Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Does it Offend You, Yeah? - Don't Say We Didn't Warn You

Önnur plata bresku indí-teknó háskólakrakkana frá Reading. Fyrsta platan var nægilega beitt til þess að ýta tónleikaferðalagstannhjólinu af stað. Sveitin hefur því verið á linnulausu ferðalagi heimshornanna á milli síðan fyrri platan, You Have No Idea What Your getting Yourself into, kom út árið 2008. Það var fín plata en þar stóð hæst upp úr lagið Let's Make Out sem Sebastian Grangier úr Death From Above 1979 söng.

Tónlist
Fréttamynd

Nýtt efni frá Damon á netinu

Nýtt lag sem tónlistarmaðurinn Damon Albarn tók upp með Dan the Automator og Kid Koala gengur nú hratt á milli tónlistarunnenda á netinu. Lagið komst í umferð eftir að Kid Koala spilaði það í útvarpsþætti á þriðjudagskvöldið. Hægt er að sjá hann spila lagið í þættinum í myndbandinu hér fyrir ofan. Tónlistarmennirnir hafa ekkert látið uppi um lagið eða önnur sem kunna að fylgja í kjölfarið en almennt er talið að það verði á væntanlegri sólóplötu Dan the Automator. Albarn vann með þeim tveimur að fyrstu plötu Gorillaz árið 2001.

Lífið
Fréttamynd

Fleet Foxes full af sjálfri sér

Fleet Foxes var án nokkurs vafa ein af hljómsveitum ársins 2008. Frumburði hljómsveitarinnar var gríðarlega vel tekið, en nú er önnur platan á leiðinni og væntingarnar eru miklar. Önnur breiðskífa Fleet Foxes, Helplessness Blues, kemur út í byrjun maí. Í fyrstu átti platan að vera tekin upp á stuttum tíma og forsprakkinn Robin Pecknold sagði í viðtali við tónlistarvefinn Pitchfork að allur söngur ætti að vera tekinn upp í einni tilraun. „Þannig að ef við klúðrum einhverju vil ég halda því á plötunni,“ sagði hann. „Ég vil ekki að raddirnar verði gallalausar og ég vil að það sé gítarklúður.“ Pecknold og félagar hættu svo við þessa hugmynd, hentu því sem þeir voru búnir að taka upp og byrjuðu upp á nýtt. Þeir gáfu sér góðan tíma í upptökurnar og afraksturinn lofar góðu, miðað við titillagið sem er þegar byrjað að hljóma á öldum ljósvakans.

Lífið
Fréttamynd

Vasadiskó - 2. þáttur - handritið

Páskadagur - 24.apríl - kl. 15 - 17. Tim Hecker - In the fog II. Sá Agent Fresco á Sódóma daginn fyrir Skírdag. Nýi bassaleikarinn er magnaður. Bandið loksins orðið tilbúið til þess að sigra heiminn.

Tónlist
Fréttamynd

Með tvö lög í þáttunum So You Think You Can Dance

"Þetta er frekar kúl. Ég horfi alltaf á þættina. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds, sem á tvö lög í næstu þáttaröð af So You Think You Can Dance sem fer í loftið í lok maí. Ólafur tekur fram að enn eigi eftir að klippa þættina en miklar líkur séu þó á að lögin tvö, Kjurrt og Gleypa okkur, verði í þáttunum. "Maður veit aldrei hvað endar í sjónvarpi og hvað ekki," segir hann varkár. Lögin eru af síðustu plötu Ólafs, …And They Have Escaped the Weight of Darkness sem kom út í fyrra. Þau eru bæði mjög róleg en tveir dansarar í þáttunum völdu þau fyrir dansatriði sín.

Lífið
Fréttamynd

Tekur upp nýja plötu

Leikarinn Jeff Bridges er að undirbúa nýja plötu með T-Bone Burnett, sem samdi tónlistina í myndinni Crazy Heart.

Lífið
Fréttamynd

Umdeilt myndband

Söngkonan Lady Gaga sendir á föstudaginn langa frá sér myndband við lagið Judas. Það er annað smáskífulagið af væntanlegri plötu hennar Born This Way. Í myndbandinu er Gaga klædd sem María Magdalena og hafa ljósmyndir úr því þegar vakið mikla hneykslan hjá fjölda trúarhópa.

