Telur nauðsynlegt fyrir Icelandair að fá fjármagn frá lífeyrissjóðum Lífeyrissjóðir bíða eftir hlutafjárútboði Icelandair en þeir eiga tæpan helming í félaginu. Formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir að aðeins verði fjárfest ef fyrirsjáanlegt sé að fjármunir skili viðunandi ávöxtun. Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur að félagið fari í þrot komi sjóðirnir ekki með fjármagn. 27.4.2020 18:49
Ellefu lífeyrissjóðir eiga nærri helming hlutafjár í Icelandair Ellefu lífeyrssjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna annar stærsti hluthafi í félaginu. Formaður VR segir að ekki verði lagt upp í björgunarleiðangur fyrir Icelandair nema félagið standi vörð um réttindi fólks. Þá þurfi fyrst og fremst að huga að því við fjárfestingu að hún sé fýsileg fyrir sjóðsfélaga. 27.4.2020 14:05
Allar bókanir hafa þurrkast út og sumarið lítur illa út Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis á Egilsstöðum segir að allar bókanir hafi þurrkast út frá mars og út maí. Þá séu afbókanir fyrir sumarið að hrannast upp. Í slíku ástandi séu sjóðir fyrirtækja fljótir að tæmast og hætta á fjöldagjaldþrotum ef ekki komi til aðgerða frá ríki, sveitarfélögum sem og bankakerfinu. 19.4.2020 18:34
Foreldrar áhyggjufullir yfir einmana ungmennum Hitt húsið kannar hvort mögulegt sé að aðstoða fleiri ungmenni sem eru félagslega einangruð vegna aukinnar eftirspurnar eftir þjónustunni. Verkefnastjóri segir að mun fleiri foreldrar hafi haft samband síðustu vikur en áður og lýst yfir áhyggjum vegna félagslegrar stöðu barna sinna. 19.4.2020 13:37
Dró uppsögnina til baka til að sýna samstöðu Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, segir mikilvægt að verklag verði skýrara þannig að framkvæmdastjórnin taki ekki ákvarðanir um meðferðarstarf samtakanna. 19.4.2020 13:35
Flestir smitaðir eru ungt fólk Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn sé rénun á Íslandi biðja sóttvarnaryfirvöld fólk um að halda út næstu vikur. 18.4.2020 18:52
„Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18.4.2020 18:36
Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18.4.2020 13:02
Grafalvarleg staða er á hjúkrunarheimili í Bolungarvík Fimm manna samkomubann gildir nú á öllum norðanverðum Vestfjörðum eftir að aðgerðir voru hertar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir stöðuna alvarlega á hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem nokkur smit hafa greinst hjá íbúum og starfsfólki. 5.4.2020 23:55
Um helmingur greindra í skimun einkennalaus eða einkennalítill Um helmingur þeirra sem hefur greinst með kórónuveiruna í skimun Íslenskrar erfðagreiningar hefur verið einkennalaus eða einkennalítill að sögn sóttvarnalæknis. Þó vísbendingar séu um að þessir einstaklingar smiti síður felist í þessu áskorun fyrir heilbrigðisyfirvöld. 5.4.2020 18:29