Uppsagnir hjá ÁTVR Sjö starfsmönnum á skrifstofu ÁTVR var sagt upp í gær. Staða verslunarstjóra í tveimur Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lögð niður og þá hefur verið ráðist í fleiri aðgerðir til að bregðast við kröfum um hagræðingu í rekstri. Stöður aðstoðarverslunarstjóra hafa sömuleiðis verið lagðar niður í nokkrum verslunum. 1.10.2024 10:30
Suðvestlæg átt og víða dálítil rigning Grunn lægð á Grænlandshafi og hæð fyrir sunnan land beina nú suðvestlægri átt til landsins og má gera ráð fyrir að verði víða kaldi eða strekkingur í dag, súld eða dálítil rigning. Þó verður þurrt að mestu um landið austanvert. 1.10.2024 06:51
Rutte tekur við af Stoltenberg Hinn norski Jens Stoltenberg mun láta af embætti framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, NATO, í dag eftir tíu ár í embætti. Mark Rutte, fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, tekur við stöðunni. 1.10.2024 06:34
Fluttur á sjúkrahús eftir hópslagsmál Einn var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar eftir að tilkynnt var um hópslagsmál í hverfi 105 í Reykjavík. 1.10.2024 06:09
Kona á fertugsaldri lést í slysinu á Sæbraut Vegfarandinn sem lést í umferðarslysi á Sæbraut aðfaranótt sunnudags var kona á fertugsaldri. 30.9.2024 11:01
Bein útsending: Menntaþing 2024 – Aðgerðir í menntaumbótum og viðbrögð við PISA Mennta- og barnamálaráðuneytið stendur fyrir Menntaþingi 2024 í þar sem til stendur að kynna 2. aðgerðaáætlun menntastefnu stjórnvalda, þar með talið viðbrögð við niðurstöðum PISA. 30.9.2024 08:28
Ráðin framkvæmdastjóri Pekron Fjárfestingafélagið Pekron ehf. hefur ráðið Guðrúnu Nielsen í stöðu framkvæmdastjóra félagsins. 30.9.2024 08:10
Mun boða til kosninga um leið og hann tekur við Shigeru Ishiba, leiðtogi japanska stjórnarflokksins Frjálslynda lýðræðisflokksins, segir að hann muni boða til þingkosninga í landinu þann 27. október um leið og hann tekur formlega við embætti forsætisráðherra á morgun. 30.9.2024 07:40
Hinn fallegasti dagur í vændum Lægðin sem olli úrkomu á mestöllu landinu um helgina fjarlægt nú hratt og örugglega en mun enn valda norðvestan strekkingi með stöku éljum á norðaustanverðu landinu. Þar mun þó lægja og létta til nærri hádegi. 30.9.2024 07:17
Maggie Smith er látin Breska leikkonan Maggie Smith er látin. Hún vakti heimsathygli fyrir hlutverk sitt í þáttunum Downton Abbey og kvikmyndunum um Harry Potter. Hún varð 89 ára. 27.9.2024 13:18