Lífið
Fréttamynd

Spennandi tónlistarkokkteill

TV on the Radio frá Brooklyn í New York hefur gefið út plötuna Nine Types of Light. Hljómsveitin er þekkt fyrir að hrista saman ýmsar tónlistarstefnur í litríkan og bragðgóðan kokkteil.

Lífið
Fréttamynd

Ekki veikan blett að finna

Upptökum á fjórðu plötu Geirs Ólafssonar lauk fyrir skömmu í Kaliforníu. 22 hljóðfæraleikarar komu við sögu og stóðu upptökur yfir í þrjá og hálfan tíma.

Lífið
Fréttamynd

Á Icerave segja allir VÁ

Kanilkvöld er yfirskrift nýrra mánaðarlegra danstónlistarkvölda. Annað Kanilkvöldið verður haldið á morgun á Faktorý. Sigurður Arent skipuleggjandi hefur ekki áhyggjur af brjáluðu Icesave-fólki.

Lífið
Fréttamynd

Eins og lítil sinfónía

Hljómsveitin Dikta fær góða dóma á þýsku tónlistarsíðunni Pop100.com fyrir plötu sína Get It Together sem kom út þar í landi fyrir skömmu. Tónlistin er sögð ekki jafnflott og Geysir eða Sigur Rós en samt mjög góð.

Tónlist
Fréttamynd

Syngur á plötu Arctic Monkeys

Josh Homme, forsprakki Queens of the Stone Age, syngur á væntanlegri plötu bresku sveitarinnar Arctic Monkeys. Gripurinn nefnist Suck It And See og er væntanlegur í byrjun júní.

Tónlist
Fréttamynd

Hentu eldri upptökunum

Þjóðlagapoppararnir í Fleet Foxes þurftu að taka upp sína nýjustu plötu, Helplessness Blues, tvisvar sinnum.

Lífið
Fréttamynd

Skálmöld slær í gegn

Víkingarokkssveitin Skálmöld situr nú í toppsæti Tónlistans aðra vikuna í röð með plötu sína Baldur. Þetta telst að mörgu leyti óvenjulegt, yfirleitt eiga harðar rokksveitir á borð við Skálmöld ekki upp á pallborðið hjá almenningi en blómstra frekar í einangruðum kreðsum tónlistarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Týndri plötu lekið á netið

Plötu Davids Bowie, Toy, sem útgáfufyrirtæki hans hætti við að gefa út árið 2002, hefur verið lekið á netið. Á plötunni eru nýjar útgáfur af mörgum af hans eldri lögum, þar á meðal In the Heat of the Morning og Liza Jane, fyrsta smáskífulaginu hans. Platan kom aldrei út á vegum Virgin, meðal annars vegna höfundarréttarmála. Eftir að Bowie stofnaði eigið útgáfufyrirtæki, ISO, hafa fimm lög af plötunni verið gefin út. Bowie hefur ekki gefið út nýja plötu í átta ár. Lítið hefur spurst af honum síðan hann gekkst undir hjartaaðgerð árið 2004.

Lífið
Fréttamynd

Apparat tvisvar á Sódómu

„Við spiluðum oft á stöðum eins gamla Grand rokki þar sem var troðið af fólki og hávaði og stemning,“ segir Úlfur Eldjárn úr hljómsveitinni Apparat Organ Quartet.

Lífið
Fréttamynd

Tók upp plötu á iPhone

Michael Stipe, söngvari R.E.M., segist hafa tekið upp síðustu plötu hljómsveitarinnar á iPhone-símann sinn. Platan Collapse Into Now kom út 7. mars og á meðal gesta á henni eru Eddie Vedder úr Pearl Jam, Patti Smith og Peaches.

Lífið
Fréttamynd

Platan Watch The Throne tilbúin

Upptökustjórinn Guru sem er að vinna að nýjustu plötu rapparanna Jay-Z og Kanye West segir að gripurinn sé nánast tilbúinn. Útgáfudagur hefur samt ekki verið ákveðinn. „Ég er að reyna að fá Jay og Kanye til að drífa sig að klára Watch The Throne því heimurinn þarf að hlusta á þessa plötu,“ sagði hann. „Það þarf að lagfæra nokkur smáatriði en annars er platan tilbúin. Kanye vill bæta við það sem upptökustjórar gera og í því liggur snilligáfa hans.“

Lífið
Fréttamynd

Pearl Jam býr til plötu

Rokkararnir í Pearl Jam byrja í næsta mánuði að taka upp sína tíundu hljóðversplötu. Síðasta plata sveitarinnar, Backspacer, kom út árið 2009. "Við gerðum fullt af prufuupptökum og við erum með 25 möguleg lög,“ sagði bassaleikarinn Jeff Ament.

