Gylfi Þór hetjan síðast þegar Ísland og Úkraína mættust Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun á morgun leika hreinan úrslitaleik gegn Úkraínu um laust sæti á komandi Evrópumóti. Liðin hafa alls mæst fjórum sinnum í mótsleikjum. Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Íslands í síðustu viðureign liðanna. 25.3.2024 09:01
Guðmundur segist bara hafa sagt sannleikann Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson gengur til liðs við efstu deildar lið Fredericia fyrir næsta tímabil í danska handboltanum og mun þar leika undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Arnór segir símtal frá Guðmundi hafa mikið að segja í hans ákvörðun að ganga til liðs við félagið. Guðmundur sjálfur segist bara hafa sagt Arnóri sannleikann um félagið. 25.3.2024 08:01
Sven-Göran fær sína hinstu ósk uppfyllta í dag: „Ég er mjög heppinn“ Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands og stuðningsmaður Liverpool til lífstíðar, talaði um það á blaðamannafundi í gær hversu ánægjulegt það sé fyrir sig að fá að stýra liði goðsagna Liverpool á Anfield síðar í dag. Sven-Göran greindi frá því í janúar að hann hefði greinst með krabbamein í brisi og að hann ætti væntanlega innan við ár eftir ólifað. 23.3.2024 11:00
Framundan úrslitaleikur við Úkraínu: „Erfitt að útskýra andrúmloftið“ Íþróttafréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson ræðir við sérfræðinginn Kjartan Henry Finnbogason um íslenska sigurinn mikilvæga gegn Ísrael í undanúrslitum umspils um laust sæti á EM 2024 í fótbolta og þá horfa þeir félagar fram til hreins úrslitaleiks gegn Úkraínu í Póllandi á þriðjudaginn kemur. 22.3.2024 19:01
Gapandi hissa á spurningu blaðamanns: „Þið eruð allir blindir“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var gapandi hissa á spurningu frá blaðamanni á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Málið var ótengt opinberuð á landsliðshópi Íslands fyrir komandi leiki í undankeppni EM. Heldur tengdist spurningin atviki í leik Íslands og Ísrael í gær. 22.3.2024 14:01
Valgerður komin með nýjan og ósigraðan andstæðing Íslenska hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir mun mæta Jordan Dobie í hringnum í River Cree spilavítinu í Kanada þann 24.maí næstkomandi. 22.3.2024 13:38
Fá slæma útreið eftir skellinn gegn Íslandi Það virðist sem svo að dagar Alon Hazan landsliðsþjálfara Ísrael og Yossi Benayoun yfirmanns knattspyrnusmála, í starfi hjá ísraelska knattspyrnusambandinu séu taldir eftir niðurlægjandi tap gegn Íslandi í undanúrslitum umspils um laust sæti á EM í sumar. Þeir fá báðir mikla útreið í ísraelskum miðlum eftir leik. 22.3.2024 11:31
McGregor staðfestir endurkomu sína í UFC Það virðist allt stefna í að írski vélbyssukjafturinn Conor McGregor, goðsögn í sögu UFC sambandsins, muni stíga aftur inn í bardagabúrið í sumar. McGregor segir samkomulag hafa náðst við UFC um að hann komi fram á bardagakvöldi sambandsins í sumar. 21.3.2024 17:45
Löng ferðalög en ekki erfiður riðill hjá Íslandi í undankeppni EM Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta lentu ekki í erfiðum riðli þegar dregið var í undankeppni EM 2026 í handbolta í Kaupmannahöfn í dag. 21.3.2024 15:14
Opinn fyrir öllu á Íslandi Körfuboltaþjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson, sem starfar sem þjálfari hjá þýska liðinu Ratiopharm í Ulm, segir endurkomu í íslenska boltann klárlega vera valmöguleika fyrir sig. Baldur hefur verið orðaður við þjálfarastöður hjá nokkrum íslenskum liðum undanfarið. 21.3.2024 11:32