Sævar viss um að hagræðing úrslita hafi átt sér stað Alla jafna þykja æfingarleikir tveggja liða ekki mikið fréttaefni en Íslendingaslagur Lyngby og Ham/Kam í Tyrklandi á dögunum hefur svo sannarlega hlotið verðskuldaða athygli. Nokkrir Íslendingar, þar á meðal Sævar Atli Magnússon, leika með liði Lyngby og þá er Viðar Ari Jónsson á mála hjá Ham/Kam. 16.2.2024 08:01
Var erfitt sem foreldri að horfa í spegilinn Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson segir það svakaleg forréttindi að hafa fengið að sjá heiminn í gegnum knattspyrnuferil sinn til þessa. Á sama tíma geti það hins vegar verið flókið, til að mynda hvað foreldrahlutverkið varðar. 13.2.2024 08:01
Alonso tjáði sig um Mercedes orðróma: „Staða mín er góð“ Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og núverandi ökumaður Aston Martin, segist ekki hafa átt samtöl við forráðamenn Mercedes þess efnis að hann taki yfir sæti Lewis Hamilton hjá liðinu að komandi tímabili afloknu þegar að Bretinn skiptir yfir til Ferrari. 12.2.2024 15:00
„Ekki draumastaða, ég get alveg sagt það“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins hefur valið leikmannahóp sem tekur þátt í mikilvægu einvígi um laust sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar undir lok mánaðarins. Hann tekur andstæðinginn í umspilinu alvarlega og segir okkar konur þurfa að mæta klárar í allt. 9.2.2024 18:00
„Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. 9.2.2024 12:16
Vildi spila í Keflavík í kvöld: „Geta bara farið í sturtu annars staðar“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari liðs Hattar í Subway deild karla í körfubolta, hefði viljað sjá leik liðsins gegn Keflavík færðan til Reykjavíkur eða spilaðan í Keflavík fremur en að honum hafi verið frestað líkt og nú er raunin. Lið Hattar lenti í Reykjavík í morgun en nokkrum klukkustundum síðar var leiknum frestað um óákveðinn tíma. 8.2.2024 18:00
Jákvæð áhrif Freys bersýnileg: „Hef aldrei séð svona áður“ Trúin á kraftaverki eflist með hverjum leiknum hjá leikmönnum og stuðningsmönnum belgíska úrvalsdeildarfélagsins KV Kortrijk eftir draumabyrjun Freys Alexanderssonar í starfi þjálfara liðsins. 5.2.2024 08:31
Auðsjáanlegt hversu erfið ákvörðunin var Bjarna Ingvar Þór Guðjónsson hefur verið ráðinn þjálfari Hauka í Subway deild kvenna í körfubolta á nýjan leik. Hann tekur við starfinu af Bjarna Magnússyni sem þurfti að láta af störfum af heilsufarslegum ástæðum. 2.2.2024 08:00
„Þakklætið og brosið frá þeim gefur til baka“ Lið knattspyrnuakademíunnar Ascent Soccer frá Malaví kom, sá og sigraði á alþjóðlega mótinu Rey Cup hér í Reykjavík síðastliðið sumar. Þar með í för voru leikmennirnir Levison Mnyenyembe og Precious Kapunda sem hafa nú fengið tækifæri til þess að upplifa draum sinn og spreyta sig á reynslu hjá liði Aftureldingar næstu mánuðina með hjálp góðra styrktaraðila 22.1.2024 20:01
Gefur Snorra sem leitaði í grunninn feitan plús: „Gamla góða Ísland“ Ísland mátti þola tveggja marka tap, 26-24, gegn Þjóðverjum í fyrstu umferð milliriðla EM í handbolta í gærkvöldi. Léleg færanýting kom í bakið á Strákunum okkar sem sýndu þó miklar framfarir og íslensku geðveikina sem hafði vantað upp á fram að þessu. 19.1.2024 08:00