„Ekki útilokað að það sé smit einhvers staðar annars staðar“ Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir erfitt að segja til um hversu mikið samfélagslegt smit er orðið eða hvort fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin. 24.3.2021 12:34
„Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur. 24.3.2021 11:46
Mikill áhugi á Íslandi og markaðsherferðir hafnar Forstjóri Icelandair segir afar jákvætt að farþegar utan Schengen fái að koma til landsins með gild bólusetningar-eða mótefnavottorð. Mikilvægustu markaðir félagsins séu þar. Íslandsstofa hefur þegar hafið markaðssátak í Bretlandi og skynjar mikinn áhuga á Íslandi. 16.3.2021 20:00
Húsbyggingar þola vel jarðskjálftaálagið undanfarið Sérfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands segir hús hér á landi þola vel langvarandi skjálftahrinu eins og staðið hefur undanfarið. Það sé ekki fyrr en skjálftar verð sex eða stærri að þeir geti haft áhrif á burðavirki húsa. Þó slíkur skjálfti yrði í tengslum við hrinuna á Reykjanesi þá yrði hann það fjarri byggð að hann myndi líklega ekki hafa áhrif á burðavirki húsa. Fimmtíu þúsund skjálftar hafa orðið frá því hrinan hófst. 15.3.2021 18:31
Fimmtíu þúsund skjálftar á Reykjanesi á tuttugu dögum Hátt í fimmtíu þúsund jarðskjáftar hafa riðið yfir á Reykjanesskaga frá upphafi hrinunnar 24. febrúar. Þar af hafa sex þeirra verið fimm að stærð eða stærri, sá stærsti 5,7 fyrsta dag hrinunnar. 15.3.2021 16:03
Um 50 tjónatilkynningar frá ellefu sveitarfélögum frá upphafi jarðskjálftahrinu Framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands segir íslensk hús þola vel það stöðuga jarðskjálftaálag sem hefur verið undanfarið. Verði stórir skjálftar yfir sex geti skálftar eftir það haft áhrif á álagsþol húsa. Tæplega 50 tjónatilkynningar hafa orðið frá 24. febrúar. 15.3.2021 12:12
Þúsund skjálftar frá miðnætti Um eitt þúsund skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá miðnætti í nótt. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að mesta skjálftavirknin sé í sunnanverðu Fagradalsfjalli eins og verið hefur undanfarna daga þótt hún hafi fært sig aðeins nær Nátthaga um helgina. 15.3.2021 11:02
„Auknar líkur á eldgosi“ Líkur á eldgosi halda áfram að aukast, að sögn Kristínar Jónsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Skjálftavirknin hefur verið að færast til suður en skjálftinn fannst meðal annars á Sauðárkróki. 14.3.2021 15:05
„Með því sterkara sem hefur fundist“ „Þetta var svona með því sterkara sem hefur fundist. Hann var langur og það hristist vel hérna,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. 14.3.2021 14:36
Segja útilokað að rafmagnsbilanir tengist jarðhræringum Sviðsstjóri rafmagnssviðs HS veitna segir útilokað að jarðskjálftahrinann á Reykjanesi hafi valdið rafmagnsleysi í Hafnarfirði í gærkvöldi og morgun. Þetta er þriðja rafmagnsbilunin hjá HS veitum í þessum mánuði 14.3.2021 13:54