Icelandair hækkað um ríflega fjórðung Gengi hlutabréfa Icelandair hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og er nú 27,27 prósent hærra en fyrir mánuði. Gengið hækkaði um 8,74 prósent í dag. 26.9.2024 15:46
Áfrýjaði engu nema ákvörðun um launin og málið fellt niður Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Landsréttar um að fella niður mál ákæruvaldsins á hendur Alexander Mána Björnssyni, sem hætti við að áfrýja sex ára dómi í Bankastrætis club málinu svokallaða. Ómar Valdimarsson, verjandi hans, fór fram á að krafa um endurákvörðun málsvarnarlauna í héraði yrði tekin fyrir þrátt fyrir að fallið yrði frá málinu að öðru leyti. 26.9.2024 15:00
Rúv tapað nærri hálfum milljarði á árinu Rekstrarafkoma Ríkisútvarpsins ohf. var neikvæð um 470 milljónir króna á fyrstu sjö mánuðum ársins. Tapið er sagt skýrast af eldsumbrotum á Reykjanesskaga, forsetakosningum og íþróttamótum. 26.9.2024 14:02
Hagnaður félags Björns Braga dróst verulega saman Bananalýðveldið ehf., eignarhaldsfélag í eigu skemmtikraftsins Björns Braga Arnarssonar, hagnaðist um rúmar tíu milljónir króna á síðasta ári. Hagnaðurinn árið áður nam tæpum fjörutíu milljónum króna. 26.9.2024 12:26
Icelandair fyrsta samstarfsflugfélag bandarísks risa Icelandair og bandaríska flugfélagið Southwest hafa undirritað viljayfirlýsingu um að hefja samstarf á árinu 2025. Samstarfið mun gefa viðskiptavinum tækifæri á þægilegum tengingum á milli leiðakerfa flugfélaganna tveggja. Icelandair verður þar með fyrsta samstarfsflugfélag Southwest. 26.9.2024 11:29
Spá verðbólgu undir fjórum prósentum á næsta ári Greiningadeild Arion banka spáir því að verðbólga verði 3,6 prósent í lok næsta árs og aðeins 3,1 prósent í lok spátíma árið 2027. Spáin gerir ráð fyrir því að Hagstofan taki nýtt kílómetragjald ekki inn í vísitölu neysluverðs, sem muni minnka verðbólgu um heilt prósentustig. 26.9.2024 10:15
„Sérstakar ástæður“ urðu til þess að dómur skrifstofustjórans var ekki birtur Sérstakar ástæður, sem ekki er talið unnt að gefa upp á grundvelli persónuverndarsjónarmiða, urðu til þess að dómur yfir Magnúsi Stefáni Jónassyni, fyrrverandi forseta bæjarstjórnar Fjallabyggðar og skrifstofustjóra Afls sparisjóðs á Siglufirði, var ekki birtur. 26.9.2024 07:01
Hjónin létust eftir langvarandi veikindi Andlát hjónanna sem fundust látin á heimili þeirra í Bolungarvík í lok maí er ekki talið hafa borið að með saknæmum hætti. Þau hafi látist eftir langvarandi veikindi. 25.9.2024 15:29
Geta veitt fyrirtækjum hagstæðari lán Evrópski fjárfestingasjóðurinn, EIF, og Arion banki hafa undirritað ábyrgðarsamning með það að markmiði að styðja við frumkvöðla hér á landi. Ábyrgð frá EIF, sem er studd af InvestEU áætlun Evrópusambandsins, gerir Arion banka kleift að lána allt að 15 milljarða króna til íslenskra fyrirtækja á hagstæðari kjörum en ella. 25.9.2024 13:20
Býst við að Bjarni bæti úr óheyrilegum meðferðartíma Umboðsmaður Alþingis telur málsmeðferðartíma Úrskurðarnefndar upplýsinga almennt lengri en góðu hófi gegnir. Nefndin hefur lofað bót og betrun og Umboðsmaður mun ekki beita sér frekar í málin. Hann gerir þó ráð fyrir því að forsætisráðherra leggi lóð sín á vogaskálarnar. 25.9.2024 11:41