Sjö nýjar hótelbyggingar opna á næsta ári í Reykjavík og tólf á teikniborðinu Búist er við að 800 ný hótelherbergi opni í Reykjavík á næsta ári. Þá eru tólf þróun með ríflega sextán hundruð herbergum. Gert er ráð fyrir að Marriott hótel opni í byrjun næsta árs. Borgarstjóri segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af samdrættinum í ferðaþjónustu. Mörg ný flugfélög hyggist fljúga til landsins á næstunni. 18.5.2019 13:00
„Hart að vera hrakin burt af heimili mínu marga daga“ Það er ólíft á heimili mínu meðan á hátíðinni Secret Soltice stendur segir kona sem býr á Laugarásvegi. Hún hefur kvartað formlega til borgaryfirvalda vegna hátíðarinnar en segir að það hafi ekki borið árangur. Hún segir marga nágranna sína sömu skoðunnar og telur að fyrirhugaðar breytingar á hátíðinni muni ekki hafa teljandi áhrif. 18.5.2019 12:00
Borgin og fyrirtæki hennar fjárfesta fyrir tvö hundruð milljarða næstu ár Reykjavíkurborg og fyrirtæki í hennar eigu hyggjast fjárfesta í innviðum fyrir tæpa tvö hundruð milljarða næstu fimm ár. Meðal verkefna er nýr hafnarbakki við Klepp, íþróttauppbygging ÍR og nýjar höfuðstöðvar Strætó. Borgarstjóri segir meiri slaka í efnahagslífinu auka þrýsting á fjárfestingar hjá hinu opinbera. 17.5.2019 19:00
Landspítalinn greiddi 16% meira í yfirvinnu vegna manneklu Mannekla í hópi hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum á síðasta ári olli því að laun og launatengd gjöld á spítalanum hækkuðu meira en launavísitala að sögn forstjóra spítalans. Þá réð hækkun á gengi því að lyfseðilsskyld lyf hækkuðu um tæpan fjórðung milli ára. Ársvelta spítalans hækkaði um ríflega sex milljarða króna milli 2017 og 2018. 17.5.2019 19:00
Sökk á nokkrum mínútum úti fyrir Hvammstanga Mannbjörg varð þegar bátur sökk úti fyrir Hvammstanga í nótt . Varaformaður björgunarsveitarinnar Húna segir að ekki hefði mátt tæpara standa en báturinn sökk skömmu eftir að sveitin kom að. Þrír bátsverjar voru komnir í flotgalla og var bjargað úr sjónum 7.5.2019 13:00
Háskólamenntuðum og stjórnendum fjölgaði mest í starfsendurhæfingu hjá Virk Aldrei hafa fleiri verið í starfsendurhæfingu í Virk en á síðasta ári eða um tvöþúsund manns. Háskólamenntuðu fólki og stjórnendum fjölgaði mest að sögn framkvæmdastjóra starfsendurhæfingarsjóðsins. Algengast sé að fólk leiti til Virk vegna geðræns vanda og stoðkerfisvanda. 30.4.2019 14:00
Fiskistofa rannsakar að minnsta kosti sjö skip og báta vegna meints ólöglegs brottkasts Fiskistofa hefur alls sjö mál til rannsóknar hjá stofnuninni vegna meints ólöglegs brottkasts á skipum og bátum. Forstjóri Fiskistofu segir að nýlega hafi að minnsta kosti fjögur mál komið upp við eftirlit stofnunarinnar og þá sé verið að rannsaka meint brottkast þeirra þriggja fiskibáta sem Landhelgisgæslan myndaði. Gögn bendi til umfangsmikils brottkasts 29.4.2019 14:00
Vonar að útilistaverkið Pálmatré rísi í Vogabyggð Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur vonar að útilistaverkið Pálmatré rísi í nýju hverfi í Vogabyggð og spáir að það verði það mikill gleðigjafi. Hún segir að oft skapist mikil umræða og jafnvel gagnrýni um útilistaverk en umræðan um þetta verk í vetur hafi verið sérlega harkaleg. 28.4.2019 20:33
Bæjarstjórinn segir íbúa slegna vegna voðaverksins í Mehamn Bæjarstjórinn í Gamvik segir íbúa slegna vegna voðaverksins þegar 40 ára íslenskur karlmaður var skotinn til bana í miðbæ Mehamn í gærmorgun. Hann segir marga Íslendinga búsetta á svæðinu og mikinn samhug meðal bæjarbúa. 28.4.2019 19:00