Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. 1.11.2019 19:00
Telja hreindýrskálfa falla í hundraða tali því veiðitímabilið hefjist of snemma Dýra-og náttúruverndarsamtök telja að mörg hundruð hreindýrskálfar drepist árlega vegna þess þeir séu of ungir þegar veiðitímabilið hefst. 29.10.2019 19:30
Sífellt fleiri myndræn kynferðisofbeldismál til rannsóknar Kynferðisbrotadeild lögreglunnar hefur sífellt fleiri mál til rannsóknar þar sem nektarmyndum af börnum er dreift án þeirra samþykkis eða þau þvinguð til að senda slíkt efni. Rannsóknarlögreglukona telur refsiákvæði ekki veita börnum nægjanlega réttarvernd gegn myndrænu kynferðisofbeldi. 29.10.2019 18:30
Víða vandi vegna stafræns ofbeldis og nektarmynda Unglingar segja algengt að krakkar sendi nektarmyndir eða myndbönd sín á milli. Garðaskóli er meðal þeirra skóla sem hefur glímt við vandann undanfarin ár. Skólastjórnendur hafa óskað eftir leiðbeiningum frá Skólastjórafélagi Íslands. 28.10.2019 18:30
„Það sendu bara allir nektarmyndir af sér“ Ung kona sem varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi á netinu segir að það hafi verið algengt að krakkar sendu hvert öðru nektarmyndir og myndbönd þegar hún var í grunnskóla. Hún tók þátt í því eins og flestir aðrir og lenti í því að vera hótað með dreifingu nektarmynda myndi hún ekki halda áfram að senda myndir. 27.10.2019 19:31
Sífellt fleiri greina frá kynferðisofbeldi á unglingsárum Verkefnastýra Stígamóta segist telja klám einn stærsta lýðheilsuvanda samfélagsins. 26.10.2019 20:30
Stelpur viti oft ekki að þær hafi verið beittar ofbeldi í kynlífi Mörkin á milli ofbeldis og kynlífs hafa orðið óljós með auknu klámáhorfi hjá ungu fólki. Dæmi eru um að strákar leiki eftir hluti sem þeir þekkja úr klámmyndum og stelpur upplifi vanlíðan eftir kynlíf. 26.10.2019 14:15
Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugt Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. 25.10.2019 21:00
Loo segist hafa farið að öllum reglum Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. 24.10.2019 20:30
Líffæragjöfin var ljósið í fráfalli sonar míns Hátt í þrjátíu manns fá ígrædd líffæri hér á landi á ári hverju að sögn yfirlæknis á Landspítalanum. Móðir líffæragjafa segist hafa fundið einhvern tilgang með fráfalli sonar síns, eftir að fimm manns fengu líffæri úr honum. 23.10.2019 20:00