„Mörkin sem við fáum á okkur helst til of einföld“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta upplifir blendnar tilfinningar í kjölfar 3-1 taps gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld. 9.4.2024 20:33
Beðið niðurstöðu varðandi meiðsli Sveindísar: „Brotið hart og ljótt“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta er heilt fyrir sáttur með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik í 3-1 tapi gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í Aachen í kvöld. Sveindís Jane fór meidd af velli eftir fólskulegt brot og segir Þorsteinn að beðið sé eftir niðurstöðu um það hversu alvarleg meiðslin séu í raun og veru. 9.4.2024 20:07
Þurfa hugrekki og þor: „Fórna öllu fyrir þetta“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsiðsins í fótbolta, segir sitt lið þurfa að þora að spila á sínum gildum í kvöld gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025. Sýna hugrekki. Þýska liðið sé mjög gott en það sé íslenska liðið líka. Hann segir íslenska liðið ætla að fórna öllu í leik kvöldsins og sjá hverju það skilar. 9.4.2024 14:00
Þurfa að stöðva ógnarsterka liðsfélaga Glódísar Íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður þýska liðsins Bayern Munchen, mun í kvöld mæta nokkrum af liðsfélögum sínum þegar að Þýskaland og Ísland mætast í undankeppni EM 2025 í fótbolta í Aachen í Þýskalandi. Tvær af þeim, sóknarleikmennirnir Lea Schuller og Klara Buhl, búa yfir gæðum sem koma þeim á lista yfir bestu leikmenn í heimi að mati Glódísar. 9.4.2024 13:00
Árið sem Hildur festi sig í sessi Saga íslensku landsliðskonunnar í fótbolta, Hildar Antonsdóttur, er ansi sérstök hvað íslenska landsliðið varðar. Á seinni helmingi síns ferils er Hildur, sem leikur með hollenska liðinu Fortuna Sittard, á síðasta árinu búin að festa sig í sessi fastamaður í íslenska landsliðinu. 9.4.2024 12:00
„Held ég muni aldrei gleyma þessum leik“ Einn leikur gegn Þýskalandi, frá árinu 2017, lifir fersku minni í huga íslenska landsliðsfyrirliðans í fótbolta Glódísi Perlu Viggósdóttur. Sögulegur leikur í stóra samhenginu. 9.4.2024 10:00
Hvað finnst leikmönnum um nýju treyju Íslands? | „Hún er aldrei það ljót“ Á dögunum var opinberuð ný landsliðstreyja íslensku landsliðanna okkar í fótbolta. Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu frumsýndu aðaltreyjuna í leik gegn Póllandi í undankeppni EM 2025 á Kópavogsvelli. Hvað finnst leikmönnum liðsins um nýju treyjuna? 9.4.2024 08:00
Vel meðvitaðar um ógnina sem felst í Sveindísi Jane Þýska pressan sem og leikmenn þýska landsliðsins eru vel meðvitaðir um getu Sveindísar Jane Jónsdóttur innan vallar fyrir leik Þýskalands og Íslands í undankeppni EM 2025 í Aachen á morgun. Liðsfélagar Sveindísar Jane hjá Wolfsburg, hrósa henni hástert í aðdraganda leiksins en eru um leið vel meðvitaðir um styrkleika hennar og reyna að gera liðsfélögum sínum ljóst hvað sé í vændum. 8.4.2024 15:30
Guðrún myndi gera allt fyrir Ísland: „Hentu mér í senterinn, ég er til“ Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins er bjartsýn á gott gengi liðsins í stórleik gegn Þjóðverjum í undankeppni EM á Tivoli leikvanginum í Aachen á morgun. Guðrún hefur þurft að aðlaga sig að nýju hlutverki innan íslenska liðsins en segist myndi spila hvaða stöðu sem er fyrir Ísland. 8.4.2024 13:00
Utan vallar: Örlagaríkt einvígi varð til þess að Hafnarfjörð má nú finna í Aachen Hver hefði trúað því að eitt saklaust einvígi við lið FH árið 2004 hefði haft svo gríðarmikla þýðingu að heimabær félagsins, Hafnarfjörður, er nú stór hluti af starfi eins af rótgrónu knattspyrnufélögum Þýskalands? Svarið er líklegast fáir en staðreyndin er hins vegar sú að hér í Aachen, borg í vesturhluta Þýskalands, má finna Hafnarfjörð. 8.4.2024 09:00