Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Pavel ekki einn í þrennuklúbbnum

    Þrennuklúbbur Dominos-deildar karla í körfubolta er alíslenskur eftir leiki fimmtudagskvöldsins en þá tryggði þriðji íslenski leikmaðurinn sér aðild að klúbbnum. Þrenna telst það þegar körfuboltamaður kemst yfir tíu í þremur tölfræðiþáttum sem eru vanalega stig, fráköst og stoðsendingar þótt sumir nái því einnig stundum í stolnum boltum og vörðum skotum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hann var ekki að „fíla“ sig á Íslandi

    Mychal Green hefur spilað sinn síðasta leik í Dominos-deildinni í körfubolta því bandaríski leikmaður Skallagríms er farinn heim. Pálmi Þór Sævarsson, þjálfari Skallagríms taldi það best fyrir alla að enda samstarfið enda var kappinn óánægður á Íslandi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Morten hefur engu gleymt - bikarleikir körfunnar í dag

    Dominos-deildarliðin Keflavík og Snæfelli tryggðu sér í dag sæti í 16 liða úrslitum Powerade-bikarkeppni karla í körfubolta en það gerðu líka 1. deildarliðin Tindastóll og Þór. 2. deildarlið ÍG sló hinsvegar út 1. deildarlið Vængja Júpíters.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Teitur Örlygs gaf alla verðlaunapeningana sína

    Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnumanna í Domnios-deild karla í körfubolta, viðurkenndi það í viðtali við Sverrir Bergmann í þættinum Liðið mitt að þessi einn allra sigursælasti körfuboltamaður Íslands ætti enga hluti til minningar frá mögnuðum ferli sínum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hvaðan kom hetja Keflvíkinga í gær?

    Gunnar Ólafsson, tvítugur körfuboltamaður uppalinn í Fjölni, sló heldur betur í gegn í gær þegar hann tryggði Keflavík 88-85 sigur á Njarðvík í frábærum Reykjanesbæjarslag í Domnios-deild karla í körfubolta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Svakaleg sigurkarfa Gunnars í Ljónagryfjunni í kvöld

    Gunnar Ólafsson var hetja Keflvíkinga í Ljónagryfjunni í kvöld þegar hann skoraði sigurkörfuna í 88-85 sigri á erkifjendunum í Njarðvík. Gunnar setti þá niður þriggja stiga körfu í horninu fyrir framan stuðningsmenn Njarðvíkur þegar aðeins 0,6 sekúndur voru eftir af leiknum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Tólfta þrenna Pavels í úrvalsdeildinni

    Pavel Ermolinskij átti magnaðan leik með KR í Stykkishólm í gærkvöldi en íslenski leikstjórnandinn var þá með 20 stig, 22 fráköst og 13 stoðsendingar þegar KR vann Snæfell 99-84 í 3. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta.

    Körfubolti