Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Daði Jóhannesson og Hrefna Haraldsdóttir hafa verið ráðin nýir deildarstjórar hjá Veitum. 5.11.2024 09:06
Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og verður um 550 milljónum króna deilt milli alls 27 fjölmiðla. Árvakur og Sýn hljóta hæstu styrkina, um 124 milljónir króna hvor. 5.11.2024 07:44
Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Veðurstofan gerir ráð fyrir hlýrri sunnanátt á landinu í dag þar sem verði fremur hvasst og rigning eða súld en að mestu þurrt á Norður- og Norðausturlandi. 5.11.2024 07:02
Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Íslandsbanki hefur ráðið í fjórar stöður stjórnenda hjá bankanum. Árdís Björk Jónsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður daglegra bankaviðskipta, Freyr Guðmundsson forstöðumaður stafrænnar þróunar, Guðmundur Böðvar Guðjónsson deildarstjóri vörumerkis og Petra Björk Mogensen forstöðumaður viðskiptaumsjónar. 4.11.2024 13:15
Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna suðaustan hvassviðris eða storms á morgun. 4.11.2024 10:52
Quincy Jones er látinn Bandaríski tónlistarmaðurinn og framleiðandinn Quincy Jones er látinn, 91 árs að aldri. 4.11.2024 08:05
Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Hæðarhryggur fer austur yfir landið í dag og dregur smám saman úr vindi og úrkomu. 4.11.2024 07:12
Engin tilkynning um hópuppsögn í október Engin tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í liðnum októbermánuði. 1.11.2024 13:59
Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Kalt loft barst úr norðvestri yfir landið og það snjóaði í mörgum landshlutum í gær. Það létti svo til og lægði og þá getur frostið náð sér á strik og mældist þannig 15 stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum, 13,4 stiga frost á Mývatnsöræfum og 13,2 stiga frost við Dettifoss. 1.11.2024 07:13
Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mun leiða lista flokksins í Reykjavík suður í komandi alþingiskosningum. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sálfræðingur skipar 2. sæti listans, en hún hefur setið sem borgarfulltrúi flokksins frá árinu 2018 og var áður meðal annars formaður Barnaheilla. 31.10.2024 14:30
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent