Allt annar Pavel í númer fimmtán Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2014 08:30 Pavel Ermolinski hefur spilað vel með KR í vetur og ekki síst eftir að hann endurheimti treyju númer fimmtán í janúar. Vísir/Pjetur Pavel Ermolinski hefur sett nýtt met í úrvalsdeild karla með því að ná sjö þrennum í Dominos-deild karla í vetur en um leið var hann einnig fyrstur til að ná þrennu í þremur leikjum í röð og sá sem nær þrennum með fæstra daga millibili. Hver þrenna kappans tryggir honum ennfremur enn betri stöðu í efsta sæti listans yfir flestar þrennur í sögu úrvalsdeildar karla en þær eru núna orðnar fimmtán. Það sem vekur þó mikla athygli er gríðarlegur munur á framlagi Pavels Ermolinskij eftir því hvort hann spilar í sínu uppáhaldsnúmeri, fimmtán, eða treyju númer níu þegar hann gaf Martin Hermannsyni eftir treyju númer fimmtán og fékk hans treyju í staðinn. Báðir vilja þeir Pavel og Martin spila í treyju fimmtán eins og Fréttablaðið fjallaði um fyrr í vetur og komust þeir að samkomulagi um að skipta við hvern tapleik. Tapleikirnir hafa aðeins verið tveir, í bikarnum á móti Njarðvík í nóvember og í deildinni á móti Grindavík í fyrsta leik ársins 2014. Pavel skipti því úr fimmtán í níu í nóvember og svo úr níu í fimmtán í janúar. Þegar tölfræði Pavels í deildinni er skoðuð eftir því í hvaða treyju hann spilar kemur í ljós gríðarlegur munur á framlagi hans og í raun hefur Pavel verið á rosalegri siglingu eftir að hann komst aftur í treyju fimmtán. Pavel hefur verið með þrennu í síðustu þremur leikjum sínum og er með þrennu að meðaltali í undanförnum fimm leikjum (14,6 stig – 11,2 fráköst – 11,2 stoðsendingar). KR hefur að sjálfsögð unnið þá alla enda er Pavel illviðráðanlegur á góðum degi. Það eru aðeins átta leikir síðan hann komst aftur í treyju fimmtán eftir skell á móti Grindavík í DHL-höllinni. Fyrsti leikurinn á móti ÍR var ekki einn af þeim bestu í uppáhaldstreyjunni í vetur en eftir súperleik í sigri á Snæfelli (28 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar) hefur Pavel næstum því alltaf verið á þrennuvaktinni. Pavel var ekki nálægt þrennu í einum af síðustu sjö leikjum en þá gerði hann út um leikinn með því að skora sigurkörfuna á móti Stjörnunni. Pavel er með þriggja þrennu forskot á Haukamanninn Emil Barja og því þegar búinn að tryggja sér „þrennutitilinn“ þegar tvær umferðir eru eftir alveg eins og KR-liðið er þegar búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Næst á dagskrá er að fara að grafa upp þrennumetin í úrslitakeppninni þar sem Pavel og KR-liðið er líklegt til afreka.Treyjuáhrifin á Pavel Ermolinskij leyna sér ekki:Þrefaldar tvennur: Í treyju númer fimmtán: 6 í 11 leikjum Í treyju númer níu: 1 í 9 leikjumMismunur: +5Stig í leik Í treyju númer fimmtán: 13,6 Í treyju númer níu: 11,6Mismunur: +2,3Fráköst í leik Í treyju númer fimmtán: 12,3 Í treyju númer níu: 10,3Mismunur: +1,9Stoðsendingar í leik Í treyju númer fimmtán: 8,7 Í treyju númer níu: 6,3Mismunur: +2,4Framlag í leik Í treyju númer fimmtán: 26,2 Í treyju númer níu: 19,9Mismunur: +6,3 ----Þrennumetin hans Pavels Ermolinskij í vetur7 Flestar þrennur á einu tímabili3 Þrennur í flestum leikjum í röð4 Fæstir dagar