Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Brjáluð hliðardagskrá

Hún er öllum opin og tryggir að Airwaves er hátíð allra tónlistaráhugamanna í höfuðborginni, hvort sem þeir hafa keypt sér armband eða ekki.

Tónlist
Fréttamynd

Framsækinn Lundúnarappari

Nú þegar aðeins tæp vika er í að tónlistarveislan Iceland Airwaves skelli á eru margir á fullu að kynna sér þá listamenn sem spila á hátíðinni í ár. Það er gjarnan þannig með Airwaves að þegar maður skoðar listann í byrjun þá kannast maður ekki við næstum því öll nöfnin, en um leið og maður kynnir sér óþekktu nöfnin, þá fjölgar atriðunum sem maður má ekki missa af hratt.

Tónlist
Fréttamynd

Kröftugir danskir rokkarar

Önnur breiðskífa Thee Attacks er komin út hér á landi. Þessi hressilega danska rokkhljómsveit verður meðal gesta á Airwaves-hátíðinni í ár.

Tónlist
Fréttamynd

Erlent fjölmiðlafólk 300 talsins

Um þrjú hundruð manns frá fjölmiðlum víða í heiminum verða á meðal gesta á Airwaves-hátíðinni sem hefst í Reykjavík í lok mánaðarins. Fjöldinn er álíka mikill og mætti á hátíðina í fyrra.

Tónlist
Fréttamynd

Muck til Evrópu

Hljómsveitin Muck er lögð af stað í tæplega tveggja vikna tónleikaferðalag um Evrópu. Sveitin sendi frá sér plötuna Slaves fyrr á árinu og er ferðalagið liður í að fylgja útgáfunni eftir.

Tónlist
Fréttamynd

Nafnið vesen en á sama tíma lykillinn á bakvið velgengnina

Hljómsveitin Valdimar gefur út sína aðra breiðskífu, Um stund, á miðvikudaginn en hún kom í forsölu á netinu á fimmtudag. Valdimar Guðmundsson söngvari hljómsveitarinnar og Ásgeir Aðalsteinsson, gítarleikari, settust niður með Tinnu Rós Steinsdóttur.

Tónlist
Fréttamynd

Með lag í þættinum Shameless

"Þetta verður örugglega hressandi innlegg í þennan þátt,“ segir tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst. Lagið Yeah Yeah Yeah af síðustu sólóplötu hans, The Drift, verður notað í þættinum Shameless sem hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum. "Ég hef ekki séð neinn þátt en af kynningarefninu að dæma virðist þetta vera mjög sniðug og skemmtileg þáttaröð.“

Tónlist
Fréttamynd

Bat For Lashes gefa út nýja plötu

Umslag nýju plötunnar er er bæði ögrandi og óvenjulegt. Þar situr Khan fyrir allsnakin með nakinn karlmann vafin utan um sig. ,,Mig langaði að strípa mig algjörlega niður og heiðra konur eins og Patti Smith sem eru lausar við alla tilgerð og eru heiðarlegar,“ sagði hún í viðtali við NME.

Tónlist
Fréttamynd

Hasselhoff til landsins

David Hasselhoff, einnig þekktur sem strandarvörðurinn í Baywatch, mun koma hér til lands og halda tónleika.

Tónlist
Fréttamynd

Hyldýpi til Danmerkur

Íslenski sviðslistahópurinn Sublimi mun í næstu viku frumsýna nýtt íslenskt verk á sviðslistahátíðinni Junge Hunde í Árósum. Verkið ber heitið Hyldýpi eða Abyss.

Tónlist
Fréttamynd

Stafnbúi Steindórs og Hilmars kominn út

Rímnatónlist er vafalaust einhver merkasti menningararfur Íslendinga. Steindór Andersen, okkar þekktasti kvæðamaður, hefur hér valið tólf stemmur sem hann flytur við seiðmagnaða tónlist kvikmyndatónskáldsins og Allsherjargoðans Hilmars Arnar Hilmarssonar.

Tónlist
Fréttamynd

Magnaðir minningartónleikar Ellýjar Vilhjálms

Meðfylgjandi myndir voru teknar á minningartónleikum Ellýjar Vilhjálms fyrir troðfullu húsi - í Laugardalshöllinni á laugardaginn var. Gríðarlega góð stemning var í höllinni og tónleikagestir skemmtu sér konunglega. Stórsöngvarar Íslands sáu um að rifja upp feril Ellýjar og fjölmiðlakonan Margrét Blöndal var frábær sem kynnir sýningarinnar en Margrét skrifaði einnig ævisögu Ellýjar sem gefin er út af Senu - lesa meira um bókina hér.

Tónlist
Fréttamynd

Samdi lag við ljóð mömmu

Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson samdi lag við ljóð móður sinnar Rögnu Erlendsdóttir á þriðju sólóplötu sinni, Þar sem himinn ber við haf, sem kemur út á næstu dögum.

Tónlist
Fréttamynd

Mahler sunginn í Salnum

Á tónleikunum flytja Sesselja, Ágúst og Eva Þyri meðal annars lögin Wo die schönen Trompeten blasen, Urlicht og Wer hat dies Liedlein erdacht.

Tónlist
Fréttamynd

Snow Patrol bauð Sykri að "remixa”

Íslenska elektrósveitin Sykur hefur endurhljóðblandað lag norður-írsku og skosku popparanna í Snow Patrol, The Symphony, af síðustu plötu þeirra Fallen Empires. "Við vorum að spila á Barfly í Camden fyrir ári og hittum þar fyrir einn liðsmann Snow Patrol. Hann sá okkur spila og vildi ólmur að við endurhljóðblönduðum eitthvað lag af nýju plötunni þeirra,“ segir Halldór Eldjárn úr Sykri og á þar við söngvarann Gary Lightbody.

Tónlist
Fréttamynd

Feit hiphop-veisla á Airwaves

Hiphop-kvöld undir merkjum Kronik er fastur liður á Iceland Airwaves-hátíðinni. Þau hafa oft verið góð, en í ár er dagskráin þéttari en stundum áður. Það eru tvær sveitir frá Seattle sem eru stærstu númerin, en að auki koma fram Úlfur Úlfur, Emmsé Gauti, hinn sjóðheiti Gísli Pálmi og nýja bandið hans Sölva Blöndal og Tiny úr Quarashi, Halleluwah.

Tónlist
Fréttamynd

Stuðmenn fá fullt hús stiga

Það ríkti mikil gleði í Hörpu á föstudags- og laugardagskvöld þegar Stuðmenn fögnuðu þrjátíu ára afmæli myndarinnar Með allt á hreinu og það var vægast sagt áberandi á samskiptasíðunni Facebook um helgina að fólk var almennt ánægt með tónleikana. Friðrik Ómar, Ólafur Páll og Selma Björns lifa og hrærast í tónlistarbransanum - þetta var það sem þau sögðu um Stuðmannatónleikana:

Tónlist
Fréttamynd

Bæði djörf og saklaus

Söngkonan Taylor Swift, 22 ára, mætti á tónlistarverðlaunahátíðina Teen Awards á Wembley leikvanginn klædd í hvítan kjól með hárið tekið í tagl í Lundúnum í gær. Þá mætti söngkonan nokkrum klukkustundum síðar á svið klædd í stuttar buxur, gegnsæjan topp, með eldrauðan varalit og hárið slegið. Það verður ekki annað sagt en að hún hafi verið sakleysið uppmálað þegar hún sinnti aðdáendum fyrir utan tónleikahöllina en þegar inn var komið og hún mætti á sviðið var hún heldur djarfari.

Tónlist