Meiri áhyggjur af Íslendingum á heimleið en erlendu ferðafólki Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 14. júlí 2020 20:10 Farþegar frá fjórum löndum til viðbótar sleppa við að fara í skimun eða sóttkví við komuna til landsins á fimmtudag. Sóttvarnarlæknir segir þetta gert fyrr en áætlað var vegna fjölgunar ferðamanna og vegna þess að löndin teljist örugg. Næstu daga er búist við flugfarþegum frá 15 löndum. Ríflega helmingi fleiri flugvélar hafa lent á Keflavíkurflugvelli í júlí en í júní en frá því skimun hófst á landamærunum hafa tæplega 50.000 manns komið til landsins. Þá er búist við mikilli fjölgun farþega á næstunni en auk Icelandair lenda þar þrettán erlend flugfélög með farþega frá 15 löndum í þessari viku. Þá ákvað dómsmálaráðherra í gær að afnema ferðatakmarkanir gagnvar íbúum fjórtán ríkja, þar á meðal Kanada. Icelandair byrjar að fljúga aftur til Toronto í Kanada í næstu viku. Nú er hægt að skima 2.000 ferðamenn á landamærunum en það stefnir í að ferðamenn verði mun fleiri en það á næstu dögum eða vikum. Í ljósi þessa og í ljósi skimana okkar og áreiðanlegra upplýsinga frá sóttvarnarstofnun Evrópu um útbreiðslu Covid-19 í einstaka löndum þá tel ég að það sé réttlætanlegt að breyta aðeins um áherslur og fara í að setja fleiri lönd í flokk öruggra landa,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Í ákvörðuninni felst að farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi þurfa ekki frá og með næsta fimmtudegi að sæta sóttkví eða skimun hér . Nú þegar sleppa íbúar frá Grænlandi og Færeyjum við ferlið. Þórólfur býst við að næstu vikur verði hægt að bæta fleiri þjóðum í þennan hóp. „Við teljum að við séum að gera þetta eins vísindalega og hægt er,“ sagði Þórólfur í samtali við Fréttastofu. Varðstjóri hjá almannavarnadeild segir lögregluna viðbúna fjölgun ferðamanna. „Við höfum í sjálfu sér ekki áhyggjur af ferðamönnunum hins vegar höfum við meiri áhyggjur af Íslendingum þegar þeir fara að ferðast meira og koma aftur heim, það er aðeins meira áhyggjuefni,“ segir Rögnvaldur Ólafsson hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. „Það vantar aðeins fleiri starfsmenn en áður þegar við tökum við allri sýnatökunni. Og skipulagið þarf að vera með aðeins öðrum hætti. Við höfum ráðið fólk frá öðrum fyrirtækjum. Við höfum bætt við allan tímann við vorum 60 en erum núna komin vel á annað hundrað og enn þá vantar fólk,“ sagði Óskar S. Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Farþegar frá fjórum löndum til viðbótar sleppa við að fara í skimun eða sóttkví við komuna til landsins á fimmtudag. Sóttvarnarlæknir segir þetta gert fyrr en áætlað var vegna fjölgunar ferðamanna og vegna þess að löndin teljist örugg. Næstu daga er búist við flugfarþegum frá 15 löndum. Ríflega helmingi fleiri flugvélar hafa lent á Keflavíkurflugvelli í júlí en í júní en frá því skimun hófst á landamærunum hafa tæplega 50.000 manns komið til landsins. Þá er búist við mikilli fjölgun farþega á næstunni en auk Icelandair lenda þar þrettán erlend flugfélög með farþega frá 15 löndum í þessari viku. Þá ákvað dómsmálaráðherra í gær að afnema ferðatakmarkanir gagnvar íbúum fjórtán ríkja, þar á meðal Kanada. Icelandair byrjar að fljúga aftur til Toronto í Kanada í næstu viku. Nú er hægt að skima 2.000 ferðamenn á landamærunum en það stefnir í að ferðamenn verði mun fleiri en það á næstu dögum eða vikum. Í ljósi þessa og í ljósi skimana okkar og áreiðanlegra upplýsinga frá sóttvarnarstofnun Evrópu um útbreiðslu Covid-19 í einstaka löndum þá tel ég að það sé réttlætanlegt að breyta aðeins um áherslur og fara í að setja fleiri lönd í flokk öruggra landa,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Í ákvörðuninni felst að farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi þurfa ekki frá og með næsta fimmtudegi að sæta sóttkví eða skimun hér . Nú þegar sleppa íbúar frá Grænlandi og Færeyjum við ferlið. Þórólfur býst við að næstu vikur verði hægt að bæta fleiri þjóðum í þennan hóp. „Við teljum að við séum að gera þetta eins vísindalega og hægt er,“ sagði Þórólfur í samtali við Fréttastofu. Varðstjóri hjá almannavarnadeild segir lögregluna viðbúna fjölgun ferðamanna. „Við höfum í sjálfu sér ekki áhyggjur af ferðamönnunum hins vegar höfum við meiri áhyggjur af Íslendingum þegar þeir fara að ferðast meira og koma aftur heim, það er aðeins meira áhyggjuefni,“ segir Rögnvaldur Ólafsson hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. „Það vantar aðeins fleiri starfsmenn en áður þegar við tökum við allri sýnatökunni. Og skipulagið þarf að vera með aðeins öðrum hætti. Við höfum ráðið fólk frá öðrum fyrirtækjum. Við höfum bætt við allan tímann við vorum 60 en erum núna komin vel á annað hundrað og enn þá vantar fólk,“ sagði Óskar S. Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira