Palmer hetjan í ótrúlegum sigri Chelsea á Manchester United Cole Palmer tryggði Chelsea dramatískan 4-3 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni með tveimur dramatískum mörkum í uppbótartíma venjulegs leiktíma í leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld. 4.4.2024 18:47
Bjarki Már drjúgur er Vezprém fór áfram í Meistaradeildinni Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk fyrir ungverska liðið Veszprém er það tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með sigri á Pick Szeged. 4.4.2024 18:25
Tvö mörk undir lokin tryggðu Liverpool dýrmætan sigur Liverpool tyllti sér aftur á top ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á botnliði Sheffield United á Anfield í kvöld. 4.4.2024 18:01
Róbert Orri sendur á láni frá Montreal Íslenski knattspyrnumaðurinn Róbert Orri Þorkelsson hefur verið lánaður til norska félagsins Konsvinger í næstefstu deild Noregs frá MLS liði Montreal. Þetta staðfestir Montreal í yfirlýsingu á heimasíðu sinni. 4.4.2024 17:13
Tonali ákærður á Englandi fyrir fimmtíu meint brot Sandro Tonali, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United hefur verið ákærður fyrir fimmtíu meint brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins. Frá þessu greinir sambandið í yfirlýsingu. 28.3.2024 14:27
Verstappen efstur á óskalista Mercedes: Ummæli Toto kynda undir sögusagnir Þrefaldi heimsmeistari ökumanna, Hollendingurinn Max Verstappen, er fyrsti maður á lista hjá Mercedes yfir þá ökumenn sem liðið vill fá til liðs við sig til að fylla upp í skarð Lewis Hamilton á næsta tímabili. Ummæli Toto Wolff, framkvæmdastjóra Formúlu 1 liðs Mercedes um Verstappen hafa vakið mikla athygli og virkað sem olía á eld orðróma. 28.3.2024 14:01
„Verð dæmdur fyrir þetta restina af ævi minni“ Fyrir rétt rúmu ári síðan, á gamlárskvöld árið 2022 var Dana White, forseti UFC sambandsins myndaður vera að slá eiginkonu sína, Anne White, ítrekað utanundir í veislu á bar í Mexíkó. Í hlaðvarpsþætti á vegum ESPN, sem nú hefur verið birtur, gerir hann málið upp. 28.3.2024 13:30
Sjáðu mörkin fimm úr úrslitaleik Breiðabliks og ÍA Breiðablik er Lengjubikarmeistari karla árið 2024 eftir sigur á ÍA í úrslitaleik mótsins sem fram fór á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Svo fór að Blikar unnu leikinn nokkuð örugglega, lokatölur 4-1 sigur. 28.3.2024 12:46
Segir von á mikilvægum tilboðum í Albert Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því í morgun í færslu á samfélagsmiðlinum X að forráðamenn Genoa búist við nokkrum tilboðum frá öðrum félögum í íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson, sem farið hefur á kostum bæði með liði Genoa og nú síðustu daga með íslenska landsliðinu. 28.3.2024 11:51
Góður árangur í Evrópu dýru verði keyptur fyrir leikmenn Vals Karlalið Vals í handbolta er nú einu skrefi frá undanúrslitum Evrópubikarsins. Karla- og kvennalið félagsins hafa gert sig gildandi í Evrópukeppnum undanfarin tímabil en góðum árangri fylgir einnig mikill kostnaður. Hver og einn leikmaður Vals skuldbindur sig í nokkur hundruð þúsund króna kostnað fyrir hverja umferð í Evrópu. Formaður handknattleiksdeildar félagsins vill meiri pening inn í íþróttahreyfinguna til að létta undir með félögunum og leikmönnum þeirra. 28.3.2024 11:30