Bilunin á afar erfiðum stað og bærinn áfram keyrður á varaafli Bilanaleit á Víkurstreng hefur staðið yfir frá því snemma í morgun. Nú rétt eftir hádegi kom í ljós að líklegast er bilunin staðsett í strengnum þar sem hann er plægður undir Skógá. Vík í Mýrdal verður áfram keyrð á varaafli. 9.12.2024 13:51
Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Bergþóra Benediktsdóttir hefur hafið störf sem ráðgjafi hjá samskipta- og hönnunarstofunni Aton. Hún var aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur alla forsætisráðherratíð hennar. 9.12.2024 10:45
Úthluta þingsætum á morgun Landskjörstjórn kemur saman til fundar á morgun, þriðjudaginn 10. desember, klukkan 11:00 til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram þann 30. nóvember síðastliðinn. 9.12.2024 10:02
Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins hafi þegar rætt ýmis málefni, bæði sameiginlega fleti og ágreiningsmál. 6.12.2024 16:44
Engin endurtalning í Kraganum Niðurstaða skoðunar yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis á framkvæmd talningar eftir nýafstaðnar alþingiskosningar er sú að ekkert bendir til þess að framkvæmd talningar eða kjörfundar að öðru leyti hafi verið ábótavant. Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis telur því ekki þörf á endurtalningu eða frekari staðfestingu niðurstaðna kosninganna. 6.12.2024 15:20
Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Samherji sendir nú ferskar gellur með flugi til Spánar, enda eykst eftirspurn eftir gellum þar í landi gríðarlega á aðventunni. 6.12.2024 15:14
Ákveða á mánudag hvort faðirinn verði ákærður Á mánudag mun Sigurður Fannar Þórsson, sem grunaður er um að hafa banað tíu ára dóttur sinni þann 15. september, hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun á mánudag hvort hann verði ákærður. 6.12.2024 12:24
„Ég hef átt ákveðin samtöl“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa rætt við formenn annarra flokka á Alþingi varðandi möguleg stjórnarmynstur. Nú séu formenn þriggja annarra flokka að ræða saman og ekki sé gott að segja til um það hvernig úr þeim viðræðum spilast. 6.12.2024 11:25
Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Í dag var undirritað samkomulag um helstu skilmála kaupsamnings milli Styrkáss, TF II slhf. og Hópsnes ehf. um kaup Styrkáss á öllu hlutafé í Hringrás ehf.. Hringrás er leiðandi í vinnslu brotajárns hér á landi og Styrkáss er að verða öflugt þjónustufyrirtæki við atvinnulífið í meirihlutaeigu Skeljar fjárfestingarfélags. 6.12.2024 10:59
Forstjóri Dominos til N1 Magnús Hafliðason, sem hefur verið forstjóri Dominos á Íslandi undanfarin ár hefur verið ráðinn forstjóri N1. 5.12.2024 16:34