Veður

Veður


Fréttamynd

Stöðufundur í Laugar­dal klukkan 10:30

Eftirlitsaðilar Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, munu funda klukkan 10:30 með dómurum leiks Íslands og Norður-Írlands, auk forráðamanna knattspyrnusambanda ríkjanna, vegna fyrirhugaðs leiks kvöldsins í Þjóðadeild kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumar­dekkjum

Miklar tafir eru enn á stóru umferðaræðunum til Reykjavíkur vegna umferðaróhappa og ökutækja sem eru á sumardekkjum. Viðbragðsaðilar eru í mikilli hættu þegar þeir eru að reyna að aðstoða ökumenn sem eiga í erfiðleikum vegna þess að ökumenn aka ekki varlega í þessari færð.

Innlent
Fréttamynd

Snjó­koman rétt að byrja

Snjó kyngir niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur og gular viðvaranir vegna snjókomunnar taka gildi síðar í dag. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að snjóað hafi síðan í gærkvöldi á suðvesturhorninu og nokkurra sentímetra snjólag liggi nú yfir.

Innlent
Fréttamynd

Öllu búin skildi snjóspáin raun­gerast

Reyna mun á nýtt undirlag Laugardalsvallar ef veðurspár reynast réttar um mikla snjókomu á morgun fyrir leik Íslands við Norður-Írland í Þjóðadeild kvenna. Vallarstjóri kveðst öllu búinn en vonast eftir minni úrkomu en meiri.

Fótbolti
Fréttamynd

Mildari spá í kortunum

Útlit er fyrir mildara veðri á morgun en spáð var fyrir í gær að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Gular veðurviðvaranir hafa samt sem áður verið gefnar út þar sem varað er við versnandi akstursskilyrðum.

Veður
Fréttamynd

Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti

Löng röð er að Gúmmívinnustofunni í Skipholti til að komast í dekkjaskipti. Norbert, starfsmaður verkstæðisins, segir líklega um þriggja klukkustunda bið. Hann segir mjög mikið hafa verið að gera í síðustu viku en ekki eins og í dag.

Innlent
Fréttamynd

Norðan­áttin gengur niður

Norðanáttin gengur smám saman niður í dag en má þó búast við allhvössum eða hvössum vindi suðaustanlands fram að hádegi.

Veður
Fréttamynd

Víða vetrarfærð, Fjarðar­heiði lokuð og björgunar­sveitir að­stoða fólk í föstum bílum

Veginum um Fjarðarheiði hefur verið lokað vegna ófærðar og björgunarsveitir eru farnar á vettvang til að aðstoða ökumenn sem sitja fastir í bílum á heiðinni. Óvíst er hvenær hægt verður að opna aftur fyrir umferð um heiðina en gular veðurviðvaranir eru í gildi víða sunnan- og austanlands þar til seint í kvöld. Þá hafa björgunarsveitir verið kallaðar út til að aðstoða fólk sem er fast á veginum um Kjöl. Lögreglan bendir á að nú þegar veturinn er að skella á sé tími til að huga að vetrardekkjunum og kynna sér aðstæður áður en lagt er af stað.

Innlent
Fréttamynd

Stormur eða hvass­viðri suðaustan­til

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan og norðaustan 8 til 15 metrum á sekúndu, en 15 til 23 metrum, hvassviðri eða stormi, suðaustantil í dag. Gera má ráð fyrir hviðum allt að 40 metrum á sekúndu við fjöll, hvassast austan Öræfa.

Veður
Fréttamynd

Svöl norðan­átt og hálka á vegum

Öflug hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði yfir Bretlandseyjum beina nú svalri norðanátt til landsins sem gefur él á norðanverðu landinu en bjartviðri sunnan heiða.

Veður
Fréttamynd

Varað við hálku á Hellis­heiði

Lögreglan á Suðurlandi varar við aðstæðum á Hellisheiði en þar er þoka á hluta leiðarinnar og talsverð hálka þegar komið er úr þokunni. Tvö umferðaróhöpp hafa orðið á veginum það sem af er degi.

Innlent
Fréttamynd

Hæg­viðri og þoku­súld framan af degi

Í dag verður hæg suðvestlæg eða breytileg átt, en minnkandi suðvestanátt norðvestantil. Skýjað og víða dálítil súld á vestanverðu landinu en yfirleitt léttskýjað eystra.

Veður
Fréttamynd

Hæg breyti­leg átt og dá­lítil væta

Hæð er yfir bæði Grænlandi og Bretlandi og milli þeirra er hæðarhryggur, samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Hann segir að líkt og gjarnan fylgi háum loftþrýstingi sé hægur vindur á landinu en suðvestan fimm til tíu metrar á sekúndu á bæði Vestfjörðum og Ströndum. Vestan- og sunnanlands blási röku lofti af hafi og því verður skýjað og víða súld þar, en norðan- og austantil er að mestu leyti léttskýjað.

Veður
Fréttamynd

Þurrt og bjart suð­austan til og stinning­skaldi í kortunum

Vestanáttin er ríkjandi um landið í dag, 8 til 15 metrar á sekúndu en hægari vindur þó sunnan heiða. Skýjað og dálítil væta samkvæmt veðurspá, en þurrt og bjart veður á suðaustanverðu landinu. Lægir síðdegis. Hiti í dag verður á bilinu 6 til 14 stig, hlýjast suðaustan til. Kaldi eða stinningskaldi er í kortunum norðvestanlands síðar í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Vindur fyrir norðan og rigning og þoku­súld vestan­lands

Í dag gengur í suðvestan 10 til 18 metra á sekúndu um norðanvert landið en vindur verður mun hægari sunnan heiða samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings. Það má samkvæmt hugleiðingum búast við þokusúld eða rigningu, einkum vestanlands, en það verður þurrt og bjart austantil á landinu. Hiti verður líklega á bilinu átta til 16 stig, hlýjast eystra.

Veður