á milli þrennna15 Flestar þrennur í sögu úrvalsdeildar karla Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Pavel Ermolinski hefur sett nýtt met í úrvalsdeild karla með því að ná sjö þrennum í Dominos-deild karla í vetur en um leið var hann einnig fyrstur til að ná þrennu í þremur leikjum í röð og sá sem nær þrennum með fæstra daga millibili. Hver þrenna kappans tryggir honum ennfremur enn betri stöðu í efsta sæti listans yfir flestar þrennur í sögu úrvalsdeildar karla en þær eru núna orðnar fimmtán. Það sem vekur þó mikla athygli er gríðarlegur munur á framlagi Pavels Ermolinskij eftir því hvort hann spilar í sínu uppáhaldsnúmeri, fimmtán, eða treyju númer níu þegar hann gaf Martin Hermannsyni eftir treyju númer fimmtán og fékk hans treyju í staðinn. Báðir vilja þeir Pavel og Martin spila í treyju fimmtán eins og Fréttablaðið fjallaði um fyrr í vetur og komust þeir að samkomulagi um að skipta við hvern tapleik. Tapleikirnir hafa aðeins verið tveir, í bikarnum á móti Njarðvík í nóvember og í deildinni á móti Grindavík í fyrsta leik ársins 2014. Pavel skipti því úr fimmtán í níu í nóvember og svo úr níu í fimmtán í janúar. Þegar tölfræði Pavels í deildinni er skoðuð eftir því í hvaða treyju hann spilar kemur í ljós gríðarlegur munur á framlagi hans og í raun hefur Pavel verið á rosalegri siglingu eftir að hann komst aftur í treyju fimmtán. Pavel hefur verið með þrennu í síðustu þremur leikjum sínum og er með þrennu að meðaltali í undanförnum fimm leikjum (14,6 stig – 11,2 fráköst – 11,2 stoðsendingar). KR hefur að sjálfsögð unnið þá alla enda er Pavel illviðráðanlegur á góðum degi. Það eru aðeins átta leikir síðan hann komst aftur í treyju fimmtán eftir skell á móti Grindavík í DHL-höllinni. Fyrsti leikurinn á móti ÍR var ekki einn af þeim bestu í uppáhaldstreyjunni í vetur en eftir súperleik í sigri á Snæfelli (28 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar) hefur Pavel næstum því alltaf verið á þrennuvaktinni. Pavel var ekki nálægt þrennu í einum af síðustu sjö leikjum en þá gerði hann út um leikinn með því að skora sigurkörfuna á móti Stjörnunni. Pavel er með þriggja þrennu forskot á Haukamanninn Emil Barja og því þegar búinn að tryggja sér „þrennutitilinn“ þegar tvær umferðir eru eftir alveg eins og KR-liðið er þegar búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Næst á dagskrá er að fara að grafa upp þrennumetin í úrslitakeppninni þar sem Pavel og KR-liðið er líklegt til afreka.Treyjuáhrifin á Pavel Ermolinskij leyna sér ekki:Þrefaldar tvennur: Í treyju númer fimmtán: 6 í 11 leikjum Í treyju númer níu: 1 í 9 leikjumMismunur: +5Stig í leik Í treyju númer fimmtán: 13,6 Í treyju númer níu: 11,6Mismunur: +2,3Fráköst í leik Í treyju númer fimmtán: 12,3 Í treyju númer níu: 10,3Mismunur: +1,9Stoðsendingar í leik Í treyju númer fimmtán: 8,7 Í treyju númer níu: 6,3Mismunur: +2,4Framlag í leik Í treyju númer fimmtán: 26,2 Í treyju númer níu: 19,9Mismunur: +6,3 ----Þrennumetin hans Pavels Ermolinskij í vetur7 Flestar þrennur á einu tímabili3 Þrennur í flestum leikjum í röð4 Fæstir dagar á milli þrennna15 Flestar þrennur í sögu úrvalsdeildar karla
Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn