Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Þór Þorlákshöfn 79-85

    Þór sigraði Hauka 79-85 á útivelli í lokaumferð Iceland Express deildar karla í kvöld. Þrátt fyrir hetjulega baráttu Hauka sem þegar voru fallnir í 1. deild og góðan endasprett náði Þór að knýja fram sigur og tryggja sér þriðja sæti deildarinnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Eitt stórt reikningsdæmi í lok kvölds

    Það gæti þurft dágóðan tölfræðiútreikning eftir lokaumferð Iceland Express-deildar karla í kvöld en þá verður barist bæði um annað sætið og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Sjö lið hafa tryggt sér sæti inn í úrslitakeppnina en enginn veit hverjir mæta

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Vesturlandsslagur í úrslitum 1. deildar karla í körfubolta

    Það verða Vesturlandsliðin og nágrannarnir Skallagrímur og ÍA sem mætast í úrslitaeinvíginu í 1. deild karla í körfubolta en bæði lið unnu undanúrslitaeinvígi sín 2-0. ÍA vann 86-72 sigur á Hamar á Akranesi í kvöld en Skallagrímur tryggði sig áfram með 88-77 sigri á Hetti á Egilsstöðum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfellingar farnir að vinna jöfnu leikina - unnu Stólana í kvöld

    Snæfell vann níu stiga sigur á Tindastól, 89-80, í 21. umferð Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Snæfell náði Keflavík að stigum í 5. sætinu með þessum þriðja sigri liðsins í röð en Hólmarar eru áfram í 6. sætinu vegna lakari árangurs í innbyrðisleikjum. Tindastóll er öruggt í úrslitakeppnina þrátt fyrir tapið þar sem að Fjölnir vann ekki sinn leik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stjörnumenn gefa ekkert eftir í baráttunni um 2. sætið

    Stjarnan vann átta stiga sigur á Fjölni, 82-74, í 21. umferð Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og ætla ekki gefa neitt eftir í baráttunni um annað sæti deildarinnar. Stjarnan hefur tapað mörgum heimaleikjum í vetur en landaði tveimur mikilvægum stigum í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stjarnan lagði Keflavík | Þór tapaði og KR skaust í annað sætið

    Stjarnan komst í þriðja sæti Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik með öruggum sigri á Keflavík suður með sjó. Þór frá Þorlákshöfn beið lægri hlut gegn Tindastóli fyrir norðan eftir fimm sigurleiki í röð og féll niður í fjórða sætið. Þá vann KR skyldusigur gegn Val og skaust í annað sætið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fjölnismenn unnu Njarðvík og eiga enn möguleika

    Fjölnismenn enduðu fjögurra leikja taphrinu, fóru langt með að bjarga sér frá falli og eru enn með í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni eftir 18 stiga sigur á Njarðvík í Grafarvoginuum í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld, 92-74. Fjölnismenn gerðu út um leikinn með því að vinna fjórða leikhlutann 29-17.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þórsarar skelltu nýkrýndum deildarmeisturum Grindavíkur | Komnir í 2. sætið

    Þórsarar úr Þorlákshöfn eru komnir upp í annað sæti Iceland Express deildar karla eftir tíu stiga sigur á nýkrýndum deildarmeisturum Grindavíkur, 79-69, í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Grindavík var búið að vinna tíu deildarleiki í röð fyrir leikinn í kvöld og þetta var aðeins annað deildartap Grindvíkinga á tímabilinu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR-ingar upp í annað sætið - myndir

    KR-ingar komust upp í 2. sæti Iceland Express deildar karla í kvöld með því að vinna 18 stiga sigur á Tindastól, 84-66. KR hefndu þarna fyrir tapið á móti Stólunum í undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 84-66

    Íslandsmeistaralið KR átti ekki í vandræðum með Tindastól þegar liiðin mættust í Iceland Express deild karlaí körfubolta í kvöld. KR-ingar skoruðu 84 stig gegn 66 stigum Tindastóls. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum. Nánari umfjöllun og viðtöl koma síðar í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 95-93

    Njarðvíkingar lögðu granna sína frá Keflavík í spennuþrungnum leik í Ljónagryfjunni í kvöld 95-93. Leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Magnús Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, fékk tækifæri til að jafna leikinn af vítalínunni í lokin en setti aðeins eitt skota sinna ofan í.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflvíkingar búnir að reka Kristoffer Douse

    Miðherjinn Kristoffer Douse hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Keflvíkinga en karfan.is segir frá því að körfuknattleiksdeild Keflavíkur hafi sagt upp samningi hans. Douse stoppaði stutt við á Íslandi því hann kom til liðsins í lok janúar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Öll úrslit kvöldsins í IE-deild karla

    Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. Stjarnan lagði Njarðvík, Tindastóll vann Hauka í háspennuslag og sama spennan var upp á teningnum í Keflavík þar sem Snæfell var í heimsókn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Snæfell 101-100

    Bikarmeistarar Keflvíkinga komust aftur á sigurbraut í Iceland Express deild karla í kvöld með því að vinna dramatískan 101-100 sigur á Snæfelli í framlengdum leik. Magnús Þór Gunnarsson skaut sína menn í gang í upphafi þriðja leikhluta, skoraði tvo rosalega mikilvæga þrista á lokakafla leiksins og skoraði alls 35 stig en það var hinn ungi Almar Guðbrandsson sem tryggði Keflavík 101-100 sigur á Snæfelli með því að setja niður víti þremur sekúndum fyrir lok framlengingarinnar. Leikurinn fór því framlengingu alveg eins og fyrri leikurinn í Hólminum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bikarmeistararnir sækja Þórsara heim | þrír leikir í kvöld

    Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar 17. umferð lýkur. Botnlið Vals tekur á móti Tindastól á Hlíðarenda, Þór Þorlákshöfn leikur gegn nýkrýndum bikarmeisturum úr Keflavík. KR-ingar taka á móti Fjölni. Allir leikirnir hefjast kl. 19.15.

    Körfubolti