Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Í dag er norðanáttin gengin niður á Vesturlandi, en annars staðar er víða kaldi og sums staðar allhvassir eða hvassir vindstrengir. Til dæmis undir Vatnajökli og á sunnanverðum Austfjörðum. Veður 20.9.2025 07:13
Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Öflug hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði austur af landinu beina áfram svalri norðlægri átt í landsins. Víða má búast við kalda eða strekkingi í dag en allhvassir eða hvassir vindstrengir verða undir Vatnajökli og á sunnanverðum Austfjörðum. Veður 19.9.2025 07:12
Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði austur af landinu beina svalri norðlægri átt til landsins og verður víða kaldi eða strekkingur í dag. Veður 18.9.2025 08:12
Dálítil rigning og lægðir á sveimi Lægðir eru á sveimi í kringum Ísland í dag og verður áttin áfram norðaustlæg – stekkingur á Vestfjörðum en annars hægari. Veður 12. september 2025 07:06
Væta með köflum og dregur úr vindi Lægðir suður af landinu stýra veðrinu á landinu í dag þar sem búist er við norðaustlægri átt, átta til fimmtán metrum á sekúndu, og dálítilli vætu með köflum. Veður 11. september 2025 07:09
Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Skil nálgast nú landið úr suðaustri og fara þau vestur yfir landið í dag. Þeim fylgir austan- og norðaustanátt, víða fimm til þrettán metrar á sekúndu með rigningu, en hægari vindur og úrkomulítið vestantil á landinu fram eftir degi. Veður 10. september 2025 07:25
Hvasst og samfelld rigning austast Lægðin sem stjórnað hefur veðrinu á landinu síðustu daga er nú skammt norðvestur af landinu og fjarlægist smám saman. Veður 9. september 2025 07:11
Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gul úrkomuviðvörun tekur gildi á Austfjörðum og á Suðausturlandi klukkan fjögur síðdegis vegna talsverðrar rigningar. Veðurstofa Íslands varar íbúa svæðisins við úrhellinu. Innlent 8. september 2025 14:36
Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Veðurstofan spáir austan átta til fimmtán metrum á sekúndu á austanverðu landinu í dag og hvassara um tíma suðaustantil og við austurströndina. Það verður þó mun hægari á vesturhelmingi landsins. Veður 8. september 2025 07:37
Rigning í dag Spáð er norðaustan 5-13 metrum á sekúndu og rigningu í dag, talsverðri um tíma suðaustantil, en þurrt um landið vestanvert fram eftir degi. Veður 7. september 2025 08:24
Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægum vindi í dag, en norðaustan strekkingi á norðanverðum Vestfjörðum. Veður 5. september 2025 07:12
Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Hiti mældist hæstur á landinu 29,8 stig við Egilstaðaflugvöll þann 16. ágúst og er það mesti hiti sem mælst hefur í ágústmánuði á Íslandi. Eldra met var 29,4 stig á Hallormsstað í lok ágúst 2021. Þetta er jafnframt mesti hiti sem mælst hefur á sjálfvirkri veðurstöð á Íslandi og hæsti hiti sem skráður hefur verið í landinu frá árinu 1946, þegar hitinn fór í 30,0 stig á Hallormsstað. Innlent 4. september 2025 07:41
Dregið hefur úr skriðuhættu Eftir tvo mjög úrkomusama daga á Austfjörðum stytti að mestu upp í gærkvöldi og nótt og dregið hefur úr skriðuhættu á svæðinu. Innlent 3. september 2025 15:29
Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu, en að fram eftir degi megi búast við strekkingi víða á Vesturlandi. Veður 3. september 2025 07:15
Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum Skriðuvakt Veðurstofu Íslands varar við aukinni skriðuhættu á Austurlandi sem rekja má til töluverðrar úrkomu og haustveðurs síðustu sólarhringa. Skriðuvaktin fylgist náið með mælitækjum sínum, einkum á Seyðisfirði og Eskifirði. Innlent 2. september 2025 12:47
Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Víðáttumikil lægð skammt norður af Skotlandi stjórnar veðrinu á landinu í dag og á morgun og má reikna með norðaustan kalda eða stinningskalda með rigningu á norðan- og austanverðu landinu. Gert er ráð fyrir talsverðri úrkomu á Austfjörðum um tíma í dag, en yfirleitt léttskýjuðu sunnan- og vestanlands. Veður 2. september 2025 07:38
Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Djúp og víðáttumikil lægð er nú vestur af Írlandi sem sendir skilabakka með rigningu og súld yfir landið. Þó verður lítil sem engin úrkoma suðvestantil, enda hlémegin og er úrkomuákefðin ávallt mest áveðurs. Veður 1. september 2025 06:53
Boðar sumarveður inn í september Blíðviðri er í kortunum á suðvesturhluta landsins. Búist er við miklu sólskini í dag og á morgun, þótt einhverjar síðdegisskúrir gætu látið á sér kræla. Veðurfræðingur segir spána afar hagstæða á höfuðborgarsvæðinu, og á Suður- og Vesturlandi. Innlent 31. ágúst 2025 13:26
Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Breytingar í veltihringrás Atlantshafsins af sökum loftslagsbreytinga gætu valdið því að hringrás Golfstraumsins rofni og verulega kólni á Íslandi. Fagstjóri loftslagsmála hjá Veðurstofu Íslands segir Ísland standa frammi fyrir hamfarakólnun. Innlent 31. ágúst 2025 11:32
Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Vegfarandi varð var við þennan hvirfilbyl á leið suður með sjó um sjöleytið í gærkvöld. Innlent 30. ágúst 2025 09:44
Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hægur vindur er nú á landinu og verður skýjað með köflum og smá skúrir á víð og dreif. Líkur eru á hellidembu suðvestantil seinnipartinn og er ekki útilokað að vart verði við þrumur og eldingar um tíma. Veður 29. ágúst 2025 07:18
Hlýtt og rakt loft yfir landinu Hin djúpa lægð sem olli hvassri austanátt syðst á landinu í byrjun vikunnar er nú komin suðaustur að Skotlandi og eru vindar á landinu því hægir. Veður 28. ágúst 2025 07:07
Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Djúp lægð suður af landinu olli stífum vindi á landinu í gær og hún fjarlægist í dag og er vindur því á undanhaldi. Veður 27. ágúst 2025 07:09
„Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Björgunarsveitin Þorbjörn hefur staðið í ströngu frá því snemma í morgun við að aðstoða ferðamenn að Fjallabaki og þar um kring. Gríðarlegir vatnavextir eru á svæðinu og aðstæður leiðinlegar. Innlent 26. ágúst 2025 16:19