Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ekki tekið ákvörðun um að stækka útboðið í Íslandsbanka. Áskriftir bárust samdægurs í tuttugu prósenta hlut sem boðinn var út í fyrradag og í heild hefur margföld umframáskrift borist í hlutinn. Heimild til að stækka útboðið kann að verða nýtt í ljósi þessa. 15.5.2025 09:28
„Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veðurfræðingur segir dýrlegt veður verða á öllu landinu verða næstu daga. Fólk skuli fara varlega með eld og vökva þær plöntur sem það vill að lifi þurrkatíðina af. 14.5.2025 21:32
Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Isavia um áfrýjunarleyfi í máli flugumferðarstjóra á hendur félaginu. Landsréttur taldi Isavia ekki hafa mátt segja manninum upp af þeim sökum einum að hann væri orðinn 63 ára. 14.5.2025 20:22
Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Fjölskylda í Hafnarfirði, sem svaf úti í garði um tíma og flutti svo úr húsi sínu vegna myglu, fær ekki krónu úr hendi seljenda. Kröfur þeirra voru ekki settar fram fyrr en tæpum fjórtán árum eftir kaupin og því var réttur þeirra til að bera ætlaða vanefnd fyrir sig talinn „löngu niður fallinn.“ 14.5.2025 18:15
Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Hæstiréttur hefur neitað beiðni Landsbankans um áfrýjunarleyfi í Borgunarmálinu svokallaða. Landsréttur sýknaði kaupendur Borgunar af öllum kröfum bankans, sem vildi fá skaðabætur vegna upplýsinga sem bankinn taldi kaupendur hafa búið yfir fyrir kaupin en ekki bankinn. 14.5.2025 15:49
Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ríkisstyrkir til stjórnmálasamtaka frá árinu 2007 nema ríflega 9,1 milljarði króna. Framlögin eru sögð ætluð til að auka traust til stjórnmálaflokka. 8.5.2025 12:21
Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Dómsmálaráðherra segist upplifa framferði forsvarsmanna PPP, sem lýst var í Ríkissjónvarpinu í gær, sem svik. Svik við almenning, kerfið og samstarfsmenn í réttarkerfinu. 8.5.2025 11:03
Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Tveir af hverjum þremur telja auglýsingar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um „norsku leiðina“ svokölluðu slæmar. Enn meiri meirihluti er hlynntur frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hækkun á veiðigjöldum. 8.5.2025 09:15
Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Alvotech hagnaðist um tæplega 1,4 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi ársins en tapaði 6,3 milljörðum króna króna á sama tímabili í fyrra. Það gerir tæplega 7,7 milljarða króna viðsnúning milli ára. Félagið hefur hækkað afkomuspá sína aftur eftir að hafa lækkað hana fyrir skömmu. 8.5.2025 08:35
Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 mældist við Grjótárvatn ofan við Mýrar í Borgarbyggð í morgun. Annars jafnstór mældist í síðasta mánuði og skjálftarnir eru þeir stærstu síðan jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021. 8.5.2025 06:55