Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Var hissa eins og allir aðrir

    KR-ingar fengu ekki bara besta körfuboltamann landsins í dag heldur ákvað besti leikstjórnandi landsins, Jakob Örn Sigurðarson, að stjórna umferðinni hjá KR-liðinu í vetur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Orðinn leiður á að vera alltaf einn

    Jón Arnór Stefánsson hefur verið viðloðandi flestar stærstu fréttirnar úr íslenskum körfubolta síðustu ár og það varð engin breyting á því í dag þegar hann samdi við KR.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Nemanja Sovic í Stjörnuna

    Serbinn Nemanja Sovic hefur skrifað undir eins árs samning við Stjörnuna. Sovic fékk sig lausan undan samning við Breiðablik fyrr í sumar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þór styrkir sig fyrir veturinn

    Körfuknattleiksdeild Þórs Akureyri hefur náð samkomulagi við serbneskan leikmann en frá þessu er greint á vefsíðu félagsins. Milorad Damjanak heitir leikmaðurinn og er mikið tröll.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Eitt prósent getur oft verið drjúgt

    Hinn gamalreyndi Eiríkur Önundarson, 33 ára körfuboltakappi úr ÍR, hefur ákveðið að leika áfram með Breiðhyltingum í Iceland Express-deildinni í körfubolta næsta vetur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Eiríkur áfram með ÍR

    Eiríkur Önundarson er hættur við að hætta og mun leika áfram með ÍR á næstu leiktíð. Ásamt því að leika með liðinu mun hann verða aðstoðarþjálfari Jóns Arnars Ingvarssonar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jóhann Árni til Þýskalands

    Jóhann Árni Ólafsson úr Njarðvík hefur gert eins árs samning við þýska Pro B-deildarliðið Proveu Merlins. Þetta kemur fram á karfan.is í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Myndi hætta að þjálfa og klæðast pilsi

    Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, hefur í sumar skrifað skemmtilega pistla á fréttasíðuna karfan.is. Í nýjasta pistlinum veltir Benedikt m.a. vöngum yfir bandarískum leikmönnum sem fara í víking til Evrópu og efnilegum körfuboltastúlkum á Íslandi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hörður Axel til Spánar

    Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson hjá Keflavík hefur gert tveggja ára samning við spænska B-deildarfélagið Melilla. Þetta staðfesti Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari og þjálfari Keflavíkur við Vísi í morgun.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Óvíst hvar Brynjar mun spila

    Óvissa ríkir um hvar Brynjar Þór Björnsson mun spila á næstu leiktíð. Brynjar fékk tilboð frá Highpoint háskólanum í Bandaríkjanum en var síðan ekki samþykktur inn í kerfið og þarf að bíða að minnsta kosti í eitt ár.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvíkingar styrkja sig

    Njarðvíkingar hafa krækt sér í tvo bakverði sem leika munu með félaginu á næstu leiktíð. Þetta kemur fram á vefsíðunni karfan.is.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Breiðablik að styrkja sig

    Breiðablik hefur fengið liðstyrk fyrir næsta leiktímabil í Iceland Express-deildinni en Hjalti Vilhjálmsson hefur ákveðið að ganga til liðs við félagið. Hjalti kemur frá Fjölni en Grafarvogsliðið féll á síðasta tímabili.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hörður Axel til Keflavíkur

    Hörður Axel Vilhjálmsson er kominn til Íslandsmeistara Keflavíkur en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Hörður er uppalinn hjá Fjölni en lék síðasta tímabil með Njarðvík þar sem hann var með 12,5 stig að meðaltali í leik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Egill til Danmerkur

    Egill Jónasson mun ekki leika með Njarðvík á næsta tímabili þar sem hann mun halda til Danmerkur í nám.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Beljanski í Breiðablik

    Miðherjinn Igor Beljanski hefur gengið frá samningi við körfuknattleiksdeild Breiðabliks þar sem hann mun spila undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar. Beljanski lék með Grindavík síðasta vetur en spilaði fyrir Einar Árna hjá Njarðvík á sínum tíma. Þetta kom fram á karfan.is í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sovic á leið frá Breiðabliki

    Nemanja Sovic hefur farið þess á leit við félagið að verða leystur undan samningi. Hann skrifaði undir tveggja ára samning þegar hann gekk til liðs við Blika í október.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fær tvö olnbogaskot í stað eins

    "Maggi verður alltaf vinur minn hvort sem hann fer í Njarðvík eða eitthvað annað," sagði Jón Norðdal Hafsteinsson, leikmaður Keflavíkur, um ákvörðun félaga hans Magnúsar Gunnarssonar um að ganga í raðir Njarðvíkinga.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ætli ég fái ekki kauphækkun

    Magnús Þór Gunnarsson hefur leikið allan sinn feril með Keflavík, en í kvöld gengur hann formlega í raðir erkifjendanna í Njarðvík. Vísir spurði Magnús hvernig tilhugsun það væri að fara að spila í grænu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Skallagrímur fær Eric Bell

    Skallagrímur hefur fengið bandarískan leikmann í sínar raðir. Hann heitir Eric Bell en hann þekkir þjálfara liðsins, Ken Webb, mjög vel. Þeir voru saman í Noregi í tvö ár og spilaði Bell undir stjórn Webb.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Magnús frá Keflavík í Njarðvík

    Það er nóg að gerast í leikmannamálum í körfuboltanum en á vefsíðu Víkurfrétta er sagt að Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Íslandsmeistara Keflavíkur í körfuknattleik, hafi komist að samkomulagi við Njarðvíkinga um að leika með þeim á næstu leiktíð.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Zdravevski að fá íslenskt ríkisfang

    Körfuboltamaðurinn Jovan Zdravevski hjá Stjörnunni er nú við það að fá íslenskan ríkisborgararétt. Zdravevski hefur leikið með Skallagrími og KR en gekk í raðir Stjörnunnar á síðustu leiktíð.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Valur tekur við Njarðvík

    Valur Ingimundarson mun taka við þjálfun Njarðvíkur í efstu deild karla í körfubolta en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Friðrik klár í slaginn á ný

    Miðherjinn Friðrik Stefánsson hjá Njarðvík hefur fengið þær góðu fréttir að hann megi byrja að æfa körfubolta á ný. Friðrik gat ekki leikið með Njarðvíkingum í úrslitakeppninni í vor vegna hjartagalla.

    Körfubolti