Framleiðandi Hjartasteins getur ekki orða bundist eftir gagnrýni föður Kvikmyndaframleiðandinn Anton Máni Svansson segist ekki geta orða bundist lengur vegna máls sem hefur fengið nokkra umfjöllun í fjölmiðlum, þar á meðal hér á Vísi. Málið snýr að harðri gagnrýni föðurs á Anton Mána og leikstjórann Guðmund Arnar vegna framkomu við son mannsins sem vonaðist eftir því að leika aðalhlutverk í nýrri kvikmynd Antons og Guðmundar. 22.7.2020 19:52
Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22.7.2020 18:03
Tekur ekki undir gagnrýni yfirlæknis sem sagði skimun LSH vera „sóun á almannafé“ „Nei bara alls ekki. Það er mjög röng nálgun eða þröngt sjónarhorn á hlutverk háskólasjúkrahússins. Ég geri hins vegar alls ekki athugasemdir við það að fólk hafi mismunandi skoðanir. Ég þarf ekki að vera sammála þeim. 21.7.2020 15:42
Afkastageta fimmtánfaldast með nýjum verkferlum Afkastageta Sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í greiningu kórónuveirusmita úr sýnum hefur fimmtán faldast að mati starfsfólks og mun aukast enn á næstu vikum og mánuðum að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. 21.7.2020 14:33
Björgunarpakkinn klassískt dæmi um hlutverk Evrópusambandsins Samkomulag náðist um 750 milljarða evra björgunarpakka á fundi leiðtoga Evrópusambandsins í Brussel í nótt. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að um sé að ræða klassískt dæmi um störf og hlutverk Evrópusambandsins. 21.7.2020 12:15
Smit með mótefnum ekki lengur talin með í heildarfjölda smita Frá og með gærdeginum hafa verið gerðar breytingar á framsetningu gagna frá Sóttvarnalækni á vefnum covid.is. Ekki eru lengur talin með í heildarfjölda smita þau tilvik landamæraskimunar þar sem mótefni hafa mælst gegn veirunni. 21.7.2020 10:20
Ákæra gefin út í 35 ára gömlu óupplýstu morðmáli Sígarettustubbar og fingraför sem fundust á vettvangi morðsins á Paul Aikman árið 1985 hafa orðið til þess að hinn 55 ára gamli Earl Wilson hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa stungið Aikman til bana. 21.7.2020 08:23
Ferðir Herjólfs III fara að óbreyttu fyrir félagsdóm Vinnustöðvun um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld og mun hún standa yfir næstu tvo sólarhringa þar á eftir. 20.7.2020 15:23
Samræma ákvæði kjarasamnings við samning flugmanna Með nýundirrituðum kjarasamningi Flugfreyjufélags Íslands eru ákvæði samræmd við kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 20.7.2020 13:42
Fær 2,3 milljónir í bætur fyrir „augnabliks aðgæsluleysi“ við gúmmípressu Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Gúmmísteypa Þ. Lárussonar ehf. bæri ábyrgð á vinnuslysi starfsmanns sem varð 3. september 2012 og því bæri TM að greiða manninum 2.307.405 krónur í bætur vegna slyssins sem varð til varanlegrar örorku mannsins. 20.7.2020 11:26