Lífið
Fréttamynd

Framleiða kvikmynd

Breska hljómsveitin Coldplay tekur þátt í fjármögnun kvikmyndarinnar Ashes með Ray Winstone í aðalhlutverki. Um spennumynd er að ræða sem Mat Whitecross, sem hefur leikstýrt mörgum myndböndum fyrir Coldplay, mun leikstýra. Söngvarinn Chris Martin og félagar verða einnig titlaðir sem meðframleiðendur myndarinnar. Ekki hefur verið ákveðið hvenær ræman kemur út. Coldplay er þessa dagana að taka upp sína nýjustu plötu. Tvö ár eru liðin síðan sú síðasta, Viva la Vida or Death and All His Friends, kom út.

Lífið
Fréttamynd

Dúett með Doom

Thom Yorke, söngvari Radiohead, er að vinna að nýrri plötu með bandaríska rapparanum Doom. „Við erum að vinna að nokkrum dúettum,“ sagði Doom. Þetta er á byrjunarstigi en við munum örugglega taka upp stóra plötu saman.“ Yorke er mikill aðdáandi rapparans og endurhljóðblandaði lag hans, Gazzillion Ear, fyrir tveimur árum. Yorke hefur unnið með fleirum að undanförnu því stutt er síðan hann tók upp smáskífulag með Four Tet og Burial. Skömmu áður tróð hann óvænt upp sem plötusnúður á klúbbi í Los Angeles. Nýjasta plata Radiohead, The King of Limbs, kom út í síðasta mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta sólóplata Begga Smára

Fyrsta plata tónlistarmannsins Begga Smára nefnist Mood og kemur út eftir um það bil mánuð. Þar blandar hann saman blús, sálartónlist og poppi. Við upptökurnar leitaðist hann við að ná sama hljómi og er á plötu Englendingsins Pauls Weller, Stanley Road, sem kom út 1995.

Lífið
Fréttamynd

Retro skrifaði undir í Berlín

Meðlimir hljómsveitarinnar Retro Stefson voru fyrr í vikunni staddir í Berlín þar sem þeir skrifuðu undir útgáfusamning við Vertigo sem risinn Universal er með á sínum snærum. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að samningur við Universal væri í bígerð og hann hefur nú verið undirritaður af hljómsveitarmeðlimum.

Lífið
Fréttamynd

Geimsteinn haslar sér völl í hipphoppinu

"Ég er búinn að fá grænt ljós frá Geimsteini,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti. Gauti hyggst senda frá sér fyrstu plötuna sína í maí og segir að um sumargrip sé að ræða. Hann hefur verið áberandi í hipphopp-senunni undanfarin misseri og söng meðal annars með Erpi Eyvindarsyni í laginu Elskum þessar mellur í fyrra.

Lífið
Fréttamynd

Alex Metric þeytir skífum

Breski plötusnúðurinn Alex Metric spilar á Nasa í kvöld. Hljómsveitin Bloodgroup sér um upphitun. Metric kom sá og sigraði á síðustu Iceland Airwaves-hátíð. Undanfarið hefur hann hitt í mark víða um Evrópu með laginu Open Your Eyes sem hann gerði í samvinnu við Steve Angello, einum af meðlimum hópsins Swedish House Mafia. Metric er þessa dagana að vinna að sinni fyrstu plötu sem kemur út í sumar og verður gefin út hjá EMI. Hún inniheldur nýtt efni ásamt endurhljóðblandaðri útgáfu af laginu Sabotage með Beastie Boys sem hefur verið vinsælt að undanförnu.

Lífið
Fréttamynd

Liam ræðst á Radiohead

Skiptar skoðanir eru um nýjustu plötu hljómsveitarinnar Radiohead, The King of Limbs, sem kom út á dögunum. Platan hefur þó fengið fína dóma gagnrýnenda og er með 81 af 100 mögulegum í meðaleinkunn á vefsíðunni Metacritic.com.

Lífið
Fréttamynd

Sannfærandi stílæfingar

Þótt platan sé vel heppnuð og það megi hafa gaman af henni þá hljómar hún samt of mikið eins og þetta séu stílæfingar,- eins og Groundfloor eigi enn eftir að finna sína fjöl tónlistarlega séð. Ég spái því að það komi á næstu plötu.

Gagnrýni