Fótbolti

Sjálfs­mark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter

Aron Guðmundsson skrifar
Cecilía Rán Rúnarsdóttir í leik með Inter
Cecilía Rán Rúnarsdóttir í leik með Inter Getty/Mairo Cinquetti

Sjálfsmark Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur, markvarðar Inter Milan, var eina markið sem skorað var í fyrri leik liðsins gegn sænsku meisturunum í Häcken í fyrri leik  liðanna í Evrópubikarnum í kvöld. 

Liðin etja kappi í einvígi í 16-liða úrslitum Evrópubikarinn og fyrri leikur þeirra af tveimur fór fram í Gautaborg. 

Eina mark leiksins kom strax á fjórðu mínútu en þá varð Cecilía Rán, sem varði mark Inter í leiknum, fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Fyrirgjöf hinnar Bandarísku Tabby Tindell breytti um stefnu af Cecilíu og endaði í netinu en ekki hjálpaði til að í aðdragandanum að skömmu áður hafði boltinn haft viðkomu í Ivönu Andrés, varnarmanni Inter.

Áfall strax í byrjun leiks, bæði fyrir Cecilíu og Inter Milan, en íslenski landsliðsmarkvörðurinn átti hins vegar eftir að grípa vel inn í síðar í leiknum fyrir ítalska liðið sem á enn góðan möguleika á því að komast áfram í næstu umferð fyrir seinni leik liðanna. 

Helstu atriði úr leik liðanna má sjá hér.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var einnig í byrjunarliði Inter Milan í leiknum og spilaði sextíu og sjö mínútur í kvöld á meðan að markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir var ónotaður varamaður hjá BK Häcken.

Sigurlið einvígisins mætir sigurvegaranum úr einvígi Breiðabliks og Fortuna Hjörring í átta liða úrslitum en fyrri leiknum í því einvígi lauk með 1-0 sigri Fortuna á Kópavogsvelli núna í kvöld. 

Frétt uppfærð klukkan 7:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×