Kona féll í Svöðufoss Björgunarsveitarmenn og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð til um klukkan 13 í dag til að sækja konu sem hafði fallið ofan í Svöðufoss á Snæfelssnesi. Konan hefur verið flutt á Landspítalann í Fossvogi en hún var með meðvitund þegar viðbragðsaðilar komu að henni. 23.6.2025 15:39
Húseigandinn Jón dansari segist koma af fjöllum Jón Eyþór Gottskálksson, eða Jón dansari, er eigandi húsnæðisins á Raufarhöfn þar sem sérsveit réðst í húsleit í gær í tengslum við umfangsmikla rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi og fíkniefnaframleiðslu. Hann segist ekki kannast við málið. 19.6.2025 15:19
„Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið“ Íbúar á Raufarhöfn eru furðu lostnir eftir að sérsveit réðst í umfangsmikla húsleit þar á bæ í gær. Húsleitin tengist rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Erlendur maður er sagður búa í húsinu en íbúar segja hann hafa búið þar í skamman tíma. 19.6.2025 12:04
Umfangsmikil lögregluaðgerð víða um landið Lögreglan og sérsveitin réðust í umfangsmiklar aðgerðir gegn fíkniefnaframleiðslu víða um landið í gær. Ráðist var í húsleit á Raufarhöfn í gær. 19.6.2025 09:04
Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Íranskur flóttamaður á Íslandi lýsir áhyggjum af fjölskyldu sinni sem er föst í Teheran, þar sem stríð hefur nú geisað í fimm daga. Hann segir að eiginkona sín og barn séu búin að fá dvalarleyfi hér á landi en fyrirtækið sem skaffar vegabréfsáritanir í Íran sé lokað vegna stríðsins. 18.6.2025 17:11
„Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin kannski munu skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. Forsetinn segist hafa gefið Írönum úrslitakost, eða raunar „úrslita-úrslitakost“. 18.6.2025 15:21
Björguðu stjórnvana bát í Faxaflóa Björgunarmenn hjálpuðu í morgun stjórnvana bát norður af Syðra-Hrauni í Faxaflóa. Í gær aðstoðuðu björgunarsveitir slasaðan göngumann ofan við Grímkelsstaði. 18.6.2025 14:11
Matti og Brynhildur selja slotið og stefna á sveitasæluna Listahjónin Brynhildur Karlsdóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson hafa sett íbúð fjölskyldunnar á sölu í Kópavogi og setja stefuna á Hvalfjarðarsveit, þar sem þau vilja ala upp dóttur sína í sveitasælunni. 18.6.2025 13:39
Íranir hóta „óbætanlegu tjóni“ skerist Bandaríkin í leikinn Æðstiklerkur Íran segir að landið ætli ekki að gefast upp og hótar Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau hlutast til í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út. 18.6.2025 11:50
Selur ísbílinn eftir þrjátíu ár í bransanum Ásgeir Baldursson hefur sett Ísbílaútgerðarina á sölu en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan 1994. Fyrirtækið gerir í dag út fjórtán bíla um allt land. 18.6.2025 10:40