Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann eftir að óskað var aðstoðar vegna innbrots í húsi í miðborg Reykjavíkur. Hinn grunaði var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu. 28.8.2025 06:12
Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Landeldisfyrirtækið First Water hefur tekið í notkun fyrstu 25 metra áframeldistankana á athafnasvæði sínu í Þorlákshöfn og hefur fiskur verið settur í þrjá tanka. 27.8.2025 14:20
Ráðin markaðsstjóri Prís Hildur Björk Scheving hefur verið ráðin markaðsstjóri lágvöruverðsverslunarinnar Prís. 27.8.2025 12:56
Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Helga Elíasdóttir hefur tekið við starfi fjármálastjóra hjá Ísorku. Hún tekur við keflinu af Reyni Valbergssyni sem hverfur til annarra verkefna. 27.8.2025 11:56
Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur fyrir hönd danska ríkisins beðið grænlenskar konur, sem fengu lykkjur settar upp í sig á síðustu öld, opinberlega afsökunar. 27.8.2025 11:37
Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Foreldrar sextán ára pilts í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa stefnt gervigreindarfyrirtækinu Open AI vegna sjálfsvígs sonar síns. Foreldrarnir saka gervigreind fyrirtækisins, ChatGPT, um að hafa hvatt hann til að svipta sig lífi. 27.8.2025 11:08
Arnar og Eiríkur til Fossa Arnar Friðriksson og Eiríkur Jóhannsson hafa verið ráðnir til Fossa fjárfestingarbanka. Þar segir að Arnar hafi verið ráðinn í teymi fjárstýringar en Eiríkur í teymi markaðsviðskipta. 27.8.2025 09:48
Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Kvikmyndin Ástin sem eftir er í leikstjórn Hlyns Pálmasonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026 í flokknum besta alþjóðlega kvikmyndin. 27.8.2025 08:32
Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, hefur ákveðið að kalla bandarískan erindreka í Danmörku á teppið í kjölfar umfjöllunar danska ríkissjónvarpsins um tilraunir manna með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta til að hafa áhrif á Grænlandi. 27.8.2025 07:45
Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Djúp lægð suður af landinu olli stífum vindi á landinu í gær og hún fjarlægist í dag og er vindur því á undanhaldi. 27.8.2025 07:09