Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Skammt suðvestur af landinu er nú kyrrstæð hæð sem beinir fremur hægum vestlægum áttum að landinu. Vestanáttinni fylgja lágský, sem leggjast yfir, einkum um landið vestanvert, með þokumóðu eða súld við sjávarsíðuna. Veður 12.3.2025 07:08
Vestlæg átt leikur um landið Skammt suðvestur af landinu er nú kyrrstæð hæð sem stýrir veðrinu á landinu á næstunni. Vestlæg átt leikur því um landið og má sums staðar reikna með strekkings vindi norðantil. Hins vegar verður mun hægari vindur syðra. Veður 11.3.2025 07:10
Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Skammt suðvestur af landinu er nú háþrýstisvæði en norðan af landinu er smálægð sem nálgast og veldur vaxandi vestanátt á norðanverðu landinu. Veður 10.3.2025 07:13
„Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Stór svæði eru á floti í Suðurnesjabæ eftir veðrið sem hefur gengið þar yfir síðustu daga. Bæjarstjórinn segist lengi hafa kallað eftir bættum sjóflóðavörnum á svæðinu. Bryggjunni í Vogum hefur verið lokað vegna skemmda. Innlent 4. mars 2025 21:22
Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Mennirnir tveir sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í gærmorgun eru starfsmenn Hagtaks sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum en menn á vegum Hagtaks hafa undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni árla mánudagsmorguns að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar þegar stærðarinnar alda hrifsaði þá til sín með þeim afleiðingum að annar þeirra liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans, hinn náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum. Innlent 4. mars 2025 10:43
Þung færð fyrir vestan og víðar Færð er nokkuð þung víða um land. Á Suðvesturlandi er hálka og éljagangur á Hellisheiði, í Þrengslum, á Mosfellsheiði og á Krýsuvíkurvegi. Innlent 4. mars 2025 08:40
Vindasamt og rigning Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan tíu til átján metrum á sekúndu í dag þar sem má reikna með éljum á vestanverðu landinu, en rigningu eða slyddu austantil í fyrstu. Veður 4. mars 2025 07:10
Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Kona sem hefur búið að Fiskislóð í ellefu ár segist aldrei hafa orðið vitni að jafn kraftmiklum öldum. Innlent 3. mars 2025 20:11
Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum. Innlent 3. mars 2025 19:10
Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Vestfirði frá klukkan 23 í kvöld og til fimm í nótt. Í tilkynningunni kemur fram að búast megi við 13 til 20 metrum á sekúndu og snjókomu. Þá segir að skyggni verði takmarkað og akstursskilyrði versnandi, sérstaklega á fjallvegum. Veður 3. mars 2025 14:04
Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. Innlent 3. mars 2025 10:27
Slydda og snjókoma víða um land Djúp og kröpp lægð úti fyrir Norðvesturlandi beinir nú éljalofti til landsins, en hiti er nærri frostmarki víða hvar. Veður 3. mars 2025 07:12
Þak flettist af húsi í Sandgerði Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt vegna þaks sem var að fjúka af húsi í bænum. Innlent 3. mars 2025 06:28
Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes einkum í átt að Reykjavík. Óvissustig er á veginum og gæti komið til lokana með stuttum fyrirvara. Innlent 2. mars 2025 22:19
Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Sjór gengur víða á land og hefur valdið tjóni á Seltjarnarnesi, Granda og við Sörlaskjól vestur í bæ í kvöld. Flætt hefur til að mynda yfir hringtorgið við Eiðsgranda. Innlent 2. mars 2025 21:35
Holtavörðuheiðinni lokað Holtavörðuheiðinni hefur verið lokað vegna færðar og veðurs. Appelsínugul veðurviðvörun fer í gildi á svæðinu í kvöld. Innlent 2. mars 2025 13:13
Appelsínugular viðvaranir í kortunum Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular veðurviðvaranir á Suðurlandi, í Faxaflóa, Breiðafirði, á Ströndum og Norðurlandi vestra. Veður 2. mars 2025 11:38
Öflug lægð nálgast landið Öflug lægð nálgast landið frá Grænlandshafi og blæs óstöðugu éljaloft. Gengur því á með suðvestanhvassviðri- eða stomri og dimmum éljum, en hvassast er í hryðjum suðvestantil. Veður 2. mars 2025 07:30
Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Í gærkvöldi var mikill sjógangur og hvasst á Seltjarnarnesi og bera myndir af ströndinni vott um ægimátt hafsins þegar illa viðrar. Það flæddi ofan í minnst sex kjallara og kröftugar öldurnar lömdust utan í sjávargarðana og dreifði stærðar grjóti um Suðurnesið. Innlent 1. mars 2025 22:23
Gular viðvaranir gefnar út Gular viðvaranir verða í gildi á Breiðafirði, höfuðborgarsvæðinu, Suður- og Vesturlandi og Suðusturlandi á morgun. Innlent 1. mars 2025 13:57
Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót skaust marga metra upp á land og malbik flettist af göngustíg í Skerjafirði í vonskuveðrinu í nótt. Íbúi til tólf ára segist ekki hafa séð annað eins. Innlent 1. mars 2025 10:34
Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Vegagerðin varar við veginum við Kjalarnesveg í suðurátt. Vegna hárrar sjávarstöðu og hafróts berst grjót og fleira yfir veginn. Innlent 1. mars 2025 09:03
Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Gul viðvörun vegna suðvestanhríðar er í gildi á Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og eystra og á Miðhálendinu fyrri partinn í dag. Búist er við slæmu skyggni og færð á vegum. Veður 1. mars 2025 07:53
Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Víðáttumikil lægð á Grænlandshafi stýrir veðrinu í dag og má reikna með sunnan hvassviðri eða stormi og rigningu sunnan- og vestantil. Úrkomulítið verður þó á Norðausturlandi. Veður 28. febrúar 2025 07:09