Ríkisstjórnin eins og hjón sem rífast úti á svölum Árni Sæberg skrifar 5. október 2023 17:56 Þorbjörg segir stjórnarheimiliserjur hafa náð hámarki í gær. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar líkir ríkisstjórninni við óhamingjusöm hjón sem rífast úti á svölum svo allt hverfið heyri. Öll orka hennar fari í stjórnarheimiliserjur. Þetta segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, á Facebook. Tilefnið er ávarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á Sjávarútvegsdeginum í gær, þar sem hún gerði samráðherra sinn Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að andlagi gríns. „Í gær náðu þessar heimiliserjur svo nýjum áfanga þegar einn ráðherra fann á sér að það sem ráðstefnugestir staddir á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu þyrftu mest að heyra væri rant [raus] um hvað samstarfsráðherra hennar er glataður. Skilaboðin: „Jú, við ætlum að búa áfram saman í tvö ár en sæll hvað ég þoli þessa dömu ekki.“ Skilaboðin flutt í mikrafón í stórum veislusal. Það er auðvitað allt eðlilegt við þetta, eða hvað?“ spyr Þorbjörg Sigríður. Ekkert gerist á meðan stjórnin rífst Hún segir að brosa megi að því sem hún kallar alkula ríkisstjórnarsamband en vandamálið fyrir þjóðina sé að öll orka ríkisstjórnar Íslands fari í þessar innbyrðis erjur. Á meðan gerist ekkert annað. Fólkið og fyrirtækin í landinu finni fyrir verðbólgu og vaxtahækkunum. Það séu málin sem fólk er að hugsa um. Hvert sem komið er snýst umræðan um það, ekki um það hver þolir hvern minnst í ríkisstjórninni. „Fólk þarf forystu og stefnufestu en ekki þessi endalausu upphlaup. Ríkisstjórn sem er svo vandræðalega sundruð getur ekki lagt neinar lausnir á borð fyrir fólkið í landinu. Í dag er þessi stjórn sem gerir orðið lítið annað en að framkalla vandræðalegar senur stór hluti af vanda fólksins í landinu. Og það verður hún samkvæmt dagskrá í heil tvö ár í viðbót.“ Fleiri furða sig á ummælunum Þorbjörg Sigríður er ekki eini þingmaður stjórnarandstöðunnar sem furðar sig á ummælum Áslaugar Örnu í ávarpinu í gær. „Æ hvað þetta er eitthvað aumt að nýta tækifærið með fullan sal af útgerðarmönnum að sparka í Svandísi, gefa í skyn að hún standi nú með þeim sama hvað Svandís sé að bralla,“ segir Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook. Hun spyr sig einnig hvernig stemningin sé við ríkisstjórnarborðið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Þetta segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, á Facebook. Tilefnið er ávarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á Sjávarútvegsdeginum í gær, þar sem hún gerði samráðherra sinn Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að andlagi gríns. „Í gær náðu þessar heimiliserjur svo nýjum áfanga þegar einn ráðherra fann á sér að það sem ráðstefnugestir staddir á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu þyrftu mest að heyra væri rant [raus] um hvað samstarfsráðherra hennar er glataður. Skilaboðin: „Jú, við ætlum að búa áfram saman í tvö ár en sæll hvað ég þoli þessa dömu ekki.“ Skilaboðin flutt í mikrafón í stórum veislusal. Það er auðvitað allt eðlilegt við þetta, eða hvað?“ spyr Þorbjörg Sigríður. Ekkert gerist á meðan stjórnin rífst Hún segir að brosa megi að því sem hún kallar alkula ríkisstjórnarsamband en vandamálið fyrir þjóðina sé að öll orka ríkisstjórnar Íslands fari í þessar innbyrðis erjur. Á meðan gerist ekkert annað. Fólkið og fyrirtækin í landinu finni fyrir verðbólgu og vaxtahækkunum. Það séu málin sem fólk er að hugsa um. Hvert sem komið er snýst umræðan um það, ekki um það hver þolir hvern minnst í ríkisstjórninni. „Fólk þarf forystu og stefnufestu en ekki þessi endalausu upphlaup. Ríkisstjórn sem er svo vandræðalega sundruð getur ekki lagt neinar lausnir á borð fyrir fólkið í landinu. Í dag er þessi stjórn sem gerir orðið lítið annað en að framkalla vandræðalegar senur stór hluti af vanda fólksins í landinu. Og það verður hún samkvæmt dagskrá í heil tvö ár í viðbót.“ Fleiri furða sig á ummælunum Þorbjörg Sigríður er ekki eini þingmaður stjórnarandstöðunnar sem furðar sig á ummælum Áslaugar Örnu í ávarpinu í gær. „Æ hvað þetta er eitthvað aumt að nýta tækifærið með fullan sal af útgerðarmönnum að sparka í Svandísi, gefa í skyn að hún standi nú með þeim sama hvað Svandís sé að bralla,“ segir Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook. Hun spyr sig einnig hvernig stemningin sé við ríkisstjórnarborðið.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum