fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Annasamasti dagur á bráða­mót­töku í lækna minnum

Hálfgert hættuástand skapaðist sunnan- og vestanlands fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur vegna flughálku í morgun. Rekja má fjölda umferðaróhappa og slysa til hennar. Á hádegi höfðu þrjátíu manns leitað á bráðamóttöku vegna hálkumeiðsla en í kvöld hafði sú tala hækkað í áttatíu.

Hljóp á sig

Líf Magneudóttir segist hafa hlaupið á sig þegar hún hélt því fram að ekki hafi verið samþykkt á félagsfundi Vinstri grænna að Vor til vinstri myndi leiða sameiginlegt framboð. Hún styðji tillöguna og áformin en ætlar að bjóða sig fram í fyrsta sæti í forvali VG.

„Dapur­legt að gera á­kvarðanirnar tor­tryggi­legar“

Varaformaður stjórnar Vinstri grænna í Reykjavík segir dapurlegt að Líf Magneudóttir núverandi oddviti haldi því fram að ekki hafi verið ákveðið á félagsfundi að Vor til vinstri myndi leiða sameiginlegt framboð. Það hafi verið niðurstaða fundarins í gær. Sanna Magdalena Mörtudóttir segir að það hafi verið sinn skilningur.

Krafa um að Margrét Löf verði gerð arf­laus fer fyrir Lands­rétt

Hálfbróðir Margrétar Löf sem var dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að ráða föður sínum bana ætlar að halda áfram með kröfu um að hún verði svipt erfðarétti fyrir Landsrétti. Lögmaður hans segir málið ekki snúast um krónur eða aura heldur réttlæti. Það sé bæði lög- og siðfræðilega rétt að fallast á kröfuna.

Mun hærri dánar­tíðni og meiri ör­orka hjá fyrrum vöggu­stofu­börnum

Dánartíðni er hærri og örorka meiri meðal þeirra sem dvöldu á vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á áttunda áratug síðustu aldar en jafnaldra þeirra. Samkvæmt vöggustofunefnd er ekki hægt að slá því föstu að börnin hafi sætt illri meðferð þrátt fyrir að ýmislegt hafi verið ábótavant. Borgarstjóri ætlar að bregðast við tillögum nefndarinnar um úrbætur.

Telur við­brögð Guð­brands rétt og skyn­sam­leg

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra og varaformaður Viðreisnar segist telja að viðbrögð Guðbrands Einarssonar sem sagði af sér þingmennsku vegna fréttar af tilraun hans til vændiskaupa hafi verið rétt og skynsamleg. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

And­stæðan við lóðabrask

Pétur Marteinsson sem vill leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavík segir að miklar tafir á uppbyggingaráformum hans og félaga í Nýja Skerjafirði hafi gert það að verkum að þeir hafi ákveðið að selja lóðina sem þeim var úthlutað á svæðinu.

Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna

Félag í eigu Péturs Marteinssonar sem býður sig fram sem oddviti í prófkjöri Samfylkingar fékk 69 milljónir króna fyrir sölu á hlut í lóð í Skerjafirði sem hann og viðskiptafélagar hans fyrirhuguðu að byggja íbúðir á fyrir tveimur árum. Hann segist hafa unnið að verkefninu í fimm ár en uppbygging hafi tafist vegna kerfislegra og pólitískra þátta. Það hafi því verið ákveðið að selja félagið sem heldur á lóðinni til annarra eigenda.

Fékk afa sinn með sér á skóla­bekk

Guðni Ágústsson fyrrverandi alþingismaður var ekki lengi að hugsa sig um þegar barnabarn hans bað hann um að koma með sér í íslenskuáfanga í framhaldsskóla og skellti sér með honum í námið. Þeir félagar ætla að skiptast á þekkingu og búast við háum einkunnum.

„Svartir sauðir mis­noti réttindin“ og Reykja­vík ræðst í að­gerðir

Starfsfólk Reykjavíkurborgar hefur tekið fleiri veikindadaga síðustu þrjú ár en árin á undan. Stjórnendur telja þetta alvarlega þróun og hafa ákveðið að ráðast í sérstakar aðgerðir. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur of algengt að fólk misnoti kerfið, sem bjóði líka upp á það.

Sjá meira