Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Lögregla réðst í dag í húsleit heima hjá þekktum íslenskum brotamanni, í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ. Hraðbankinn er enn ófundinn og nokkrir liggja undir grun hjá lögreglunni. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. 19.8.2025 18:00
„Það bjó enginn í húsinu“ Enginn býr í hesthúsinu sem brann í Hafnarfirði um helgina að sögn hestamanns sem leigir húsið undir hrossin sín. Dæmi hafi þó komið upp um að fólk dvelji í hesthúsum á svæðinu. Hestarnir hans voru blessunarlega ekki inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en hann er miður sín yfir tjóninu enda hafi margir munir „fuðrað upp“ í brunanum. 17.8.2025 16:37
Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Fluvél Wizz air sem flogið var frá Íslandi til Ungverjalands þurfti óvænt að lenda í Noregi í gærkvöldi þar sem að vísa þurfti tveimur ölvuðum mönnum úr vélinni sem voru til vandræða. Þeir mega búast við sitthvorri sektinni upp á 180 þúsund krónur. 17.8.2025 14:38
Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Forsætisráðherra Íslands mun ekki sækja fund Bandaríkjaforseta og Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í persónu en fjöldi þjóðarleiðtoga í Evrópu úr röðum „bandalags hinna viljugu“ er á leið til sækja fundinn á morgun eftir að hafa fengið boð frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. 17.8.2025 13:46
Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Lögregla kærði í gær íþróttafélag í Reykjavík fyrir að veita áfengi utandyra á íþróttakappleik. 17.8.2025 12:17
Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Blaðaviðtal við 19 ára mann sem er ákærður fyrir manndráp í Gufunesi í mars hefur verið lagt fram sem eitt af gögnum málsins. Það er aftur á móti lögmaður annars sakbornings sem leggur fram viðtalið, en þar neitaði maðurinn sök og gaf eina ítarlegustu lýsingu á málsatvikum sem fram hefur komið. 17.8.2025 11:01
Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Skjálfti af stærðinni 3,3 mældist á Djöflasandi í morgun og er þetta stærsti skjálfti sem mælst hefur síðan í nóvember 2007. 17.8.2025 09:28
„Það hefði auðvitað verið betra“ Það hefði verið betra, að mati utanríkisráðherra, hefði Trump haldið í kröfu Evrópuleiðtoga um að semja fyrst um vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands og síðan frið, frekar en að halda friðarviðræður „undir sprengjuregni og drápsvél Rússa.“ Hún gerir enga athugasemd við rauða dregilinn sem tók á móti Pútín á leiðtogafundinum í Alaska í gær, svo lengi sem gjörningurinn skili „réttlátum og langvarandi friði í Evrópu.“ 16.8.2025 16:28
Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Kristinn Örn Kristinsson er látinn en hann var lagður inn á sjúkrahús á Spáni vegna hitaslags fyrr í mánuðinum. 16.8.2025 16:21
Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Á þriðja hundrað manns eru mætt á mótmælafund á vegum þjóðernissinnahreyfingarinnar Íslands þvert á flokka, þar sem stefnu stjórnvalda í málefnum útlendinga er mótmælt. 16.8.2025 14:34