Fótbolti

Val­kostum Arnars fjölgar fyrir seinni leikinn mikil­væga

Aron Guðmundsson skrifar
Valgeir Lunddal í leik með íslenska landsliðinu
Valgeir Lunddal í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Hulda Margrét

Val­geir Lund­dal er klár í að byrja seinni leikinn gegn Kó­sovó á morgun í um­spili fyrir sæti í B-deild Þjóða­deildarinnar eftir að hafa hrist af sér smávægi­leg meiðsli sem héldu honum frá keppni í fyrri leiknum.

Ís­lenska liðið er mætt aftur til La Fin­ca á Spáni eftir svekkjandi tap gegn Kó­sovó ytra í fyrri leik liðanna. Sá seinni fer fram í Murcia á morgun og þar þarf ís­lenska lands­liðið að vinna upp eins marks for­ystu Kó­sovó.

Val­geir er heill heilsu, klár í að láta til sín taka.

„Ég er bara heill. Eins og kom fram var ég aðeins tæpur fyrir fyrri leikinn en var klár á bekknum ef eitt­hvað myndi gerast. Þessi leikur kom aðeins of snemma fyrir mig en ég er klár fyrir næsta leik.“

Þannig þegar að sunnu­dagnum kemur getur þú gert til­kall í að byrja leikinn?

„Já klár­lega. Ég væri til í að byrja, eins og held ég allir í liðinu. Að sjálfsögðu vil ég byrja leikinn.“

Viðtalið við Val­geir í heild sinni, þar sem að hann talar meðal annars um inn­komu Arnars Gunn­laugs­sonar í lands­liðsþjálfara­starfið sem og dvölina hjá Fortuna Dus­seldorf í Þýska­landi má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Valkostum Arnars fjölgar

Seinni leikur Ís­lands og Kó­sovó í um­spili fyrir sæti í B-deild Þjóða­deildarinnar verður sýndur í beinni út­sendingu og opinni dag­skrá á Stöð 2 Sport á morgun og hefst klukkan fimm. Upp­hitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr, nánar til­tekið klukkan hálf fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×