Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Varan­lega hreyfi­hömluð en fær ekki bíl vegna skorts á vott­orði

Margrét Lilja Arnheiðardóttir, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við Tryggingastofnun ríkisins. Hún hefur í tuttugu mánuði undirbúið bílakaup en þarf að byrja upp á nýtt þar sem áður samþykktur styrkur hefur verið felldur úr gildi. Ástæðan er sú að hreyfihömlunarvottorð hennar rann út um áramót. Margrét Lilja er varanlega hreyfihömluð.

Segir kostnað við um­sóknir fimm­tán milljarða á ári

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að kostnaður af meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd hérlendis hafi numið þrjátíu milljörðum króna síðustu tvö ár. Öllu máli skipti að þjóðin sé raunsæ um getu samfélagsins til að bregðast við vanda fólks á flótta.

Tyrk­neska þingið sættir sig við inn­göngu Svía

Tyrkneska þingið samþykkti fyrir sitt leyti í kvöld að Svíum yrði veitt innganga í Atlantshafsbandalagið. Veiti Ungverjar einnig samþykki sitt mun samþykki allra aðildarþjóða bandalagsins liggja fyrir.

Ekki sannað að af­­sökunar­beiðni væri frá meintum geranda

Karlmaður, sem var ákærður fyrir að nauðga frænku sinni á heimili sínu í júlí 2019, hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann var ákærður fyrir að hafa við hana samræði og önnur kynferðismök án hennar samþykkis, með því að notfæra sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna áhrifa áfengis. Þá var honum gefið að sök að hafa beitt hana ólögmætri nauðung með því að nýta sér yfirburði sína og traust hennar sem frændi hennar.

„Þetta er hálft skref í rétta átt“

Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls.

Grímuskyldan felld niður

Farsóttanefnd Landspítala hefur lagt til við forstjóra spítalans að breyta grímuskyldu sem sett var á 4. janúar síðastliðinn í valkvæða grímunotkun.

Ekki refsað fyrir að stinga ungan mann við Breið­holts­laug

Ungur karlmaður var í lok síðasta árs sakfelldur fyrir sérlega hættulega líkamsárás, með því að hafa stungið annan ungan mann við Breiðholtslaug árið 2021. Maðurinn krafðist sýknu á grundvelli neyðarvarnar en hvorki var fallist á að neyðarvörn hefði réttlætt stunguna né að hann hefði farið út fyrir leyfileg mörk neyðarvarnar vegna skelfingar eða hræðslu. Honum var þó ekki gerð refsing fyrir líkamsárásina.

Opna þjónustu­mið­stöð fyrir Grind­víkinga í Reykja­nes­bæ

Ríkislögreglustjóri, í samstarfi við Rauða krossinn og Grindavíkurbæ, mun opna þjónustumiðstöð á morgun, þriðjudaginn 23. janúar klukkan 14. Þjónustumiðstöðin verður til húsa í húsi Rauða krossins að Smiðjuvöllum 9 í Reykjanesbæ. Opnunartími verður á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum milli klukkan 14 og 17.

Veit ekki hver birti framboðslega mynd af honum en úti­lokar ekkert

Einhverjir ráku upp stór augu í dag þegar Facebook-síða Besta flokksins sáluga var uppfærð í fyrsta skipti í fleiri ár. Þar birtist ansi framboðsleg brjóstmynd af Jóni Gnarr, stofnanda flokksins. Hann segist ekki bera ábyrgð á breytingunni og ekki hafa tekið neina ákvörðun um nokkurs konar framboð.

Sjá meira