið og Harpan fylltist af nýútskrifuðum snillingum. Aðeins fjórir keppendur eru eftir í Idol, söngleikurinn Chicago var frumsýndur á Akureyri og lögin í Söngvakeppninni voru kynnt. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Jólanáttföt, arineldur og snjór

Jólin eru tíminn til að njóta og skapa minningar með fjölskyldu og vinum. Ef marka má samfélagsmiðla undanfarna daga hafa Íslendingar svo sannarlega notið jólahátíðarinnar í botn og tekið sér frí frá amstri hversdagsins.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Hrekkjavaka, Grease og gleði

Gerviblóð, dýraeyru og Íslendingar klæddir sem Hollywood stjörnur einkenndu hrekkjavöku helgina sem var að líða. Grease tónleikarnir fóru loksins fram í Laugardalshöllinni eftir að tilkynnt var um þá árið 2020.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Góðverk, þrítugsafmæli og Plóma

Brúðkaup og barneignir voru áberandi á samfélagsmiðlum en glæsilegt þrítugsafmæli yfirtók Instagram í miðri vikunni sem leið. Þar voru nokkrar af stærstu samfélagsmiðlastjörnum Íslands samankomnar. Miðillinn hefur einnig verið nýttur til góðs og fór af stað söfnun í Asíu.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Árshátíðir, ofurhlaup og bleiki dagurinn

Árshátíðir voru áberandi um helgina þar sem einstaklingar voru mættir í sínu fínasta pússi að fagna saman. Bakgarðshlaupið átti hug og hjörtu margra þar sem hlauparar kepptust um að standa einir eftir. Hinn árlegi bleiki dagur fór fram í vikunni og var samstaðan gríðarleg. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Laxness, leður og Borat

Úlpurnar eru komnar á kreik, hrekkjavöku skreytingar eru mættar í verslanir og pumpkin spice latte er orðið aðgengilegt á kaffihúsum. Haustið er að ná hápunkti. Myndir frá ferðalögum eru enn áberandi á Instagram og virðast Íslendingar æstir í að ná nokkrum sólargeislum.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Bleika slaufan, RIFF og Gyða Sól

Íslendingar eru búnir að draga fram úlpurnar og fara hvað á hverju að fjárfesta í sköfum fyrir veturinn. Haustlitir einkenna samt tískuna þessa dagana og þykkar kápur, treflar og kaffibollar eru algeng sjón á Instagram. Listamenn landsins eru að dæla út nýju og spennandi efni og haustið fer vel af stað. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Eddan, kynjaboð og hundrað mílur

Eddan átti hug og hjörtu landsmanna á sunnudagskvöldið þar sem verðlaun voru veitt fyrir íslenskt sjónvarpsefni. Ítalía heldur áfram að vera vinsæll áfangastaður hjá ferðaþyrstum Íslendingum og listamenn vinna að nýju efni fyrir veturinn. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Tímamót, bombur og maraþon í Frakklandi

Íslendingar virðast vera að taka út ferðalögin og stórafmælin sem féllu niður vegna heimsfaraldursins þessa dagana. Mikið hefur verið um viðburði og fögnuði og ekkert lát virðist vera á slíku í framtíðinni því listafólk er strax er byrjað að undirbúa jólaskemmtanirnar. 

Lífið