Sáttasemjari boðar til fundar: Fimm dagar til stefnu Ríkissáttasemjari hefur boðað stéttarfélög starfsmanna á Keflavíkurflugvelli og Samtök atvinnulífsins á fund í Karphúsinu á hádegi. Að óbreyttu hefjast aðgerðir á flugvellinum að síðdegis á fimmtudag. 5.5.2024 09:59
Orkuskipti, innflytjendalöggjöf og bensínstöðvalóðirnar Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Nýorku, ríður á vaðið á Sprengisandi í dag og fjallar um orkuskiptin og gagnrýnir sumar aðgerðir stjórnvalda þegar að þeim kemur. 5.5.2024 09:46
Búast má við slyddu Lægð vestur af landinu beinir suðlægri átt, víða 5 til 10 metrum á sekúndu, til landsins með skúrum. Loftmassinn yfir landinu er svalur og óstöðugur og því ætti ekki að koma að óvart þó sumir skúrirnir verði á formi slydduélja. 5.5.2024 08:33
Ný sýn fékk meirihluta Listi Nýrrar sýnar hlaut meirihluta bæjarstjórnarsæta í kosningum í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. 5.5.2024 08:00
Slagsmál enduðu með nefbroti Einn varð fyrir því óláni að nefbrotna í slagsmálum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. 5.5.2024 07:40
Bíll logaði í Vesturbænum Laut eftir klukkan 03 í nótt var tilkynnt um eld í bifreið í Vesturbæ Reykjavíkur. Slökkvilið var ekki lengi að slökkva eldinn en bíllinn, sem er sagður glænýr, er ónýtur. 5.5.2024 07:20
Hefur ekki áhuga á slúðurfréttum af öðrum frambjóðendum Katrín Jakobsdóttir segir að hún hafi persónulega ekki áhuga slúðurfréttum af einkalífi forsetaframbjóðenda. Hún leggur þó áherslu á að fjölmiðlar séu frjálsir og þjóðin eigi rétt á að vita ýmislegt um frambjóðendur. 4.5.2024 14:30
Hvernig ætlar ríkið að sækja milljónirnar 360 sem Haraldur gaf? Hæstaréttarlögmaður veltir því fyrir sér hvernig ríkið ætli að endurheimta fé sem fyrrverandi Ríkislögreglustjóri gaf undirmönnum sínum rétt fyrir eigin starfslok. Hann segir háttsemi Ríkislögreglustjóra líklega bótaskylda og jafnvel refsiverða. 4.5.2024 13:06
Ríflega fjörutíu prósent líst illa á Katrínu Samkvæmt nýrri könnun Maskínu líst 41 prósent landsmanna illa á Katrínu Jakobsdóttur sem frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Hún kemst þó ekki með tærnar þangað sem Arnar Þór Jónsson hefur hælana þegar kemur að óvinsældum. Sjötíu prósent svarenda líst illa á hann. 4.5.2024 10:10
Flugvél Atlanta á tæpasta vaði í Ríad Stjórnendum Boeing 747 þotu íslenska flugfélagsins Air Atlanta varð á í messunni þegar taka átti á loft frá flugvellinum í Ríad í Sádi-Arabíu á dögunum. Nauðhemla þurfti þegar í ljós kom að röng beygja hafði verið tekin inn á akstursbraut í stað flugbrautar í aðdraganda flugtaks. Flugvélin staðnæmdist um þrjátíu metrum frá enda akstursbrautarinnar. 4.5.2024 08:41