Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. 5.10.2023 21:17
Fordæma uppsagnir og krefjast þess að ráðherra axli ábyrgð Trúnaðarráð Eflingar fordæmir harðlega fjöldauppsagnir sem beinast gegn Eflingarfélögum á starfsstöðvum Grundarheimilanna í Hveragerði . Trúnaðarráð krefst þess að uppsagnirnar verði dregnar til baka. 5.10.2023 20:44
Minnst milljarður á ári í hjólreiðainnviði Staðan á hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021 til 2025 var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði í vikunni. Tíu kílómetrar af sérstökum hjólastígum hafa bæst við frá árinu 2021 og eru þeir orðnir 42 kílómetrar samtals. Fjárfestingar í nýjum hjólreiðainnviðum í Reykjavík eiga að vera að lágmarki fimm milljarðar króna á tímabilinu. 5.10.2023 19:23
Handsprengjubrot hafi fundist í líkum í flakinu Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að brot úr handsprengju hafi fundist í líkum fólks sem fórst með flugvél Jevgení Prígósjíns í ágúst. 5.10.2023 18:36
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fólk sem dvaldi á vöggustofum í Reykjavík sem börn er líklegra til að lifa skemur en jafnaldrar þess. Einn þeirra sem þrýsti á að vöggustofurnar yrðu rannsakaðar fagnar nýrri og svartri skýrslu rannsóknarnefndar. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. 5.10.2023 18:01
Ríkisstjórnin eins og hjón sem rífast úti á svölum Þingmaður Viðreisnar líkir ríkisstjórninni við óhamingjusöm hjón sem rífast úti á svölum svo allt hverfið heyri. Öll orka hennar fari í stjórnarheimiliserjur. 5.10.2023 17:56
Áfram enginn loðnukvóti Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2023/2024. 4.10.2023 21:41
„Ég er hálf orðlaus yfir ruglinu“ Formaður VR segir fullyrðingu seðlabankastjóra um að ekkert land í Evrópu nema Ísland hafi brugðist við verðbólgu með launahækkunum grafalvarlega. 4.10.2023 20:29
Frelsissvipting í Kópavogi Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás og frelsissviptingu í Kópavogi á sjöunda tímanum í morgun. 4.10.2023 19:29
Elísabet nýr framkvæmdastjóri áhættustýringar Kviku Elísabet G. Björnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri áhættustýringar Kviku banka og tekur sæti í framkvæmdastjórn bankans. 4.10.2023 19:21